Reykjavíkurborg styður brottfall laga um Kristnisjóð

Í umsögn sinni segir borgin það eðlilegt að sveitarfélög hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin landsvæði og að gætt sé að jafnræði milli trú- og lífsskoðunarfélaga með brottfalli laga um Kristnisjóð. Biskupsstofa ekki jafn hrifin af brottfalli laganna.

9555631404_e663c5b735_z.jpg
Auglýsing

Engin rök standa til þess að sveit­ar­fé­lögum sé skylt að láta af hendi lóðir án end­ur­gjalds til trú- eða lífs­skoð­un­ar­fé­laga að því er segir í umsögn frá Reykja­vík­ur­borg við frum­varp til laga um brott­fall laga um Kristni­sjóð. „Því er að mati Reykja­vík­ur­borgar rétt að fella brott ákvæði 5. gr. laga um Kristni­sjóð o.fl. til að gæta jafn­ræðis milli trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga,“ segir í umsögn borg­ar­inn­ar.

Frum­varpið sem um ræðir miðar að því að fella úr gildi lög um Kristni­sjóð en fimmta grein þeirra laga stendur ein eft­ir. Í henni er kveðið á um að sveit­ar­fé­lögum kaup­staða og kaup­túna sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og und­an­skilja þær gatna­gerð­ar­gjaldi.

Reykja­vík­ur­borg hefur á und­an­förnum árum úthlutað fjórum lóðum til trú­fé­laga og ákveðið að ekki þurfi að greiða gatna­gerð­ar­gjald af bygg­ingum umræddra trú­fé­laga. Þessar ákvarð­anir voru teknar á grund­velli jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár­innar en í henni er meðal ann­ars kveðið á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mann­rétt­inda án til­lits til trú­ar­bragða.

Auglýsing

Í umsögn­inni er þessi rúma túlkun á lögum um Kristni­sjóð sögð umdeild og að mikið hafi verið rætt hvort að borg­inni hafi verið skylt að und­an­skilja lóðir allra skráðra trú­fé­laga með þeim hætti sem gert var. Þar er einnig sagt eðli­legt að sveit­ar­fé­lög hafi sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt yfir eigin land­svæði. Borgin tekur enn fremur undir þau sjón­ar­mið að engin rök standi til þess að sveit­ar­fé­lögum sé skylt að láta af hendi lóðir án end­ur­gjalds til trú- eða lífs­skoð­un­ar­fé­laga.

Ein­faldasta lausnin sé að fella lögin brott

Lög um Kristni­sjóð byggj­ast á til­lögum presta­kalla­nefndar sem kirkju­mála­ráð­herra skip­aði árið 1965. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að þá hafi trú­ar­líf þjóð­ar­innar verið mun eins­leit­ara en nú og að þá hafi ríkt meiri sátt um þátt­töku opin­berra aðila í rekstri trú­fé­laga.

Færð eru rök fyrir því að hægt sé að túlka lög um kirkju­sjóð á fleiri en einn veg í grein­ar­gerð, líkt og dæmi eru um. Sam­kvæmt 62. grein stjórn­ar­skrár nýtur Hin evang­el­íska lút­erska kirkja stöðu þjóð­kirkju á Íslandi og skal ríkið að því leyti styðja hana og vernda. Í stjórn­ar­skránni er einnig kveðið á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mann­rétt­inda án til­lits til kyn­ferð­is, trú­ar­bragða, skoð­ana, þjóð­ern­is­upp­runa, kyn­þátt­ar, lit­ar­hátt­ar, efna­hags, ætt­ernis eða stöðu að öðru leyti.

Lögin nefna ekki sér­stak­lega kirkjur þjóð­kirkj­unn­ar, heldur kirkjur almennt. „Því verður ekki í fljótu bragði séð að 5. gr. lag­anna grund­vall­ist á 62. gr. stjórn­ar­skrár­innar sem veitir þjóð­kirkj­unni sér­staka vernd og stuðn­ing. Þetta atriði er þó umdeilt og er það eitt vanda­mál­anna við túlkun ákvæð­is­ins,“ segir í grein­ar­gerð.

Að mati flutn­ings­manna frum­varps­ins eru trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög í eðli sínu umdeild að því er fram kemur í loka­orðum grein­ar­gerð­ar­inn­ar. Stutt geti verið í hat­urs­fulla orð­ræðu þegar mál þeirra eru til umræðu. Þar er það einnig sagt ótækt að íslensk lög séu þess vald­andi að mis­jafn skiln­ingur á mark­miði og túlkun laga geti valdið nún­ingi milli trú­ar­hópa. Ein­faldasta og skyn­sam­leg­asta lausnin á vand­anum sem fylgir þessum lögum sé því að fella þau á brott að mati flutn­ings­manna frum­varps­ins. Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Helgi Hrafn Gunn­ars­son þing­maður Pírata.

Bisk­ups­stofa mót­fallin frum­varp­inu

„Óskað er eftir að Alþingi virði það, sem um hefur verið samið og unnið hefur verið eftir af hálfu bæði meiri hluta lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmda­valds ann­ars vegar og kirkj­unnar hins veg­ar, frá gerð við­bót­ar­samn­ings­ins. Því fái frum­varp þetta ekki fram­gang,“ segir í nið­ur­lagi umsagnar Bisk­ups­stofu um frum­varp­ið.

Við­bót­ar­samn­ing­ur­inn sem um ræðir er samn­ingur íslenska rík­is­ins og þjóð­kirkj­unnar sem und­ir­rit­aður var í sept­em­ber árið 2019. Samn­ing­ur­inn felur í sér end­ur­skoðun á sam­komu­lagi frá árinu 1997 um kirkju­jarðir og launa­greiðslur presta og starfs­manna þjóð­kirkj­unn­ar. Mark­mið samn­ings­ins var að ein­falda fram­kvæmd þessa sam­komu­lags og auka sjálf­stæði þjóð­kirkj­unnar í fjár­málum og starfs­manna­málum meðal ann­ars með því að ein­falda lög­gjöf um þjóð­kirkj­una. Í vilja­yf­ir­lýs­ingu samn­ings­að­ila sem fylgir samn­ingum var kveðið á um að annar kafli laga um Kristni­sjóð skyldi felldur úr gildi. Það var gert í júlí 2020 og vilja­yf­ir­lýs­ing­unni þar með fylgt eftir að mati Bisk­ups­stofu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent