Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði rétt í þessu að búið væri að semja um vopnahlé í austurhluta Úkraínu frá og með sunnudegi.
Leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Þýskalands og Frakklands hittust á fundi í gærkvöldi og funduðu í alla nótt um lausn á borgarastríðinu í Úkraínu.
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði við fjölmiðla í fundarhléi í morgun að skilyrðin sem Rússar settu fyrir samkomulagi væru óásættanleg. Aðeins um klukkustund síðar voru komnar fréttir af því að búið væri að semja um vopnahlé.
Auglýsing
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur boðið Úkraínu 15,5 milljarða evra, eða rúmlega 2300 milljarða íslenskra króna, í neyðaraðstoð vegna efnahagsástandsins.
Þessi frétt verður uppfærð.