Samþykktu tæknifrjóvganir með erfðaefni þriggja einstaklinga

h_02811658-1.jpg
Auglýsing

Þing­menn í neðri deild breska þings­ins sam­þykktu í dag laga­frum­varp sem heim­ilar vís­inda­mönnum að búa til fóst­ur­vísa úr erfða­efni þriggja ein­stak­linga. 382 þing­menn greiddu atkvæði með mál­inu en 128 voru  mót­falln­ir, sam­kvæmt frétt BBC.

Lávarða­deild breska þings­ins þarf nú einnig að greiða atkvæði um mál­ið, en ef það verður sam­þykkt verður um tíma­mót að ræða í lækn­is­fræði. Þá verður Bret­land fyrsta ríkið til að fram­kvæma tækni­frjóvgun af þessu tagi. Sam­kvæmt breskum fjöl­miðlum er talið lík­legt að lávarða­deildin sam­þykki frum­varpið og þá gæti fyrsta barnið sem fæð­ist með erfða­efni þriggja ein­stak­linga fæðst í heim­inn á næsta ári.

Ali­son Mur­doch, yfir­maður Newcastle Fer­tility Centre at Life sem er frum­kvöð­ull þess­arar tækni, sagði við fjöl­miðla í dag að sam­þykkt þings­ins væru góðar fréttir fyrir fram­sækna lækn­is­fræði. And­stæð­ingar til­lög­unnar ætla að halda áfram að berj­ast gegn því að tæknin verði leyfð, vegna þess að hún veki of margar sið­ferð­is- og örygg­is­spurn­ing­ar.

Auglýsing

Tæknin er breytt útgáfa af tækni­frjóvg­un, þar sem erfða­efni tveggja for­eldra eru notuð en jafn­framt hvat­berar (e. mitochondria) úr annarri kon­u. ­Börn sem myndu fæð­ast með þessum hætti hefðu því 0,1 pró­sent erfða­efni úr þeirri konu. Ætl­unin er að koma í veg fyrir að ólækn­andi erfða­sjúk­dómar ber­ist frá móður til barns.

Sjáðu skýr­ing­ar­myndir á vef BBC. 

Talið er að erfða­sjúk­dómar sem ber­ast með hvat­berum hafi áhrif á um 100 börn í Bret­landi á ári. Í 10 til­vikum valdi sjúk­dóm­arnir mjög alvar­legum sjúk­dómum eins og lifr­ar­bil­um, vöðva­rýrn­un, blindu og heilaskaða, sam­kvæmt frétt Guar­dian.

Málið hefur vakið gríð­ar­mikla athygli í Bret­landi og víð­ar­. ­Meðal þess sem kom fram í þing­inu og víðar í dag voru áhyggjur af því að aðferðin væri ekki örugg og því hvort hún væri upp­hafið að víð­tækum breyt­ing­um. Þing­kona Íhalds­flokks­ins, Fiona Bruce, sagði meðal ann­ars að það væri ein­fald­lega ekki hægt að spá fyrir um afleið­ing­arnar af þessu. „En eitt er víst, þegar búið er að gera þessa breyt­ingu ... þá verður ekki aftur snú­ið.“ Í sama streng tók David King hjá hópnum Human Genet­ics Alert, við BBC í dag. „Þegar búið er að fara yfir sið­ferð­is­legu lín­una, er mjög erfitt að taka ekki næsta skref í því að hanna börn.“

Þing­menn kusu frjálst í mál­inu en ekki sam­kvæmt flokkslín­um. For­víg­is­menn bæði íhalds­manna og Verka­manna­flokks­ins sögðu þó að þeir litu á málið sem mik­il­vægt vís­inda­legt skref en alls ekki gena­breyt­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None