Píratar vilja að Menntasjóður fái heimild til að fella niður námslánaskuldir

Menntasjóður námsmanna færði sex milljarða króna á afskriftarreikning í fyrra eftir lagabreytingu, en var undir milljarði króna árið áður. Meðalupphæð afborgana hækkaði um 46 þúsund krónur árið 2021 og var 266 þúsund krónur.

Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata hefur lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis að Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, leggi fram frum­varp sem veiti Mennta­sjóði náms­manna heim­ild til nið­ur­fell­ingar á náms­lán­um, að hluta til eða öllu leyti, að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­u­m. 

Skil­yrðin eiga að vera almenn eins og að umbreyta hluta af eldri lánum í náms­styrk, vegna efna­hags­á­stands eða sér­tæk vegna alvar­legra og var­an­legra veik­inga lán­taka. Píratar vilja að ráð­herr­ann leggi fram frum­varp um málið á vor­þingi 2023.

Fjár­fest­ing sem sé ekki ólík styrkjum til nýsköp­unar

Í grein­ar­gerð sem fylgir til­lög­una segir að náms­lán og náms­styrkur sé fjár­fest­ing hins opin­bera í menntun lands­manna. „Sú fjár­fest­ing er ekki ólík styrkjum til nýsköp­un­ar. Það er ekki óal­gengt að nýsköp­un­ar­verk­efni heppn­ist ekki sem skyldi, en það kemur ekki í veg fyrir áfram­hald­andi styrki til nýsköp­un­ar, því á heild­ina litið er sú fjár­fest­ing arð­bær. Sama gildir um náms­styrki.“

Auglýsing
Með nýjum lögum um Mennta­sjóð náms­manna bætt­ist við heim­ild til þess að umbreyta hluta af náms­láni í náms­styrk að upp­fylltum ákveðnum skil­yrðum að námi loknu. Til­laga þing­flokks Pírata snýr að því að allir lán­takar, óháð því hvenær þeir tóku náms­lán, fái mögu­leika á sam­bæri­legri nið­ur­fell­ingu náms­láns vegna almennra eða sér­tækra ástæðna. „Stundum ger­ast óvæntir atburðir sem leiða til erf­ið­leika við að standa skil á greiðslu náms­lána eða breyta for­sendum þess að hægt sé að hag­nýta nám­ið. Það væri eðli­legt að í slíkum kring­um­stæðum væri til laga­heim­ild til þess að fella niður lán að hluta eða að öllu leyt­i.“

Fram­lag í afskrift­ar­sjóð jókst um rúma fimm millj­arða í fyrra

Á árinu 2020 voru sett ný lög um náms­lán og tóku þau gildi 1. júli 2020. Árið 2021 var því fyrsta heila árið þar sem nýju lögin eru í gild­i. 

Í nýju lög­unum eru lán­þegum gefnir ýmsir val­kostir um hvernig þeir geti hagað end­ur­greiðslum náms­lána sinna. Í grófum dráttum sner­ist breyt­ingin um það að náms­menn sem ljúka námi á réttum tíma geta fengið hluta sinna náms­lána nið­ur­felld eftir að námi lýk­ur, eða 30 pró­sent þeirra. Auk þess var það einnig að finna ýmis ákvæði sem hafa áhrif á eldri náms­lán, svo sem nið­ur­fell­ing ábyrgð­ar­manna, aflsátt vegna auka inn­borg­ana inn á náms­lán, hækkun á upp­greiðslu­af­slætti, lækkun vaxta og árlegra end­ur­greiðslna. 

í árs­reikn­ingi Mennta­sjóðs náms­manna vegna árs­ins 2021 kemur fram að ýmis áhrif nýju lag­anna séu enn ekki komin fram og því hafi ekki verið góðar for­sendur til að byggja á við mat á afskrift­ar­reikn­ingi síð­asta árs. Veru­lega óvissa væri þar til staðar sem gerði það að verkum að smíða þurfti nýtt reikni­lík­an.  

Fram­lag í afskrift­ar­sjóð vegna síð­asta árs var 6.049 millj­ónir króna. Það er marg­falt það fram­lag sem var í sjóð­inn árið áður, þegar það nam 938 millj­ónum króna. 

Með­al­upp­hæð afborg­ana náms­lána var 266 þús­und krónur á síð­asta ári. Hún hækk­aði um 46 þús­und krónur á árinu 2021, eða um 21 pró­sent. Með­al­upp­hæðin hafði lækkað milli áranna 2019 og 2020 um 24 þús­und krónur en hafði verið nokkuð stöðug árin þar á und­an. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent