PLAY tapaði næstum þremur milljörðum króna en ætlar ekki í hlutafjáraukningu

Tekjur flugfélagsins PLAY voru lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna neikvæðra áhrifa COVID-19. Félagið er ekki með neinar eldsneytisvarnir og gert er ráð fyrir að hærra olíuverð muni leiða til kostnaðarauka upp á 1,3 milljarða króna í ár.

Play Mynd: Play
Auglýsing

PLAY tap­aði 22,5 millj­ónir Banda­ríkja­dala, rúm­lega 2,9 millj­örðum króna miðað við gengi í lok síð­asta árs, á árinu 2021. Alls námu tekjur flug­fé­lags­ins á árinu 16,4 millj­ónum Banda­ríkja­dala, rúm­lega 2,1 millj­arði króna. Þorri taps­ins kom fram á síð­ast árs­fjórð­ungi árs­ins. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi PLAY sem var birtur í dag. 

Í til­kynn­ingu sem send var út vegna birt­ingar hans segir að tekjur hafi verið lægri en von­ast hefði verið til vegna nei­kvæðra áhrifa COVID-19 en kostn­aður hafi samt verið sam­kvæmt áætl­un­um. „Fjár­hags­leg afkoma félags­ins á árinu var í sam­ræmi við að félagið er enn í upp­bygg­ing­arfasa og ekki var gert ráð fyrir hagn­aði á fyrsta ári þar sem starf­semin hófst ekki fyrr en á miðju ári.“

Ætla ekki í hluta­fjár­aukn­ingu en hækk­andi olíu­verð bítur fast

Stjórn­endur PLAY segj­ast gera ráð fyrir rekstr­ar­hagn­aði á síð­ari hluta árs­ins 2022, en félagið verður með sex flug­vélar í rekstri í sum­ar, starfs­menn verða um 300 tals­ins en áfanga­staðir verða tutt­ugu og sjö. Þrátt fyrir það er til­tekið í til­kynn­ing­unni að blikur séu á lofti í heims­mál­unum vegna inn­rásar Rússa í Úkra­ínu en hingað til eru áhrifin á PLAY helst þau að olíu­verð hefur farið hækk­andi. Fram hefur komið í fjöl­miðlum að PLAY er ekki með neina samn­inga til að verja sig fyrir sveiflum í heims­mark­aðs­verði á olíu, en það hefur hækkað gríð­ar­lega það sem af er ári. Það hyggst ekki taka upp olíu­varnir fyrr en meiri fyr­ir­sjá­an­leiki á mark­aði næst.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segir að gert sé ráð fyrir að hækk­anir á olíu­verði vegna inn­rás­ar­innar muni valda um tíu millj­óna Banda­ríkja­dala, um 1,3 millj­arða króna, kostn­að­ar­auka á þessu ári. „Því verður mætt með auk­inni ráð­deild í kostn­aði og til­komu sér­staks olíu­gjalds ofan á miða­verð líkt og margir stærstu sam­keppn­is­að­ilar PLAY hafa inn­leitt.“

Í til­kynn­ingu PLAY segir að engin áform séu uppi um hluta­fjár­aukn­ingu þar sem lausa­fjár­staða félags­ins sterk, bók­un­ar­staðan góð og fyr­ir­tækið ber engar vaxta­ber­andi skuld­ir. Eigið fé PLAY var um 67 millj­ónir Banda­ríkja­dala, 8,7 millj­arðar króna, um síð­ustu ára­mót.

Hluta­bréf lækkað skarpt frá því í haust

PLAY, skráði sig á First North mark­að­inn í fyrra. Í hluta­fjár­­út­­­boði sem fór fram í aðdrag­anda skrán­ingar voru seldir hlutir fyrir 4,3 millj­­arða króna. Eft­ir­­spurn var átt­­föld en alls bár­ust til­­­boð upp á 33,8 millj­­arða króna. Útboðs­­­gengið hjá PLAY nam 20 krónum á hlut fyrir til­­­­­boð yfir 20 millj­­­ónum króna og 18 krónum á hlut fyrir til­­­­­boð undir 20 millj­­­ón­um króna.

Á fyrsta við­­skipta­degi með bréf félags­­ins eftir skrán­ingu hækk­­aði virði þeirra um 23 til 37 pró­­sent og dagsloka­­gengið þann dag, 9. júlí í fyrra, var 24,6 krónur á hlut. Í októ­ber náði hluta­bréfa­verðið því að verða 29,2 krónur á hlut. Síðan þá hefur það hríð­­fallið og var 21,5 króna á hlut í lok dags í dag. Virðið hefur því dreg­ist saman um rúm­lega fjórð­ung frá því í haust. Mark­aðsvirðið er um 15 millj­­arðar króna sem er 5,4 millj­­örðum króna minna en í októ­ber. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent