Hertogahjónunum af Cambridge, Vilhjálmi prins og Katrínu Middleton, fæddist dóttir í morgun. Fæðing barnsins er aðalfrétt fjölmiðla víða um heim, en greint var frá því í morgun að hjónin hefðu farið á fæðingardeildina á St. Mary´s spítala í London klukkan sex í morgun, fimm að íslenskum tíma. Barnið fæddist svo um 8:30 í morgun að breskum tíma.
Svona var tilkynnt um fæðingu barnsins í morgun.
Great footage of a Town Crier making the Royal Baby announcement.(Video courtesy of APTN)Posted by The Telegraph on Saturday, May 2, 2015
Auglýsing
Það er ýmislegt fleira en stærð barnsins og það hvenær fjölskyldan fer heim af spítalanum sem rætt er um í Bretlandi í dag. Þar hefur verið hægt að veðja svo mánuðum skiptir um það hvort barnið yrði stelpa eða strákur, og talsmaður veðfyrirtækisins William Hill sagði í morgun að margir hefðu veðjað á síðustu klukkustundunum, eftir að tilkynnt var að von væri á barninu.
Síðast þegar hjónunum fæddist barn varð mikil aukning í veðmálum eftir fæðinguna, og þá um það hvað barnið myndi heita. Búist er við því að það verði sama sagan núna. Mestu líkurnar eru nú taldar á því að stúlkan verði skírð Charlotte, en lengi vel var Alice talið líklegast.
Þá er hægt að veðja um ýmislegt annað, eins og það hver mun halda á barninu þegar hjónin yfirgefa spítalann og það hver liturinn á kjól hertogaynjunnar verður.
Here's the BT Tower in central London http://t.co/wHYsdWmhPQ #RoyalBaby pic.twitter.com/saJUam0rZZ
— BBC News (UK) (@BBCNews) May 2, 2015
Af hverju eru ekki öll börn fædd jöfn?
Ekki eru þó allir jafn ánægðir með fæðingu prinsessunnar og þá athygli sem hún hefur vakið. Samtökin Republic, eða lýðveldi, berjast fyrir afnámi konungsveldisins. Þau hafa sent frá sér yfirlýsingu um fæðingu barnsins þar sem gagnrýnt er hversu mikla athygli fæðing barnsins hlýtur. Fjölmiðlar eru sérstaklega gagnrýndir.
Graham Smith, leiðtogi samtakanna segir: „Þetta eru kannski fréttir, en þetta eru ekki stórar fréttir, þetta eru ekki aðalfréttirnar og þetta eru ekki þær fréttir sem flest fólk hefur áhuga á, nema fyrir forvitnissakir í stutta stund.“ Nú væru afskaplega mikilvægar kosningar á næsta leyti og þá væru ýmislegt í gangi annars staðar í heiminum, og það að eyða meiru en 30 sekúndum í fréttir af fæðingu prinsessunnar væru mjög yfirdrifin viðbrögð.
„Af hverju er þetta barn að fara að verða þjóðhöfðingi? Af hverju eru ekki öll börn fædd jöfn? Hvað segir þessi fæðing um réttindi konungborinna barna og allra annarra barna? Um 2.200 börn fæðast á hverjum degi í Bretlandi - setjum þetta nú í samhengi og einbeitum okkur að alvarlegu vandamálunum sem erfðaréttur og forréttindi eru.“
Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu Sky News.
https://youtu.be/sw4hmqVPe0E