Reiðin hefur kraumað undir yfirborðinu í áratugi í „ójafnasta samfélagi í heimi“

Bág staða efnahagslífsins og mikil misskipting er ekki síst meðal ástæða þess að nú geisa verstu óeirðir í áratugi í Suður-Afríku. Yfirvöld hafa biðlað til fólks að taka ekki lögin í sínar hendur en tugir hafa nú þegar látið lífið.

Hermenn hafa reynt að kveða niður mótmælin ásamt lögreglu.
Hermenn hafa reynt að kveða niður mótmælin ásamt lögreglu.
Auglýsing

Blóðug mót­mæli hafa staðið yfir í Suð­ur­-Afr­íku frá því á föstu­dag fyrir viku. Slegið hefur í brýnu milli mót­mæl­enda og örygg­is­sveita í mót­mæl­unum sem hafa stig­magn­ast á und­an­förnum dög­um. Óeirð­irnar eru þær mestu í land­inu í ára­tugi og er tala lát­inna kom­inn upp í 72 í það minnsta, sam­kvæmt umfjöllun Al Jazeera og yfir 1700 hafa verið hand­tek­in.

Ástandið er verst i Gauteng og KwaZulu-Na­tal en sam­kvæmt lög­reglu eru 45 dauðs­föll í til rann­sóknar í Gauteng hér­aði en 27 í KwaZulu-Na­tal. Gauteng er afar þétt­býlt hér­að, inn­ar­lega í land­inu norð­aust­ar­lega. Það er minnst allra hér­aða Suð­ur­-Afr­íku en engu að síður fjöl­menn­ast en Jóhann­es­ar­borg, fjár­mála­mið­stöð Suð­ur­-Afr­íku og fjöl­menn­asta borg lands­ins, er í hér­að­inu. Kwazulu-Na­tal hérað er næst­fjöl­menn­asta hérað lands­ins og er heima­hérað Jacob Zuma. Það á landa­mæri að Les­ótó í vestri en liggur að Ind­lands­hafi í austri.

Dauðs­föllin í héröð­unum tveimur eru flest sögð mega rekja til troðn­ings sem orðið hefur í áhlaupum sem gerð hafa verið á versl­an­ir, en þús­undir eru sagðir hafa gripið til þess að stela mat­væl­um, raf­tækj­um, áfengi og fatn­aði úr versl­un­um. Þá hefur fólk einnig látið lífið af völdum skotsára. Fyrr í vik­unni voru her­menn suð­ur­-a­fríska hers­ins kall­aðir út til þess að aðstoða lög­reglu við að kveða niður mót­mæl­in.

Auglýsing

Þrátt fyrir að þús­undir her­manna hafi tekið þátt í aðgerðum lög­reglu hefur illa gengið að hindra áhlaup á versl­an­ir, vöru­hús og verk­smiðj­ur. Ráða­menn í land­inu hafa þurft að biðla til almenn­ings um að taka lögin ekki í sína hendur en íbúar í hér­uð­unum tveimur hafa gripið til þeirra ráða til þess að reyna að verja heim­ili sín og fyr­ir­tæki. Í umfjöllun The Guar­dian er haft eftir Bheke Cele, ráð­herra lög­reglu­mála í Suður Afr­íku, að veitt aðstoð almenn­ings sé vel þegin af lög­regl­unni. Öðru máli gegnir um það þegar fólk tekur lögin í sínar eigin hendur og fer jafn­vel að skjóta á mót­mæl­endur og þjófa.

Mikil fátækt og hvergi meiri ójöfn­uður

Stuðn­ings­menn Jacob Zuma, fyrrum for­seta lands­ins efndu upp­haf­lega til mót­mæl­anna í kjöl­far þess að hann gaf sig fram til lög­reglu en Zuma var nýlega dæmdur til fang­els­is­vistar vegna spill­ing­ar. Mót­mælin hafa síðan undið upp á sig og segja stjórn­mála­skýrendur að ástandið í land­inu skipti þar máli. „Þjóð­fé­lags­hópar sem hafa átt erfitt upp­dráttar í ójafn­asta sam­fé­lagi í heimi eru reiðir kerf­inu og láta nú í sér heyra,“ er haft eftir Mcebisi Ndletyana, pró­fessor í stjórn­mála­fræði og alþjóð­sam­skipt­um, í umfjöllun Al Jazeeraa. „Þessi reiði hefur kraumað undir yfir­borð­inu í ára­tugi og það sem gæti verið að ger­ast er það að glæpa­menn séu að nýta þessa upp­reisn hinna fátæku sér í hag,“ sagði Ndletyana.

Varningur liggur á víð og dreif við verslunarmiðstöð í hafnarborginni Durban. Samhliða mótmælunum í Suður-Afríku hefur töluvert verið um áhlaup á verslanir. Mynd: EPA

Fólk braut sér leið inn í versl­anir til þess að stela vegna þess að við viljum að fyrrum for­seti Jacob Zuma verði sleppt,“ sagði Msizi Khosa, einn mót­mæl­anda, í sam­tali við Al Jazeera. „En jafn­vel þó að for­set­anum verði sleppt þá mun hnuplið halda áfram vegna þess að við erum líka svöng og okkur skortir ýmis­legt til þess að þrauka.“

Efna­hagur Suð­ur­-Afr­íku hefur að náð ein­hverjum bata eftir erf­iða bar­áttu lands­manna við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Seðla­banki lands­ins spáir því að hag­vöxtur árið 2021 muni nema 3,1 pró­sent­um. Atvinnu­leysi í land­inu hefur aftur á móti hækkað upp í 32 pró­sent, um helm­ingur þjóð­ar­innar býr við fátækt og ójöfn­uður er mik­ill. Sam­kvæmt tölum Alþjóða­bank­ans er mestur ójöfn­uður meðal þjóða heims í land­inu.

Skortur á nauð­synjum yfir­vof­andi

Mót­mælin og óeirð­irnar sem þeim fylgja hafa haft áhrif á vöru­flutn­inga. Jafnan er mest umferð um flutn­inga­leið­ina á milli Jóhann­es­ar­borgar og hafn­ar­borg­ar­innar Duban sem er í KwaZulu-Na­tal hér­aði. Um hana aka allt að sex þús­und flutn­inga­bílar á degi hverjum en þar hafa flutn­ingar stöðvast.

Skortur á mat­væl­um, elds­neyti og lyfjum er því yfir­vof­andi innan örfárra daga. Að mati sér­fræð­inga munu skertir vöru­flutn­ingar ekki bara hafa alvar­legar afleið­ingar fyrir íbúa Suð­ur­-Afr­íku heldur verður áhrif­anna að öllum lík­indum vart í mun fleiri löndum í sunn­an­verðri Afr­íku og jafn­vel víðar í álf­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar