Safna upplýsingum um allar ferðir notenda á prufutímabili

Þeir sem ákveða að prófa nýtt forrit sem VÍS notar til að fylgjast með aksturslagi viðskiptavina sinna þurfa að samþykkja að veita tryggingafélaginu aðgang að snjallsímagögnum um ferðir sínar á meðan prufutímabili stendur.

Auglýsingar fyrir þessa nýjung frá VÍS hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu.
Auglýsingar fyrir þessa nýjung frá VÍS hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu.
Auglýsing

Snjall­símafor­ritið Öku­vís­ir, tengt nýrri lausn fyrir bíla­trygg­ingar sem VÍS hefur sett á markað og aug­lýsir nú ákaft, fær aðgang að flokki gagna í App­le-símum sem heitir Health & Fit­ness, sam­kvæmt því sem fram kemur þegar not­endur App Store skoða hvaða gögn for­ritið hag­nýt­ir.

Þetta var til umræðu í nýjasta þætti Tækni­varps­ins, en eng­inn þriggja þátt­ar­stjórn­enda hafði reyndar sótt Öku­vísi. Fyrstu svör um þessa gagna­söfn­un, sem borist höfðu frá þjón­ustu­veri VÍS, þóttu þó eilítið óskýr.

Kjarn­inn skoð­aði málið og kann­aði hvort VÍS væri að safna ein­hverjum heilsu­fars­upp­lýs­ingum um not­endur sína í gegnum Öku­vísi. Það seg­ist fyr­ir­tækið ekki gera og svo er ekki að sjá held­ur, eftir að for­ritið hefur verið sett upp.

Upplýsingarnar sem Ökuvísir safnar, samkvæmt App Store.

Öku­vísir biður ekki um aðgang að þeim heilsu­gögnum sem safn­ast saman í snjall­sím­an­um. For­ritið biður hins vegar um aðgang að upp­lýs­ingum um hreyf­ingu og not­and­inn þarf að sam­þykkja að láta frá sér gögn sem falla undir Motion & Fit­ness þegar for­ritið er virkj­að.

Þegar frið­helg­is­upp­lýs­ingar for­rits­ins eru skoð­aðar í App Store flokk­ast þessir tveir flokkar saman undir yfir­flokknum Health & Fit­ness en þegar for­ritið hefur verið sett upp er ljóst að það biður ein­ungis um aðgang að upp­lýs­ingum um hreyf­ingu, ekki heilsu­gögnin sem slík.

VÍS fær þannig ekki upp­lýs­ingar um hvíld­ar­púls eða mögu­legar hjart­slátt­ar­trufl­anir not­and­ans, en slík gögn safn­ast saman í heilsu­for­rit­inu í sím­anum ef fólk er með snjallúr um úln­lið­inn. For­ritið fær þó aðgang að gögnum um hreyf­ingu; hversu mörg skref eru tek­in, upp hversu margar tröppur er gengið og hversu marga kíló­metra á dag er ferðast, bæði í bíl, gang­andi eða hjólandi.

Gögnum um ferðir ein­ungis safnað stöðugt á 14 daga prufu­tíma­bili

„Appið er ekki að fá neinar heilsu­fars­upp­lýs­ingar ─ heldur ein­göngu upp­lýs­ingar um hvort sím­inn sé á hreyf­ing­u,“ segir í svari til Kjarn­ans frá Erlu Tryggva­dótt­ur, sam­skipta­stjóra trygg­inga­fé­lags­ins.

Hún sagði einnig að upp­lýs­ingum væri ein­ungis safnað beint úr símum not­enda á 14 daga prufu­tíma­bili for­rits­ins, en að þeim tíma liðnum fái þeir sem kjósa að nota þessa lausn að lítið mæli­tæki í bíl­inn. Í kjöl­farið séu bara bíl­ferð­irnar mæld­ar, en sím­inn teng­ist mæli­tæk­inu með Blu­etooth.

Auglýsing

„Þetta er ein­göngu á prufu­tíma­bil­inu en eftir að við­kom­andi kaupir trygg­ing­una og fær kubb­inn byrjar appið ekki að mæla fyrr en það teng­ist kubbn­um,“ sagði í svari Erlu.

Trygg­inga­fé­lög erlendis fylgj­ast með heilsu og hreyf­ingu

Erlendis hefur sú þróun átt sér stað að trygg­inga­fé­lög bjóða upp á nýj­ungar þar sem upp­lýs­ingum um heilsu og hreyf­ingu úr snjall­tækjum er safnað með sam­þykki not­and­ans. Mark­miðið virð­ist vera að skapa hvata fyrir fólk til þess að hreyfa sig meira, sem er skilj­an­legt frá sjón­ar­hóli trygg­inga­fé­lag­anna, enda ódýr­ara að tryggja fólk sem er vel á sig komið lík­am­lega.

Breska trygg­inga­fé­lagið Vita­lity býður til dæmis við­skipta­vinum sínum upp að fá gef­ins App­le-úr, ef not­end­urnir leyfa trygg­inga­fé­lag­inu að fylgj­ast með hversu mikið þeir sjálfir hreyfa sig og standa við ákveðin við­mið um hreyf­ingu. Ef þeir stand­ast ekki við­mið um hreyf­ingu þurfa þeir að borga sjálfir fyrir úrið. Svipað hefur verið að ger­ast í Banda­ríkj­un­um. Þar eru dæmi um að upp­hæðin sem fólk greiðir fyrir sjúkra­trygg­ingar sé að ein­hverju marki tengd við upp­lýs­ingar um bæði hreyf­ingu og heilsu­far sem safnað er með snjallúr­um.

Á Íslandi er þessi þróun ekki komin af stað, en við­búið er að þetta gæti orðið veru­leik­inn í náinni fram­tíð. VÍS er með Öku­vís­inum sínum að kynna til leiks fyrstu lausn­ina þar sem tækn­inni er beitt til þess að ákvarða iðgjöld á íslenskum vátrygg­inga­mark­aði, en for­ritið mælir akst­urs­lag bíl­stjóra.

Yfir­lýst mark­mið VÍS að auka umferð­ar­ör­yggi

Kjarn­inn ræddi við Helga Bjarna­son for­stjóra VÍS um þessa nýj­ung í lok síð­asta sum­ars, í kjöl­far þess að trygg­inga­fé­lagið óskaði eftir ein­stak­lingum til að prófa vör­una áður en hún kæmi á mark­að. Í kjöl­farið spruttu upp umræður um það hvort fyr­ir­tækið sé ekki að ganga of langt í raf­­rænu eft­ir­liti með við­­skipta­vinum sín­um.

Helgi Bjarnason forstjóri VÍS.

Helgi sagði í því við­tali að VÍS myndi aldrei setja vöru í loftið sem væri ekki í sam­ræmi við gild­andi per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf. „Við leggjum mikla áherslu á að eiga náið og þétt sam­­tal við Per­­són­u­vernd um Öku­vís­inn,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að VÍS væri að horfa til þess að verð­leggja trygg­ingar eftir akst­urs­lagi fremur en tjóna­sögu.

„Ég held að þetta hjálpi okkur öllum að verða betri öku­­menn, bæði góðum að verða betri og líka þeim sem eru ekki góðir að verða góð­­ir. Þannig sjáum við þetta fyrir okkur og okkar sýn og okkar trú er að þetta muni fækka slysum í umferð­inni sem er gríð­­ar­­lega stórt sam­­fé­lags­­mál,“ sagði Helg­i.

Yfir­grips­mikil per­sónu­vernd­ar­stefna

Þegar not­endur setja upp for­ritið frá VÍS þurfa þeir að sam­þykkja skil­mála ítar­legrar per­sónu­vernd­ar­stefnu, þar sem útskýrt er hvernig VÍS vinnur með þær per­sónu­upp­lýs­ingar sem safn­ast í gegnum for­rit­ið.

Þar segir meðal ann­ars að aðgangur að þeim upp­lýs­ingum sem Öku­vísir safnar sé háður „ströngum aðgangs­stýr­ing­um“ og starfs­menn VÍS og vinnslu­að­ilar fái ein­göngu aðgang sem er nauð­syn­legur til að hver og einn geti sinnt starfi sínu.

Auglýsing

Einnig séu öll hrá­gögn dulkóðuð og varð­veitt undir gervi­auð­kennum í grunn­kerfum VÍS og vinnslu­að­ila, sem er banda­rískt fyr­ir­tæki sem heitir Cambridge Mobile Tel­emat­ics, en það fyr­ir­tæki notar gögnin til að gefa not­endum end­ur­gjöf á akst­ur­inn og þjón­ustar sam­bæri­legar lausnir trygg­inga­fé­laga erlend­is.

„Starfs­menn VÍS hafa ekki aðgang að per­sónu­grein­an­legum stað­setn­ing­ar­upp­lýs­ingum við­skipta­vina. Aðgangur starfs­manna er skráður og rekj­an­legur og allur aðgangur er yfir­far­inn reglu­lega,“ segir í per­sónu­vernd­ar­stefn­unni.

Safna bara bíl­ferðum þegar búið er að kaupa trygg­ing­arnar

Þar er einnig vakin sér­stök athygli á því að á 14 daga prufu­tíma­bil­inu mæli for­ritið allar ferðir not­and­ans. „Ástæðan fyrir því er sú að mæli­tækið er ekki sent til við­skipta­vina fyrr en búið er að ganga frá vátrygg­inga­samn­ingi. Um leið og þú hefur stað­fest við okkur ákvörðun þína um að kaupa trygg­ing­una færðu mæli­tækið sent og þá er hægt að tryggja að Öku­vísir safni ein­göngu upp­lýs­ingum um ferðir þínar í hinu vátryggða öku­tæki,“ segir í per­sónu­vernd­ar­stefn­unni.

Þar er því heitið að per­sónu­upp­lýs­ing­arnar sem safn­ist verði ekki nýttar í öðrum til­gangi en þeim að fylgj­ast með öku­ferð­um.

„Við notum ekki per­sónu­upp­lýs­ingar þínar í neinum öðrum til­gangi en sam­kvæmt því sem fram hefur komið í þess­ari per­sónu­vernd­ar­stefnu. Per­sónu­upp­lýs­ingar þínar verða t.d. ekki nýttar við vinnslu tjóna­mála, við áhættu­mat eða verð­lagn­ingu á öðrum vátrygg­ing­um, mark­aðstil­gangi og þær verða aldrei seldar til þriðja aðila,“ segir VÍS.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent