ESB kynnir leiðir til að minnka losun um 55% á næstu níu árum

Evrópusambandið var í dag fyrst allra hagkerfa til að kynna útfærslur á því hvernig standa ætti við skuldbindingar um boðaðan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum.

Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Auglýsing

Stöðva ætti framleiðslu bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, auk þess sem kolefnisskattur ætti að vera settur á innfluttar vörur og fleiri fyrirtæki ættu að þurfa að greiða fyrir losunarheimildir. Þetta eru á meðal tillagna sem Evrópusambandið kynnti í dag sem leiðir til að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum.

Gæti tekið mánuði að koma í gegnum þingið

Tillögurnar eru alls 13 talsins og koma í kjölfar ákvörðunar 27 aðildarríkja sambandsins um að láta losunina á svæðinu verða 55 prósent minni en hún var árið 1990 innan níu ára. Þær eru þó ekki bindandi, en samkvæmt umfjöllun New York Times um málið má búast við að það taki allt að tvö ár fyrir aðildarríki sambandsins til að koma þeim í gegnum Evrópuþingið.

Hins vegar segir evrópska efnahagshugveitan Bruegel að Evrópusambandið sé fyrsta hagkerfið í heimi sem hafi komið með raunvörulegar tillögur að því hvernig sé hægt að standa við fyrri skuldbindingar um minni losun í framtíðinni.

Auglýsing

Engir nýir bensínbílar eftir 14 ár

Á meðal helstu tillagnanna eru áætlanir um að stöðva framleiðslu bíla sem gagna fyrir jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2035, auk þess sem flugélögum verði gert að nota minna jarðefnaeldsneyti. Einnig er lagt til að byggingar og farartæki muni þurfa að greiða fyrir losunarheimildir, auk þess sem verðið á slíkum heimildum verði hærra fyrir ýmsa framleiðslu. Framkvæmdastjórnin vill einnig meina skipum sem notast ekki við hreina orkugjafa að koma í höfn hjá aðildarríkjum sambandsins.

Tillögurnar innihalda einnig jákvæða hvata til losunar, líkt og uppbyggingu hleðslustöðva fyrir bíla um alla álfuna, en hingað til hafa flestar þeirra verið staðsettar í Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi. Einnig mun sambandið stofna sjóð sem aðildarríkin geta notað til þess að bæta heimilum og litlum fyrirtækjum það fjártjón sem hlýst af vaxandi kolefnissköttum og þeim takmörkunum sem settar verða á til að ná niður losun.

Kolefnisskattur á innfluttum vörum

Eitt af umdeildustu tillögunum er hins vegar álagning kolefnisskatta á innfluttar vörur, sem Evrópusambandið segir vera nauðsynlegt til að gæta jafnræðis milli innlendra og erlendra framleiðenda. Samkvæmt minnisblaði sem lak út frá framkvæmdastjórninni í síðasta mánuði er líklegt að skattlagningin nái til framleiðslu á stáli, sementi, járni og áburði.

Slík skattlagning hefur mætt mikilli andstöðu frá Kína og Indlandi og samkvæmt umfjöllun New York Times um málið er ekki mikill stuðningur fyrir henni í Japan heldur. Hins vegar er óvíst hvernig viðbrögðin verða hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum við þessar tillögur, þar sem þau vilja vernda stálframleiðslu þar í landi en hafa samt gefið út að þau vilja vinna náið með Evrópusambandinu í umhverfismálum

Ekkert jógastúdíó

Stefnumótunarpakkinn sem innihélt þessar tillögur hefur fengið á sig nokkra gagnrýni fyrir nafnið sitt, „Fit for 55“. Steven Erlanger, blaðamaður New York Times, sagði nafnið passa betur fyrir jógastúdíó í úthverfum og Dave Clark, fréttastjóri AFP í Brussel líkti það við stefnumótaforrit fyrir miðaldra fólk.

Í umfjöllun Politico um málið var haft eftir hátt settum embættismanni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að engin sérstök ástæði hafi verið að baki nafngiftinni og að engin dýpri merking lægi í henni. Hins vegar sagði hann að markaðssetning framkvæmdastjórnarinnar liði oft fyrir það að of margir kæmu að henni.

Segir pakkann ekki ganga nógu langt

Pakkinn hefur einnig mætt gagnrýni fyrir að ganga ekki nógu langt í áætlunum sínum. Loftslagsaðgerðarsinnin Greta Thunberg sagði í Twitter-færslu, sem sjá má hér að ofan, að meðalhitastig á jörðinni myndi óhjákvæmilega hækka um meira en eina og hálfa gráðu ef tillögurnar yrðu samþykktar í núverandi mynd. Samkvæmt Gretu er þetta ekki skoðun hennar, heldur vísindaleg staðreynd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent