Ragnar Þór: „Spennið sætisólarnar, kæra elíta“

Formaður VR les félögum „Harmakórsins“ pistilinn í aðsendri grein í Fréttablaðinu en hann segir peningastefnunefnd SÍ, forstjóra stórfyrirtækja, fjármagnseigendur og stjórnmála- og embættisfólk skipa kórinn. Stór hluti kjarasamninga losnar í haust.

Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, á skrifstofunni.
Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, á skrifstofunni.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR stétt­ar­fé­lags, segir und­ir­bún­ing stjórn­mála­manna og atvinnu­rek­enda vera haf­inn fyrir kom­andi kjara­samn­ings­við­ræð­ur. „Harma­kór­inn óvin­sæli er við æfingar þessa dag­ana,“ segir Ragnar Þór í aðsendri grein sem birt var í Frétta­blað­inu í dag. Hann segir kór­fé­laga vera pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, for­stjóra stór­fyr­ir­tækja, fjár­magns­eig­endur og „margt þekktasta stjórn­mála- og emb­ætt­is­fólk lands­ins. Kór­stjórar eru fjár­mála­ráð­herra og seðla­banka­stjóri.“

Hann segir að söngur kórs­ins eigi „eftir að versna til mik­illa muna“ þegar nær dregur kjara­samn­ings­við­ræð­um. „Harma­kór­inn und­ir­býr stór­tón­leika en háanna­tími, eins konar jóla­ver­tíð, hans er þegar kjara­samn­ingar á almennum vinnu­mark­aði eru laus­ir. Heyr­ast munu lög eins og: Græðgi ykkar er skað­leg hag­kerf­inu, Hóf­semi og ábyrgð, Ábyrgðin er ykkar og hinir klass­ísku slag­ar­ar, Höfr­unga­hlaup og Víxl­verkun launa,“ ritar Ragnar Þór.

„Það er mikil ókyrrð fram und­an“

Ragnar spyr hvers vegna umræddur kór láti ekki í sér heyra þegar „efsta lag sam­fé­lags­ins er með græjurnar í botn­i,“ nú þegar árið í ár stefni í að verða metár með til­liti til aðr­greiðslna, kaupauka­kerfi og bón­us­greiðslur séu komin aftur og að laun for­stjóra hafi hækkað um marg­föld lág­marks­laun.

Auglýsing

„Verð­bólga er í hæstu hæðum og almenni vinnu­mark­að­ur­inn á bara að sýna ábyrgð og hóf­semi? Kaup­máttur launa er á hraðri nið­ur­leið og er sótt úr öllum átt­um. Verð á nauð­synjum rýkur upp og Seðla­bank­inn bætir gráu ofan á svart með því að keyra upp vexti sem er jafn gagns­laus aðgerð gegn utan­að­kom­andi verð­bólgu og að hengja út þvott­inn í rign­ing­u,“ ritar Ragnar og klykkir út með skila­boðum til kórs­ins: „Fólk er ekki fífl. Spennið sæt­isól­ar­n­ar, kæra elíta, það er mikil ókyrrð fram und­an.“

Meiri­hluti kjara­samn­inga rennur út á næstu níu mán­uðum

Fram kom í sjón­varps­frétt RÚV á dög­unum að yfir 300 kjara­samn­ingar renni út á næstu níu mán­uð­um. Sam­kvæmt yfir­liti rík­is­sátta­semj­ara er 361 kjara­samn­ingur í gildi hér á landi en næsta hálfa árið munu 157 þeirra renna út. Flestir þess­ara samn­inga renna út í októ­ber og nóv­em­ber, þeirra á meðal Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn.

Líkt og Ragnar bendir á hefur kaup­máttur launa farið lækk­andi á síð­ustu mán­uð­um. Í grein­ingu Lands­bank­ans frá því í byrjun mán­aðar kom fram að launa­vísi­talan hafi hækkað um 0,4 pró­sent á milli apríl og maí. Frá maí 2021 til maí 2022 hækk­aði launa­vísi­talan un 8,6 pró­sent á meðan árs­verð­bólga mæld­ist 7,6 pró­sent. Kaup­máttur jókst því á tíma­bil­inu um 0,9 pró­sent. Engu að síður var kaup­máttur launa 1,5 pró­sentum lægri í maí síð­ast­liðnum heldur en í jan­ú­ar. „Það er því næsta víst að mjög löngu tíma­bili hækk­andi kaup­máttar sé nú lok­ið,“ sagði í grein­ingu Lands­bank­ans.

Efl­ing­ar-­fólk kvíði ekki kjara­bar­átt­unni

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, lagði einnig orð í belg um kom­andi kjara­samn­inga­við­ræður í dag. Í færslu á Face­book síðu sinni segir Sól­veig að hún hafi ekki áhyggjur af kom­andi kjara­bar­áttu. „Ég myndi kannski hafa áhyggjur ef að verka og lág­launa­fólk væri enn fast í því ástandi sem ríkti fyrir ekki svo löngu, þegar búið var að ákveða að „stöð­ug­leiki“ næð­ist fyrst og fremst með því að „þjóð­ar­sátt“ ríkti um að vinnu­aflið fengi úthlutað nákvæm­lega þeim brauð­molum sem að reikni­meist­arar valds­ins náðu nið­ur­stöðu um að væru nægi­lega margir,“ ritar hún.

Að mati Sól­veigar er sá tími lið­inn að Efl­ing­ar-­fólk kvíði kjara­samn­ing­um. Fyrir því séu þeir póli­tískt tæki til að ná efna­hags­legum árangri. „Ég kvíði ekki kom­andi kjara­bar­áttu. Hún verður raun­veru­leg stétta­bar­átta. Og félags­fólks Efl­ingar mun mæta til leiks með allra mik­il­væg­ustu vit­neskju vinnu­aflsins í fartesk­inu: Vinna okkar skapar verð­mæti sam­fé­lags­ins og gerir sköpun þeirra mögu­leg með því að halda uppi umönn­un­ar­kerf­un­um,“ ritar hún.

Fólk sem veit þetta, segir Sól­veig, skilji að það sé ómissandi og því þurfi það ekki að kvíða kjara­bar­átt­unni. „Það mætir stjórum þessa lands hnar­reist og seg­ir: Við sættum okkur ekki við að vellyst­ingar ykkar séu á kostnað okk­ar. Við krefj­umst rétt­lætis og við krefj­umst þess að okkar hags­munir séu settir í fyrsta sæt­i,“ ritar hún.

Ég hef ekki áhyggjur af kom­andi kjara­bar­áttu. Ég myndi kannski hafa áhyggjur ef að verka og lág­launa­fólk væri enn fast í...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Thurs­day, July 14, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent