Rarik telur fyrirséð að þekking og reynsla glatist við flutning höfuðstöðva frá Reykjavík

Forstjóri Rarik segir í umsögn til Alþingis að fengin reynsla „kenni okkur“ að ólíklegt sé að starfsmenn fylgi stofnunum og fyrirtækjum hins opinbera út á land ef höfuðstöðvar eru fluttar þangað. Þannig sé fyrirséð að þekking og reynsla glatist.

Dreifikerfi Rarik er að nær öllu leyti utan höfuðborgarsvæðisins og um 70 prósent starfsmanna fyrirtækisins líka. Þrír þingmenn Framsóknar vilja færa höfuðstöðvar Rarik út í landsbyggðirnar en það telja stjórnendur Rarik óráð.
Dreifikerfi Rarik er að nær öllu leyti utan höfuðborgarsvæðisins og um 70 prósent starfsmanna fyrirtækisins líka. Þrír þingmenn Framsóknar vilja færa höfuðstöðvar Rarik út í landsbyggðirnar en það telja stjórnendur Rarik óráð.
Auglýsing

Stjórn­endur Rarik telja að ef tekin væri ákvörðun um að flytja höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins af höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á lands­byggð­ina þyrfti áfram að gera ráð fyrir því að fyr­ir­tækið væri með skrif­stofu í Reykja­vík í all­mörg ár. Að öðrum kosti myndi fyr­ir­tækið glata tæp­lega þriðj­ungi af mannauði sínum auk veru­legrar þekk­ingar og reynslu. Það hafi fyrri reynslan af flutn­ingi rík­is­fyr­ir­tækja- og stofn­ana frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu sýnt.

Þetta kemur fram í umsögn Rarik um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þriggja þing­manna Fram­sókn­ar, sem leggja til við þingið að stefnt verði að því að flytja höf­uð­stöðvar Rarik frá höf­uð­borg­inni. Höf­uð­stöðvar opin­bera hluta­fé­lags­ins, sem ann­ast orku­dreif­ingu í flestum sveit­ar­fé­lögum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, eru að Dvergs­höfða í Reykja­vík.

Halla Signý Krist­jáns­dóttir er fyrsti flutn­ings­maður þingá­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar. Í grein­ar­gerð sem til­lög­unni fylgir segir að núver­andi stað­setn­ing höf­uð­stöðv­anna sé ekki talin end­ur­spegla starf­semi Rarik jafn vel og hægt væri.

Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Í umsögn Rarik kemur fram að um 70 pró­sent tæp­lega tvö­hund­ruð starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins séu nú búsettir á lands­byggð­inni, en starfs­stöðvar Rarik alls 20 tals­ins vítt og breitt um land­ið. 58 starfs­menn starfa í höf­uð­stöðv­unum í borg­inni.

„RARIK hefur verið mjög með­vitað um að dreifa starf­semi sinni til að þjóna við­skipta­vinum sínum sem best og hefur lagt áherslu á að halda störfum á lands­byggð­inn­i,“ segir í umsögn­inni, sem Tryggvi Þ. Har­alds­son for­stjóri und­ir­rit­ar.

Starfs­menn hafa flutt með sér störf í borg­ina

Þar er rakið að starfs­mönnum hjá fyr­ir­tæk­inu hafi fækkað um 9 frá því árið 2007, þegar opin­bera hluta­fé­lagið tók við hluverki Raf­magn­veitna rík­is­ins. Ástæð­urnar fyrir því séu margar og mis­jafn­ar, en í umsögn­inni segir að jafn margir starfs­menn starfi nú fyrir Rarik á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og árið 2007. Sumir hafi flutt störfin með sér þang­að.

„[N]okkrir starfs­menn sem áður störf­uðu hjá fyr­ir­tæk­inu á lands­byggð­inni og starf þeirra krafð­ist ekki við­veru á sér­stöku lands­svæði, fluttu til Reykja­víkur og frekar en að missa þá þekk­ingu út úr fyr­ir­tæk­inu var orðið við ósk þeirra um að flytja starfið með sér til Reykja­vík­ur. Því miður er minna um að starfs­menn flytji frá Reykja­vík til lands­byggð­ar­innar og taki með sér störf, þótt RARIK líti það mjög jákvæðum aug­um,“ segir í umsögn­inni.

Rétt eins og segir í umsögn Rarik er umræða um að flytja höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins ekki ný af nál­inni, enda er dreifi­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins fyrir utan höf­uð­borg­ar­svæðið og allar verk­legar fram­kvæmdir sem fyr­ir­tækið ann­ast. Rarik telur þó rétt að taka fram að mun fleiri við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins séu með lög­heim­ili í Reykja­vík en á öðrum svæð­um, eða um þriðj­ungur við­skipta­vina. Þá séu fjöl­margir „hag­að­il­ar“ einnig stað­settir í Reykja­vík, stjórn­sýsla, eft­ir­lits­að­il­ar, verk­fræði­stof­ur, birgjar og aðrir sam­starfs­að­il­ar.

Auglýsing

RARIK segir hug­myndir um flutn­ing höf­uð­stöðva hafa verið hvata til að skoða kosti þess og galla, en jafn­framt gert stjórn­endur með­vit­aðri um nauð­syn þess að huga að því hvar heppi­leg­ast er að stað­setja þau störf sem losna, eða þarf að bæta við.

Rarik segir að það sé ekki auð­velt fyrir fyr­ir­tækið að aug­lýsa störf án stað­setn­ing­ar, en horft hafi verið til þess að aug­lýsa störf með þeim hætti að „letja umsækj­endur sem búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að sækja um þau, eða krefj­ast þess að þeir sem þar búa flytji sig á lands­byggð­ina.“

Fyr­ir­tækið seg­ist þurfa að skil­greina fyr­ir­fram hvaða svæði eða starfs­stöðvar komi til greina, enda megi „ann­ars búast við marg­falt fleiri umsóknum af höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þá er erfitt að hafna hæf­ustu umsækj­endum vegna búset­u.“

Óhag­ræði fyrir þrjá lands­hluta ef einn fær höf­uð­stöðv­arnar

Rarik segir að þegar skoðað hafi verið hvar heppi­leg­ast sé að vera með höf­uð­stöðvar hafi nið­ur­staðan alltaf verið sú að best væri að vera með sam­eig­in­lega skrif­stofu í Reykja­vík.

„Þangað eru sam­göngur bestar og auð­veldastar frá öllum svæð­um. Vegna þess hve starf­semi RARIK er dreifð um landið þá gæti flutn­ingur höf­uð­stöðva hentað vel fyrir nærum­hverfi þess staðar sem höf­uð­stöðvar yrðu fluttar til, en gagn­vart öðrum svæðum væri það aukið óhag­ræði. Með slíkri aðgerð nyti eitt svæði hag­ræðis en þrjú óhag­ræð­is.

Auk þess hentar stað­setn­ing skrif­stofu í Reykja­vík vel því þar eru ýmsir hag­að­ilar fyr­ir­tæk­is­ins, m.a. stjórn­sýslan, hvort sem um er að ræða ráðu­neyti, eft­ir­lits­að­ila eða lög­gjafann. Þrátt fyrir bætta fjar­funda mögu­leika kemur það aðeins að hluta til í stað hefð­bund­inna funda eins og þingið þekkir vænt­an­lega vel. RARIK telur því að það skipu­lag sem nú er á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins sé það sem hentar því best,“ segir í umsögn­inni.

„Mjög ólík­legt“ að starfs­menn flyttu með

Fyr­ir­tækið vísar til fyrri reynslu af flutn­ingum höf­uð­stöðva frá Reykja­vík og segir hana „kenna okk­ur“ að telj­ast verði „mjög ólík­legt“ að margir starfs­menn skrif­stof­unnar í Reykja­vík flyttu með höf­uð­stöðv­un­um.

Vænt­an­lega er for­stjóri Rarik með flutn­ing höf­uð­stöðva Fiski­stofu í huga, en Fiski­stofu­stjóri var eini starfs­mað­ur­inn sem flutti með stofn­un­inni frá Reykja­vík til Akur­eyrar árið 2016.

Í umsögn­inni segir að flutn­ingur höf­uð­stöðva Rarik á næstu árum, í þeim skiln­ingi að flytja öll þau störf sem nú eru í Reykja­vík í heilu lagi á eitt­hvað af svæðum RARIK, yrði fyr­ir­tæk­inu „mjög erf­ið­ur“ í fram­kvæmd.

„Eins og dæmin sanna hefur reynst erfitt að flytja rót­gróin fyr­ir­tæki frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu og væri heppi­legra að stað­setja nýjar stofn­an­ir, eða fyr­ir­tæki í opin­berri eigu á lands­byggð­ina strax við stofnun þeirra,“ segir for­stjóri Rarik, í umsögn­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent