Persónuvernd lauk ekki athugun á samskiptum Gísla Freys og Sigríðar

gislifreyr.png
Auglýsing

Stjórn Per­sónu­verndar náði ekki að ljúka athugun sinni á sam­skiptum Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dótt­ur, þáver­andi lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum, og Gísla Freys Val­dórs­son­ar, þáver­andi aðstoð­ar­manns Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, á fundi sínum í gær eins og vonir stóðu til.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Per­sónu­vernd álíti tölvu­póst, sem Sig­ríður Björk send­i Gísla Frey með grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos að kvöldi dags þegar fyrstu frétt­irnar í leka­mál­inu birt­ust í fjöl­miðl­um, vera lyk­il­gagn í rann­sókn stofn­un­ar­inn­ar. Eins og kunn­ugt er byggðu umræddar fréttir á minn­is­blaði sem Gísli Freyr lak til fjöl­miðla, og hlaut skil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm fyrir í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Við eft­ir­grennslan Per­sónu­verndar feng­ust þau svör hjá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjóra­emb­ætt­inu á Suð­ur­nesjum að tölvu­póst­inn væri þar hvergi að finna. Þá óskaði Per­sónu­vernd bréfleiðis eftir því að Sig­ríður Björk og Gísli afhentu tölvu­póst­inn. Þá krafði Per­sónu­vernd Sig­ríði um skýr­ingar á því hvernig hún hefði tryggt gagna­ör­yggi þegar hún sendi Gísla Frey grein­ar­gerð­ina um Tony Omos. Per­sónu­vernd féllst á beiðni Sig­ríðar um fram­lengdan frest til að afhenda umbeðin gögn, sá frestur rann út á föstu­dag­inn.

Auglýsing

Öll umbeðin gögn komin til Per­sónu­verndarÍ sam­tali við Kjarn­ann segir Björg Thoraren­sen, stjórn­ar­for­maður Per­sónu­vernd­ar, að öll umbeðin gögn vegna máls­ins hafi nú skilað sér til stofn­un­ar­inn­ar. Vonir hafi staðið til að ljúka mál­inu á fundi stjórn­ar­innar í gær, en það hafi ekki reynst ger­leg­t. ­Björg segir að nú sé unnið að því að fara gaum­gæfi­lega yfir gögn, og úti­lokar ekki að Per­sónu­vernd muni óska eftir frek­ari gögnum vegna rann­sókn­ar­inn­ar. Aðspurð um hvað hafi valdið seinkun á fyr­ir­hug­aðri afgreiðslu máls­ins, vildi stjórn­ar­for­maður Per­sónu­verndar ekki svara neinu til um það.

Næsti stjórn­ar­fundur hjá Per­sónu­vernd er fyr­ir­hug­aður 26. febr­úar næst­kom­andi. Stofn­unin mun því ekki afgreiða málið fyrir sitt leyti fyrr en í fyrsta lagi þá. Í fram­hald­inu verður máls­að­ilum kynnt nið­ur­staða stofn­un­ar­innar og hún birt að loknum umsagn­ar­fresti. Því er ljóst að tölu­verður dráttur verður á birt­ingu úrskurðar Per­sónu­vernd­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None