Rarik telur fyrirséð að þekking og reynsla glatist við flutning höfuðstöðva frá Reykjavík

Forstjóri Rarik segir í umsögn til Alþingis að fengin reynsla „kenni okkur“ að ólíklegt sé að starfsmenn fylgi stofnunum og fyrirtækjum hins opinbera út á land ef höfuðstöðvar eru fluttar þangað. Þannig sé fyrirséð að þekking og reynsla glatist.

Dreifikerfi Rarik er að nær öllu leyti utan höfuðborgarsvæðisins og um 70 prósent starfsmanna fyrirtækisins líka. Þrír þingmenn Framsóknar vilja færa höfuðstöðvar Rarik út í landsbyggðirnar en það telja stjórnendur Rarik óráð.
Dreifikerfi Rarik er að nær öllu leyti utan höfuðborgarsvæðisins og um 70 prósent starfsmanna fyrirtækisins líka. Þrír þingmenn Framsóknar vilja færa höfuðstöðvar Rarik út í landsbyggðirnar en það telja stjórnendur Rarik óráð.
Auglýsing

Stjórnendur Rarik telja að ef tekin væri ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins af höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðina þyrfti áfram að gera ráð fyrir því að fyrirtækið væri með skrifstofu í Reykjavík í allmörg ár. Að öðrum kosti myndi fyrirtækið glata tæplega þriðjungi af mannauði sínum auk verulegrar þekkingar og reynslu. Það hafi fyrri reynslan af flutningi ríkisfyrirtækja- og stofnana frá höfuðborgarsvæðinu sýnt.

Þetta kemur fram í umsögn Rarik um þingsályktunartillögu þriggja þingmanna Framsóknar, sem leggja til við þingið að stefnt verði að því að flytja höfuðstöðvar Rarik frá höfuðborginni. Höfuðstöðvar opinbera hlutafélagsins, sem annast orkudreifingu í flestum sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins, eru að Dvergshöfða í Reykjavík.

Halla Signý Kristjánsdóttir er fyrsti flutningsmaður þingályktunartillögunnar. Í greinargerð sem tillögunni fylgir segir að núverandi staðsetning höfuðstöðvanna sé ekki talin endurspegla starfsemi Rarik jafn vel og hægt væri.

Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Í umsögn Rarik kemur fram að um 70 prósent tæplega tvöhundruð starfsmanna fyrirtækisins séu nú búsettir á landsbyggðinni, en starfsstöðvar Rarik alls 20 talsins vítt og breitt um landið. 58 starfsmenn starfa í höfuðstöðvunum í borginni.

„RARIK hefur verið mjög meðvitað um að dreifa starfsemi sinni til að þjóna viðskiptavinum sínum sem best og hefur lagt áherslu á að halda störfum á landsbyggðinni,“ segir í umsögninni, sem Tryggvi Þ. Haraldsson forstjóri undirritar.

Starfsmenn hafa flutt með sér störf í borgina

Þar er rakið að starfsmönnum hjá fyrirtækinu hafi fækkað um 9 frá því árið 2007, þegar opinbera hlutafélagið tók við hluverki Rafmagnveitna ríkisins. Ástæðurnar fyrir því séu margar og misjafnar, en í umsögninni segir að jafn margir starfsmenn starfi nú fyrir Rarik á höfuðborgarsvæðinu og árið 2007. Sumir hafi flutt störfin með sér þangað.

„[N]okkrir starfsmenn sem áður störfuðu hjá fyrirtækinu á landsbyggðinni og starf þeirra krafðist ekki viðveru á sérstöku landssvæði, fluttu til Reykjavíkur og frekar en að missa þá þekkingu út úr fyrirtækinu var orðið við ósk þeirra um að flytja starfið með sér til Reykjavíkur. Því miður er minna um að starfsmenn flytji frá Reykjavík til landsbyggðarinnar og taki með sér störf, þótt RARIK líti það mjög jákvæðum augum,“ segir í umsögninni.

Rétt eins og segir í umsögn Rarik er umræða um að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins ekki ný af nálinni, enda er dreifikerfi fyrirtækisins fyrir utan höfuðborgarsvæðið og allar verklegar framkvæmdir sem fyrirtækið annast. Rarik telur þó rétt að taka fram að mun fleiri viðskiptavinir fyrirtækisins séu með lögheimili í Reykjavík en á öðrum svæðum, eða um þriðjungur viðskiptavina. Þá séu fjölmargir „hagaðilar“ einnig staðsettir í Reykjavík, stjórnsýsla, eftirlitsaðilar, verkfræðistofur, birgjar og aðrir samstarfsaðilar.

Auglýsing

RARIK segir hugmyndir um flutning höfuðstöðva hafa verið hvata til að skoða kosti þess og galla, en jafnframt gert stjórnendur meðvitaðri um nauðsyn þess að huga að því hvar heppilegast er að staðsetja þau störf sem losna, eða þarf að bæta við.

Rarik segir að það sé ekki auðvelt fyrir fyrirtækið að auglýsa störf án staðsetningar, en horft hafi verið til þess að auglýsa störf með þeim hætti að „letja umsækjendur sem búa á höfuðborgarsvæðinu til að sækja um þau, eða krefjast þess að þeir sem þar búa flytji sig á landsbyggðina.“

Fyrirtækið segist þurfa að skilgreina fyrirfram hvaða svæði eða starfsstöðvar komi til greina, enda megi „annars búast við margfalt fleiri umsóknum af höfuðborgarsvæðinu og þá er erfitt að hafna hæfustu umsækjendum vegna búsetu.“

Óhagræði fyrir þrjá landshluta ef einn fær höfuðstöðvarnar

Rarik segir að þegar skoðað hafi verið hvar heppilegast sé að vera með höfuðstöðvar hafi niðurstaðan alltaf verið sú að best væri að vera með sameiginlega skrifstofu í Reykjavík.

„Þangað eru samgöngur bestar og auðveldastar frá öllum svæðum. Vegna þess hve starfsemi RARIK er dreifð um landið þá gæti flutningur höfuðstöðva hentað vel fyrir nærumhverfi þess staðar sem höfuðstöðvar yrðu fluttar til, en gagnvart öðrum svæðum væri það aukið óhagræði. Með slíkri aðgerð nyti eitt svæði hagræðis en þrjú óhagræðis.

Auk þess hentar staðsetning skrifstofu í Reykjavík vel því þar eru ýmsir hagaðilar fyrirtækisins, m.a. stjórnsýslan, hvort sem um er að ræða ráðuneyti, eftirlitsaðila eða löggjafann. Þrátt fyrir bætta fjarfunda möguleika kemur það aðeins að hluta til í stað hefðbundinna funda eins og þingið þekkir væntanlega vel. RARIK telur því að það skipulag sem nú er á starfsemi fyrirtækisins sé það sem hentar því best,“ segir í umsögninni.

„Mjög ólíklegt“ að starfsmenn flyttu með

Fyrirtækið vísar til fyrri reynslu af flutningum höfuðstöðva frá Reykjavík og segir hana „kenna okkur“ að teljast verði „mjög ólíklegt“ að margir starfsmenn skrifstofunnar í Reykjavík flyttu með höfuðstöðvunum.

Væntanlega er forstjóri Rarik með flutning höfuðstöðva Fiskistofu í huga, en Fiskistofustjóri var eini starfsmaðurinn sem flutti með stofnuninni frá Reykjavík til Akureyrar árið 2016.

Í umsögninni segir að flutningur höfuðstöðva Rarik á næstu árum, í þeim skilningi að flytja öll þau störf sem nú eru í Reykjavík í heilu lagi á eitthvað af svæðum RARIK, yrði fyrirtækinu „mjög erfiður“ í framkvæmd.

„Eins og dæmin sanna hefur reynst erfitt að flytja rótgróin fyrirtæki frá höfuðborgarsvæðinu og væri heppilegra að staðsetja nýjar stofnanir, eða fyrirtæki í opinberri eigu á landsbyggðina strax við stofnun þeirra,“ segir forstjóri Rarik, í umsögninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent