Ríkið veitir 282 aðilum frest til 2026 til að gera upp tæplega sex milljarða króna skattaskuld

Fyrirtæki hafa getað frestað greiðslu á skatti sem þau hafa dregið af starfsfólki. Nýlega voru samþykkt lög sem heimila þeim sem það vilja að skipta endurgreiðslu skuldarinnar þannig að hún verði fullgreidd sex árum eftir að stofnað var til hennar.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram frumvarpið sem heimilar fyrirtækjum að endurgreiða skattaskuld á mörgum árum.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram frumvarpið sem heimilar fyrirtækjum að endurgreiða skattaskuld á mörgum árum.
Auglýsing

Alls sóttu 282 aðilar um greiðslu­dreif­ingu á frestaðri skatt­greiðslu og trygg­ing­ar­gjaldi upp á sam­tals 5,6 millj­arða króna áður en fyrsti frestur til að sækja um þá dreif­ingu rann út um miðjan síð­asta mán­uð. 

Í boði var að dreifa skuld­inni í 48 jafn­háar mán­að­ar­legar greiðslur sem við­kom­andi þarf að byrja að borga 1. júní 2022, eða eftir tæpt ár. Síð­asta greiðslan sem þessir 282 aðilar þurfa að inna af hendi skilar sér svo í rík­is­sjóð í júní 2026.

Þetta kemur fram í svari skrif­stofu rík­is­skatt­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Ein af fyrstu aðgerð­unum sem íslensk stjórn­­völd gripu til vegna efna­hags­­legra afleið­inga af kór­ón­u­veiru­far­ald­inum var að veita fyr­ir­tækjum í land­inu frest á greiðslu á helm­ingi trygg­ing­­ar­gjalds og stað­greiðslu opin­berra gjalda sem voru á gjald­daga í mars í fyrra. Þetta var ákveðið 12. mars, fjórum dögum áður en að eindagi þeirra gjalda átti að vera. Þeim eindaga var frestað um mánuð upp­­haf­­lega, og síðar þangað til í jan­úar á næsta ári. Gert var ráð fyrir að þetta myndi seinka tekjum til rík­­is­­sjóðs upp á 22 millj­­arða króna.

Auglýsing
Þegar rík­­is­­stjórnin kynnti svo fyrsta efna­hag­s­­pakka sinn 21. mars var ein dýrasta aðgerðin þar sú að fresta mætti þremur gjald­­dögum stað­greiðslu og trygg­ing­­ar­gjalds á tíma­bil­inu 1. apríl til 1. des­em­ber til við­­bótar ef fyr­ir­tæki gæti mætt ákveðnum skil­yrð­­um. Áætluð áhrif þess voru tæpir 70 millj­arðar króna.

Þessar for­­sendur gengu ekki eft­­ir. Umfang frestaðra greiðslna var þvert á móti verið 19 millj­­arðar króna frá mar­s­mán­uði og út júlí á síð­asta ári.

Borga stað­greiðslu og trygg­ing­ar­gjald sex árum síðar

Þegar kom að því að gera upp skuld­ina snemma árs 2021 var ákveðið að veita rýmri frest til að gera það. Í vor töldu stjórn­völd svo að það þyrfti að veita þeim aðilum sem þurftu á því að halda vegna rekstr­ar­erf­ið­leika enn frek­ari fresti á því að standa skil á umræddum skatt­greiðsl­um.

Lögin sem heim­ildin til að dreifa þeirri skuld við rík­is­sjóð til árs­ins 2026 byggir á voru sam­þykkt á Alþingi 11. maí síð­ast­lið­inn. Þau byggja á frum­varpi sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram. Sam­kvæmt þeim gátu þau fyr­ir­tæki sem upp­fylltu ákveðin skil­yrði, sem snúa aðal­lega að því að umsækj­andi sé ekki í van­skilum með önnur opin­ber gjöld, fengið að fresta því í fjögur ár til við­bótar að gera upp upp skuld­ina. 

Það þýðir að launa­greið­endur sem áttu að skila skatt­greiðslum af launum starfs­manna til rík­is­sjóðs í mars 2020 munu ekki þurfa að greiða síð­ustu greiðsl­una af því vaxta­lausa láni rík­is­sjóðs fyrr en rúmum sex árum síð­ar. 

Leynd yfir því hverjir skipta greiðslum

Skatt­ur­inn hefur birt yfir­lit yfir þau fyr­ir­tæki sem hafa verið þiggj­endur ýmissa úrræða sem stjórn­völd hafa boðið upp á vegna kór­ónu­veirunn­ar. Dæmi um það eru þau fyr­ir­tæki sem nýttu sér hluta­bóta­leið­ina, upp­sagn­ar­styrki, við­spyrnu­styrki og tekju­falls­styrki. 

Kjarn­inn kall­aði eftir upp­lýs­ingum um hvaða aðilar hefðu sótt um og fengið að fresta greiðslum á stað­greiðslu og trygg­inga­gjaldi í allt að sex ár, vaxta­laust. Þeirri beiðni var hafnað á grund­velli þess að gögnin falli undir sér­staka þagn­ar­skyldu laga um inn­heimtu opin­berra skatta og gjalda. Starfs­mönnum rík­is­skatt­stjóra beri að halda þessum upp­lýs­ingum leyndum að við­lagðri refsi­á­byrgð. „Gögnin varða m.a. efna­hag gjald­anda en upp­lýs­ingar um skulda­stöðu falla undir fram­an­greint ákvæði. Þar sem gögnin falla undir sér­staka þagn­ar­skyldu­reglu[...]um inn­heimtu opin­berra skatta og gjalda, taka upp­lýs­inga­lög [...] ekki til þeirra. [...] Með vísan til þessa er beiðni þinni hafnað um að fá afhend fram­an­greind gögn.“

Kjarn­inn fer nú yfir það hvort ákvörð­unin verði kærð til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent