Ragnar Þór ætlar í framboð til forseta ASÍ ef hann fær breiðan stuðning aðildarfélaga

Formaður VR ætlar að tilkynna á fimmtudag hvort hann bjóði sig fram til forseta ASÍ eða ekki. Hann segist vilja breiðan stuðning aðildarfélaga við það sem hann segir nauðsynlegar breytingar á Alþýðusambandinu.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR er þessa dag­ana að ræða við for­ystu­fólk í aðild­ar­fé­lögum Alþýðu­sam­bands­ins og kanna hvort hann hafi stuðn­ing þeirra til þess að leiða sam­bandið og ákveðnar breyt­ingar innan þess. Hann segir að ákvörðun sín um fram­boð til for­seta velti á við­brögð­un­um, og hyggst segja af eða á um fram­boð á fimmtu­dag­inn.

„Ef það er breiður vilji innan aðild­ar­fé­lag­anna sem nær þá út fyrir þau félög sem hafa verið dálítið þétt sam­an; Grinda­vík, Akra­nes, Efl­ingu, VR, LÍV og fleiri, og ef að vilj­inn til breyt­inga nær til dæmis inn í iðn­að­ar­manna­sam­fé­lagið og raun­veru­legur vilji er til að rífa þetta upp og gera þetta að því afli sem þetta apparat á að vera, þá er það mjög spenn­andi verk­efni að taka að sér að leiða,“ segir Ragnar Þór í sam­tali við Kjarn­ann.

Hann ræddi þessi mál einnig í við­tali við Gunnar Smára Egils­son í umræðu­þætt­inum Rauða borð­inu, sem birt­ist í gær.

„Ef fólk er virki­lega á því að efla þetta, laga það sem þarf að laga, efla kjarna­starf­semi Alþýðu­sam­bands­ins, þá er þetta verk­efni sem ég hef mik­inn áhuga á, en ef ekki nær það bara ekk­ert lengra,“ segir Ragnar Þór, sem seg­ist ekki ætla að dvelja lengi við það að taka ákvörðun sína.

Hann segir að ef svo fari að hann fái ekki þann breiða stuðn­ing sem hann óskar sér innan aðild­ar­sam­tak­anna hafi hann „kannski tak­mark­aðan áhuga á að eyða meiri kröftum í Alþýðu­sam­band­ið“ og kjósi þá heldur að halda áfram því starfi sem unnið er á vett­vangi VR og Lands­sam­taka versl­un­ar­manna.

Auglýsing

Í sam­tali sínu við Gunnar Smára í gær sagði Ragnar Þór að það væri raun­hæfur mögu­leiki að VR myndi segja skilið við Alþýðu­sam­bandið og sagði hann að ef til vill væri þeim 175 millj­ónum króna sem renna frá versl­un­ar­fólki í sjóði ASÍ á ári betur varið í að styrkja starf­semi VR.

Ragnar Þór segir við Kjarn­ann að hann telji Alþýðu­sam­bandið hafa verið með „óskýrt umboð“, hinn almenni félags­maður hafi verið ósáttur með Alþýðu­sam­bandið og stefnu þess.

„Ef þú hefur ekki fólkið með þér hefur þú ekki sterkt umboð og samn­ings­staðan er eftir því,“ segir Ragnar Þór og bætir því við að sá mikli klofn­ingur sem verið hafi innan aðild­ar­fé­laga ASÍ hafi tak­markað umboð og styrk ASÍ.

„Það þarf eitt­hvað veru­lega mikið að breyt­ast. Þetta snýst ekki um neina titla eða stóla, þetta snýst um hvort Alþýðu­sam­bandið geti verið þetta afl sem það þarf að vera, eða hvort maður á eyða orku sinni í eitt­hvað ann­að,“ segir Ragnar Þór.

Ekk­ert fram­boð komið fram

Eng­inn hefur enn til­kynnt um fram­boð til for­seta ASÍ en nokkrir verka­lýðs­leið­togar hafa þegar úti­lokað það. Þeirra á meðal er starf­andi for­seti ASÍ, Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands­ins, en hann gaf það út í upp­hafi síð­ustu viku að hann myndi ekki sækj­ast eftir emb­ætt­inu.

Áður höfðu þau Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ingar og Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður Starfs­greina­sam­bands­ins og VLFA úti­lokað fram­boð til for­seta ASÍ, en eft­ir­maður Drífu Snæ­dal verður kjör­inn þingi sam­bands­ins sem fram fer í októ­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent