„Fólk er alveg hreint trítilótt“ í að komast á gosstöðvarnar

„Þegar þúsundir manna eru að snerta sama kaðalinn þá minnir það mig illþyrmilega á Austurríki og Ischgl,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um traffíkina við gosstöðvarnar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Ég hef áhyggjur af þessu og hef viðrað þær margoft,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í við­tali í morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í morg­un. „Ef að fólk er að hóp­ast mikið saman og er í einni kös á stíg­unum og við gos­s­töðv­arnar þá er þar aug­ljós­lega aukin smit­hætta.“

Hann hefur rætt við almanna­varnir og lög­regl­una um hvort eitt­hvað sé hægt að gera í mál­inu. „Fólk er alveg hreint trít­i­lótt að kom­ast þarna,“ segir hann. „Það er álit yfir­valda á staðnum að það sé nán­ast von­laust að stöðva og banna för fólks. Það fari þá bara aðrar leið­ir, yfir erf­ið­ari staði. Klöngrist yfir hraunið og gæti lent í öðrum vand­ræð­um. Þannig að af tvennu illu eru menn að reyna að hafa ein­hverja stjórn á þessu en það er mjög erfitt. En ég deili sann­ar­lega þessum áhyggjum og hef biðlað til fólks að vera ekki að fara þarna þegar það er mikið af fólki og ef það fari að það gæti að öllum grund­vall­ar­at­rið­u­m.“

Spurður hvort að far­sótt­ar­þreyta Íslend­inga sé orðin mikil og þeir hættir að hlusta á varn­að­ar­orð sótt­varna­læknis seg­ist Þórólfur telja svo vera. „Ég held að gosið yfir­taki allt. Ég skil það mjög vel. Þetta er algjört sjón­ar­spil.“

Auglýsing

En í því að fara að gos­inu felist ákveðin áhætta. „Þegar þús­undir manna eru að snerta sama kað­al­inn þá minnir það mig ill­þyrmi­lega á Aust­ur­ríki og Ischgl, þar sem allir smit­uð­ust á einum bar þar sem voru sam­eig­in­legir snertiflet­ir. Maður myndi helst ekki vilja sjá það ger­ast aft­ur.“

Síð­ustu daga hafa borist fréttir af því að fólk komi til lands­ins og fari beint á gos­s­töðv­arnar og virði þar af leið­andi ekki sótt­kví á milli ski­manna.

Þórólfur segir dæmi þegar sýna að fólk sem ekki virði sótt­kví hafi komið af stað hópsmiti inn­an­lands. Það þurfi aðeins einn smit­aðan ein­stak­ling til að koma af stað far­aldri. „Allt sem við erum að sjá er afleið­ing af því að fólk er ekki að fara eftir leið­bein­ing­um. Með­vitað eða ómeð­vit­að.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent