Fyrsti upplýsingafundurinn í 48 daga

Almannavarnir og landlæknir hafa boðað til upplýsingafundar vegna „varhugaverðrar“ stöðu sem upp er komin í faraldrinum.

Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason munu fara yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi á morgun.
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason munu fara yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi á morgun.
Auglýsing

Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis á morgun, fimmtudag, þess fyrsta síðan 27. maí eða í 48 daga. Í ljósi smita sem greinst hafa innanlands á síðustu tveimur sólarhringum „má segja að staðan hér á landi sé varhugaverð,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum. Í því ljósi er boðað til fundarins. Þar munu þeir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins að undanförnu.

Í gær greindust fimm innanlandssmit. Allt var fólkið utan sóttkvíar. Þrennt var bólusett en tveir hinna smituðu voru hálfbólusettir.

Í fyrradag greindust tvö smit. Hinir smituðu voru báðir bólusettir og greindust utan sóttkvíar.

Auglýsing

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í viðtali við RÚV að stökkbreytt Delta-afbrigði veirunnar hafi greinst hér þann dag. Enn á eftir að raðgreina smitin sem greindust í gær. Delta-afbrigðið er talið um 60 prósent meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Það hefur breiðst út í Evrópu á síðustu vikum, m.a. á Spáni og í Portúgal.

Þórólfur sagði í samtali við mbl.is í dag að gera mætti ráð fyrir því að 3-5 bólusettir ferðamenn kæmu smitaðir til Íslands á degi hverjum. Bólusettir eru ekki lengur skimaðir við komuna til landsins. „Þá er það bara spurningin hvort þessi útbreidda bólusetning hér haldi almennilega,“ sagði Þórólfur við mbl.is. „Við vitum líka að þeir sem eru bólusettir geta tekið smit, þannig að þetta er ekki óvænt. Það sem við bindum vonir við er að þeir sem eru bólusettir og taka smit veikist ekki eins alvarlega og ef þeir væru óbólusettir. Erlendar rannsóknir sýna það í raun og veru. Við þurfum að skoða þetta aðeins í því ljósi og ég held að við eigum eftir að sjá aðeins fleiri svona smit á næstunni.“

Í tilkynningu frá almannavörnum í morgun var brýnt fyrir fólki að fara varlega „á næstu dögum“. Fram kom einnig að „sérstaklega mikilvægt“ væri að fara varlega í umgengni við viðkvæma einstaklinga sem gætu veikst alvarlega af COVID-19, jafnvel þótt að þeir séu bólusettir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent