Píratar stærsti flokkurinn á Íslandi

Helgi.Hrafn_.8.jpg
Auglýsing

Píratar mæl­ast með mest fylgi allra flokka á þingi, sam­kvæmt nýrri könnun MMR. Mun­ur­inn á fylgi Pírata og Sjálf­stæð­is­flokks­ins er þó innan töl­fræði­legra vik­marka. Allir aðrir flokkar en Píratar mæl­ast með minna fylgi nú en þeir gerðu í síð­ustu könnun MMR, sem lauk þann 19. febr­ú­ar.

Píratar mæl­ast með 23,9 pró­senta fylgi í könn­un­inni, sem er gríð­ar­leg fylg­is­aukn­ing frá síð­ustu könnun MMR í febr­ú­ar. Þá mæld­ust þeir með 12,8 pró­senta fylgi.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með 23,4 pró­sent, en í síð­ustu könnun mæld­ist fylgi flokks­ins 25,5 pró­sent.

Auglýsing

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar mælist nú 15,5 pró­sent en var 14,5 pró­sent í síð­ustu könn­un. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist með 11 pró­senta fylgi en fékk 13,1 pró­sent í síð­ustu könn­un. Þá eru Vinstri græn með 10,8 pró­senta fylgi nú sam­an­borið við 12,9 í febr­úar og Björt fram­tíð mælist með 10,3 pró­sent en mæld­ist með 15 pró­sent síð­ast.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina mælist einnig minni nú en í síð­ustu mæl­ingu MMR. 33,4 pró­sent aðspurðra sögð­ust styðja rík­is­stjórn­ina nú en 36,4 pró­sent um miðjan febr­ú­ar.

Hafa verður í huga að vik­mörk í könn­unum sem þessum geta verið allt að 3,1 pró­sent. Könn­un­in var gerð dag­ana 13. til 18. mars og heild­­ar­­fjöldi svar­enda voru 969 ein­stak­l­ing­­ar, 18 ára og eldri.

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None