Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli

Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.

Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Auglýsing

Alþingi hefur ályktað að umhverf­is- auð­linda­ráð­herra verði falið fyrir hönd íslenska rík­is­ins að gang­ast fyrir rann­sókn á umfangi meng­unar í jarð­vegi og grunn­vatni í Heið­ar­fjalli, frá þeim tíma er þar var rekin eft­ir­lits­stöð á vegum Banda­ríkja­hers. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um málið var lögð fram af stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og hún sam­þykkt í vik­unni. Á Heið­ar­fjalli var rat­sjár­stöð tekin í notkun árið 1957 en starf­semi á fjall­inu var lögð niður 13 árum síðar að því er fram kemur á vef­síðu Langa­nes­byggðar.

Sam­kvæmt álykt­un­inni verður gerð tíma­sett áætlun um kostnað og hreinsun á úrgangs- og spilli­efn­um, sam­hliða rann­sókn­inni, þannig að tryggt verði að staða umverf­is- og meng­un­ar­mála sam­ræm­ist nútíma­kröf­um. Þá er gert ráð fyrir að ráð­herra leggi áætl­un­ina fram fyrir Alþingi eigi síðar en 15. mars árið 2022 og að sú vinna sem um ræðir fari fram í nánu sam­starfi við land­eig­end­ur.

Leita til Banda­ríkja­stjórnar og Atl­ants­hafs­banda­lags­ins

Í grein­ar­gerð sem fylgdi til­lögu stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar segir að á Heið­ar­fjalli sé að finna í jörðu úrgangs- og spilli­efni frá þeim tíma sem eft­ir­lits­stöð Banda­ríkja­hers var í rekstri á fjall­inu og að ætla mætti að hætta sé á mengun af völdum spilli­efn­anna. Eig­endur jarð­ar­innar Eiðis í Heið­ar­fjalli, sem keyptu jörð­ina fyrir um hálfri öld, hafa um ára­tuga skeið reynt að leita réttar síns vegna meng­un­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þá hafa eig­end­urnir átt í „við­ræðum við full­trúa fram­kvæmd­ar­valds­ins á ýmsum tímum og einnig full­trúa Banda­ríkja­stjórnar og Atl­ants­hafs­banda­lags­ins, auk þess að hafa leitað til dóm­stóla, án árang­urs. Eftir stendur mengað land­svæði sem verður að hreinsa,“ líkt og segir í grein­ar­gerð­inni.

Þar kemur fram að íslensk stjórn­völd hefðu afsalað sér fyrir hönd íslenska rík­is­ins og allra Íslend­inga kröfum á hendur Banda­ríkj­unum vegna hugs­an­legra land­spjalla í tengslum við veru hers­ins á Heið­ar­fjalli. Þetta kom í ljós við aflétt­ingu á skjala­leynd árið 1990 en sam­kvæmt ákvæðum varn­ar­samn­ings­ins frá 1951 „skal Banda­ríkja­her hreinsa úrgangs­efni (e. „waste mater­i­al“) við brott­för sína eftir því sem kostur er (e. „to the extent pract­icable“).“

Að mati flutn­ings­manna til­lög­unnar hefur við­horf til umhverf­is­mála gjör­breyst frá því að samið var um við­skilnað hers­ins á svæð­inu. „Banda­ríkja­her og Atl­ants­hafs­banda­lagið hafa ekki farið var­hluta af þess­ari við­horfs­breyt­ingu og ekki síst þegar kemur að við­skiln­aði á hern­að­ar­svæð­um. Þannig hefur Atl­ants­hafs­banda­lagið verið reiðu­búið að veita styrki til rann­sókna á mengun af völdum hern­að­ar­um­svifa og Banda­ríkja­stjórn hefur fyrir sitt leyti tek­ist á hendur að hreinsa svæði eftir her­stöðvar sínar eða fjár­magna slíka hreinsun óháð samn­ings­bundnum kvöð­u­m,“ segir í grein­ar­gerð­inni. Því sé nauð­syn­legt að stjórn­völd hefji við­ræður við Banda­ríkja­stjórn og Atl­ants­hafs­banda­lagið um aðkomu að hreins­un­ar­starfi á fjall­inu.

Rat­sjár­stöðin skemmd­ist í fár­viðri 1961

Á vef Land­helg­is­gæsl­unnar segir að á árunum 1953 til 1958 hafi Banda­ríkja­her hafið rekstur fjög­urra rat­sjár­stöðva hér á landi. Auk stöðv­ar­innar sem reist var á Heið­ar­fjalli voru settar upp stöðvar á Mið­nes­heiði á Reykja­nesi, á Stokks­nesi við Horna­fjörð og á Straum­nes­fjalli norðan Aðal­víkur á norð­an­verðum Vest­fjörð­um. Rat­sjár­stöðv­arnar voru því hver á sínu horni lands­ins.

Tveimur rat­sjár­stöðvum var lokað snemma á 7. ára­tugn­um, rat­sjár­stöð­inni á Straum­nes­fjalli og rat­sjár­stöð­inni á Heið­ar­fjalli. Starf­semi rat­sjár­stöðv­ar­innar á Heið­ar­fjalli var lögð niður eftir að hún skemmd­ist í fár­viðri árið 1961 en hennar í stað var þar rekin fjar­skipta­stöð sjó­hers­ins til árs­ins 1970.

Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Straumnesfjalli standa enn að mestu leyti ólíkt byggingum ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli sem búið er að jafna við jörðu. Hreinsun spilliefna fór fram á Straumnesfjalli á tíunda áratug síðustu aldar. Mynd: Grétar Þór Sigurðsson

Ráð­ist var í hreins­unar­á­tak á Straum­nes­fjalli snemma á tíunda ára­tugnum með aðkomu banda­ríska hers­ins. Þá var áhersla lögð á að öll spilli­efni skyldu hreinsuð af fjall­inu og var þá sér­stak­lega horft til blýs og raf­geyma sem orðið höfðu þar eft­ir, líkt og segir í svari Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Lilju Raf­n­eyjar Magn­ús­dótt­ur, þing­manns Vinstri grænna, frá árinu 2018. Vegna mik­ils kostn­aðar var tekin ákvörðun um að bygg­ingar rat­sjár­stöðv­ar­innar skyldu ekki rifn­ar.

Við upp­haf níunda ára­tug­ar­ins jókst umferð óþekktra flug­véla í grennd við Ísland og ljóst varð að byggja þyrfti nýjar rat­sjár­stöðvar í stað þeirra sem hafði verið lokað á Vest­fjörðum og Norð­aust­ur­landi. Árið 1989 var rat­sjár­stöðin á Gunn­ólfs­vík­ur­fjalli á sunn­an­verðu Langa­nesi tekin í notkun og árið 1992 tók rat­sjár­stöðin á Bola­fjalli, ofan við Bol­ung­ar­vík, til starfa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent