Uppstokkun í stjórn Festi

Þrír nýir stjórnarmenn taka sæti í stjórn Festi eftir hluthafafund félagsins sem haldinn var í kjölfar ólgu sem geisað hefur innan félagsins. Aðstoðarmaður ráðherra er á meðal nýrra stjórnarmanna en formaður og varaformaður stjórnar halda sætum sínum.

Þau Magnús, Sigurlína og Hjörleifur koma ný inn í stjórn Festi.
Þau Magnús, Sigurlína og Hjörleifur koma ný inn í stjórn Festi.
Auglýsing

Magnús Júl­í­us­son, Sig­ur­lína Ingv­ars­dóttir og Hjör­leifur Páls­son koma ný inn í stjórn Festi en stjórn­ar­kjör fór fram á hlut­hafa­fundi félags­ins í dag. Það verður því tölu­verð breyt­ing á sam­setn­ingu stjórnar en þau Guð­jón Reyn­is­son og Mar­grét Guð­munds­dóttir halda sæti sínu í stjórn félags­ins. Guð­jón mun áfram sitja sem for­maður stjórn­ar­inn­ar, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá Festi en Sig­ur­lína verður vara­for­mað­ur.

Mar­grét sem var sitj­andi vara­for­maður félags­ins fram að hlut­hafa­fund­inum var með flest atkvæði á bak við sig, 18,2 pró­sent en við stjórn­ar­kjörið var við­höfð svokölluð marg­feld­is­kosn­ing. Slík kosn­ing gefur hlut­höfum tals­vert frelsi til þess að ráð­stafa atkvæðum sín­um. Þannig geta hlut­hafar til dæmis lagt öll atkvæði sín á einn fram­bjóð­enda eða skipt þeim niður í hverjum þeim hlut­föllum sem þeir vilja á fram­bjóð­end­ur.

Magnús Júl­í­us­son er um þessar mundir aðstoð­ar­maður Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra. Ljóst er að hún mun þurfa að finna sér nýjan aðstoð­ar­mann enda fer stjórn­ar­seta í skráðu hluta­fé­lagi ekki saman við störf aðstoð­ar­manns, hún sam­ræm­ist ekki lögum um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum í Stjórn­ar­ráði Íslands. Magnús sagði í sam­tali við Kjarn­ann á dög­unum að hann myndi hætta í starfi sínu sem aðstoð­ar­maður yrði hann kos­inn í stjórn félags­ins.

Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir komið sínu fólki að

Líf­eyr­is­sjóður Starfs­manna rík­is­ins (LSR) er stærsti hlut­haf­inn í Festi, með 10,63 pró­senta hlut, en LSR var meðal þeirra stóru fjár­festa sem fór fram á marg­feld­is­kosn­ingu á hlut­hafa­fund­in­um. LSR kom sínum manni að í stjórn­ar­kjör­inu, Sig­ur­línu Ingv­ars­dótt­ur, en sam­kvæmt frétt RÚV frá því í gær hugð­ist LSR styðja Sig­ur­línu í stjórn. Sig­ur­lína hlaut 14,7 pró­sent atkvæða. Sig­ur­lína er stjórn­ar­for­maður tölvu­leikja­fyr­ir­tækj­anna Mussila og Solid Clouds en hún situr einnig í nokkrum stjórn­um, til að mynda hjá Eyri Vexti og Car­bon Recycl­ing.

Þriðji nýi stjórn­ar­mað­ur­inn er Hjör­leifur Páls­son. Hann naut stuðn­ings Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna sem er þriðji stærsti hlut­haf­inn í félag­inu með 9,83 pró­sent hlut. Hjör­leifur er fimmti maður inn í stjórn, hann hlaut 11,4 pró­sent atkvæða á fund­in­um. Hjör­leifur er sá eini í stjórn félags­ins sem var ekki til­nefndur af til­nefn­ing­ar­nefnd. Hann er stjórn­ar­for­maður Sýnar sem einnig er skráð á mark­að. Þar að auki gegnir Hjör­leifur stjórn­ar­störf­um, til dæmis hjá Brunni vaxt­ar­sjóði.

Ólga í kjöl­far upp­sagnar for­stjór­ans

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um hefur gustað nokkuð um stjórn Festi á síð­ustu mán­uð­um. Í upp­hafi árs sagði þáver­andi stjórn­ar­for­maður Festi, Þórður Már Jóhann­es­son, af sér. Það gerði hann í kjöl­far ásak­ana Vítalíu Laz­arevu um alvar­leg kyn­ferð­is­brot. Ásak­anir Vítalíu beindust að tveimur stórum einka­fjár­festum í Festi, Þórði og Hregg­viði Jóns­syni, auk Ara Edwald, fyrr­ver­andi for­stjóra Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar. Menn­irnir þrír kærðu Vítalíu nýverið til lög­reglu fyrir fjár­kúg­un.

Ástæða þess að boðað var til hlut­hafa­fundar er upp­sögn for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, Egg­erts Þórs Krist­ó­fers­son­ar, en hann var rek­inn fyr­ir­vara­laust í byrjun júní. Líkt og venja er fór stjórn­ar­kjör fram á aðal­fundi fyr­ir­tæk­is­ins en hann var hald­inn þann 22. mars síð­ast­lið­inn. Það eru því ekki liðnir fjórir mán­uðir síðan hlut­hafar kusu síð­ast um stjórn fyr­ir­tæk­is­ins.

Egg­ert hafði verið for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í um sjö ár og í kjöl­far upp­sagn­ar­innar sendi stjórn Festi frá sér til­kynn­ingu til kaup­hallar þar sem sagt var að hann hefði sagt upp. Í kjöl­far mik­illar fjöl­miðlaum­fjöll­unar sendi stjórnin frá sér aðra til­kynn­ingu þar sem greint var nánar frá starfs­lokum for­stjór­ans. Þar við­ur­kenndi stjórnin að hún hefði haft frum­kvæði að því að óska eftir sam­tali við Egg­ert um starfs­­lok og að „við þær aðstæður óskaði for­­­stjóri eftir að fá að segja upp störfum í stað þess að honum yrði sagt upp, með hags­muni sjálf síns og félags­­­ins í huga. Var fall­ist á þá mála­­­leit­­an.“

Mik­ill fjöldi sótt­ist eftir sæti í stjórn­inni

Tæpri viku eftir að stjórnin sendi frá sér seinni til­kynn­ing­una boð­aði hún til hlut­hafa­fundar þann 14. júlí þar sem stjórn­ar­kjör myndi fara fram. Alls bár­ust 21 fram­boð í stjórn og fór til­nefn­ing­ar­nefnd í kjöl­farið yfir fram­boði. Nið­ur­staða til­nefn­ing­ar­nefnd­ar­innar var sú að ell­efu fram­boð voru talin fremst í flokki. Í þeim hópi voru allir fimm stjórn­ar­menn fyr­ir­tæk­is­ins sem kjörnir voru á aðal­fund­inum í mars, auk sex ann­arra. Fyrir þessa sex fram­bjóð­endur var lagður sér­stakur spurn­inga­listi þar sem fram­bjóð­end­urnir voru meðal ann­ars spurðir að því hvort þeir hefðu reynslu á sviði sam­­fé­lags­­legrar ábyrgðar og hvort þeir sem ein­stak­l­ingar eða félög sem þeir væru í for­svari fyrir ættu í dóms­­málum og/eða deilum við eft­ir­lits­að­ila sem gætu haft áhrif á orð­­spor og almenn­ings­á­lit að þeirra mat­i?

Til­nefn­ing­ar­nefndin ræddi einnig við stóra hlut­hafa, bæði líf­eyr­is­sjóði og einka­fjár­festa. Í skýrslu nefnd­ar­innar segir að í við­ræð­unum hafi komið „skýrt fram að ein­­dreg­inn vilji er meðal þeirra til frek­­ari breyt­inga. Þó eru mis­­mun­andi og óljós­­ari skoð­­anir á því hvernig stjórnin í heild eigi að vera skip­uð.“

Að lokum voru óháðir nefnd­ar­menn ein­huga um að til­nefna níu til stjórn­ar­kjörs. Fram­bjóð­end­urnir sem til­nefn­ing­ar­nefndin mælti með voru Ást­­valdur Jóhanns­­son, Björgólfur Jóhanns­­son, Guð­jón Reyn­is­­son, Magnús Júl­í­us­­son, Mar­grét Guð­­munds­dótt­ir, Sig­rún Hjart­­ar­dótt­ir, Sig­­ur­lína Ing­v­­ar­s­dótt­ir, Þór­­dís Jóna Sig­­urð­­ar­dóttir og Þórey Guð­­munds­dótt­­ir. Alls var kosið á milli þrettán fram­boða á fund­in­um. Auk þeirra sem til­nefnd voru af til­nefn­ing­ar­nefnd sótt­ust Helga Jóhanna Odds­dótt­ir, Her­dís Pála Páls­dótt­ir, Hjör­leifur Páls­son og Óskar Jós­efs­son eftir sæti í stjórn félags­ins.

Félagið heldur nafn­inu

Eitt mál var á dag­skrá fund­ar­ins auk stjórn­ar­kjörs­ins, til­laga um nafna­breyt­ingu félags­ins. Pétur Þor­steins­son, prestur Óháða safn­að­ar­ins lagði fram til­lögu um breyt­ingu á sam­þykktum félags­ins sem fól það í sér að nafn félags­ins yrði Sundr­ung.

Í sam­tali við mbl.is sagði Pétur hafa lagt til­lög­una fram til þess að vekja athygli á þeirri aðferð sem var beitt við upp­sögn for­stjór­ans. „En ég legg ekk­ert end­i­­lega til að þetta verði sam­þykkt,“ sagði Pétur um til­lög­una sem var felld.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent