Ríkisskattstjóri vill 245 milljónir króna frá 365 miðlum

365.jpg
Auglýsing

Skatta­yf­ir­völd hafa krafið 365 miðla um  245 millj­ónir króna auk vaxta vegna end­ur­á­lagn­ingar opin­berra gjalda fyrir árið 2009 til 2012. Þetta stað­festir Sævar Freyr Þrá­ins­son, for­stjóri 365 miðla, í sam­tali við Kjarn­ann. Boðuð end­ur­á­kvörðun snýst um nið­ur­fell­ingu vaxta á lánum sem eru til­komin vegna öfugs sam­runa Rauð­sólar ehf. og 365 miðla þann 1. jan­úar 2009.  365 miðlar ætla að taka til varna í mál­inu. Í árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins, sem var nýverið skilað inn til fyr­ir­tækja­skrá­ar, segir að tap­ist mál­ið „­getur það haft veru­leg áhrif á eig­in­fjár- og lang­tíma­stöðu félags­ins“.

Rauð­sól, sem þá var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, keypti 365 miðla af 365 ehf. í nóv­em­ber 2008 á 1,5 millj­arð króna og með yfir­töku á hluta af skuldum félags­ins. Gamla 365 ehf., sem var end­ur­nefnt Íslensk afþrey­ing ehf., fór í þrot og kröfu­hafar þess töp­uðu 3,7 millj­örðum króna.

Í dag er Ingi­björg Pálma­dótt­ir, eig­in­kona Jóns Ásgeirs, aðal­eig­andi 365 miðla. Auk hennar munu fyrrum hlut­hafar fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Tals verða í hlut­hafa­hópnum ef sam­runi Tals og 365 miðla verður sam­þykktur af sam­keppn­is­yf­ir­völd­um. Á meðal óbeinna eig­enda tals eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Auglýsing

Öfugur sam­runiÞann 3. apríl síð­ast­lið­inn sendi rík­is­skatt­stjóri boð­un­ar­bréf til 365 miðla þar sem fram kom að fyr­ir­tæk­inu hefði ekki verið heim­ilt að nýta sér skatta­legt tap sem mynd­að­ist hjá félag­inu Rauð­sól ehf. áður en það sam­ein­að­ist 365 miðl­um, frá skatt­greiðsl­um. Í árs­reikn­ingi 365 miðla segir að „vaxta­gjöld lána, sem tekin voru til að kaupa eign­ar­hlut í dótt­ur­fé­lag­inu 365 miðlum ehf., af Rauð­sól og nýtt hafa verið til frá­dráttar sköttum hjá sam­ein­uðu félagi og hafa myndað yfir­fær­an­legt tap, nema 1.908 millj. kr.“ Sú upp­hæð er stofnin sem ætluð skuld 365 miðla reikn­ast af. Tapi 365 miðlar mál­inu mun fyr­ir­tækið þurfa að greiða 245 millj­ónir króna í van­goldna skatta auk vaxta.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í Toyota-málinu að vaxtagjöld félaga sem hafi gengið í gegnum öfugan samruna séu ekki frádráttarbær frá skatti. Hæsti­réttur komst að þeirri nið­ur­stöðu í Toyota-­mál­inu að vaxta­gjöld félaga sem hafi gengið í gegnum öfugan sam­runa séu ekki frá­drátt­ar­bær frá skatt­i.

End­ur­á­lagn­ingin byggir á túlkun skatta­yf­ir­valda á því hvað megi gera þegar svo­kall­aðir öfugir sam­runar eiga sér stað. Þá kaupir félag, í þessu til­felli Rauð­sól ehf., rekstr­ar­fé­lag með skuld­setri yfir­töku, sam­einar síðan félögin tvö. Rek­star­fé­lagið er þá farið að greiða skuld­irnar sem stofnað var til þegar það var keypt. Þetta kall­ast öfugur sam­runi.

Mörg  fyr­ir­tæki á Íslandi hafa litið svo á að við slíka sam­ein­ingu séu vaxta­gjöld af lán­unum sem tekin voru vegna svona sam­runa séu frá­drátt­ar­bær frá skatti. Skatta­yf­ir­völd hafa verið þessu ósam­mála og Hæsti­réttur hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu í Toyota-­mál­inu svo­kall­aða að skiln­ingur þeirra sé rétt­ur. Í því máli reyndi Toyota á Íslandi að fá end­ur­á­lagn­ingu skatta­yf­ir­valda hnekkt fyrir dómi, en Hæsti­réttur sýkn­aði íslenska rík­ið. Skúli Egg­ert Þórða­son, rík­is­skatt­stjóri, hefur sagt í fjöl­miðlum að hann líti á dóm­inn sem for­dæm­is­gef­andi og að hann gæti haft áhrif á mörg íslensk fyr­ir­tæki sem hefðu farið í gegnum öfugan sam­runa. Húsa­smiðjan hefur til að mynda þegar greitt um 700 millj­ónir króna vegna þessam búið er að end­ur­á­leggja 1,3 millj­arða króna á Icelandair Group, einn millj­arð króna á Ölgerð­ina og um 2,5 millj­arða króna á Skipt­i/Sím­ann.

Veru­leg áhrif á lang­tíma­stöðu tap­ist máliðEitt slíkt fyr­ir­tæki til við­bótar er 365 miðl­ar. Það hefur nýtt sér skatta­legt tap sem mynd­að­ist hjá Rauð­sól ehf. og dregið vaxta­gjöld af lánum sem notuð voru til að kaupa fjöl­miðla 365 í nóv­em­ber 2008 frá skatt­greiðsl­um. Rík­is­skatt­stjóri telur fyr­ir­tækið skulda 245 milljonir króna í skatta vegna þessa.

Í árs­reikn­ingi 365 segir að „fé­lagið hefur ekk­ert gjald­fært í rekstr­ar­reikn­ingi vegna þessa og hefur haldið uppi vörnum í mál­inu, enda telja stjórn­endur þess að atvik séu með öllu ósam­bæri­leg og í fyrr­nefndu dóms­máli [Toyota-­mál­in­u]. Rök­semdir stjórn­enda byggja á áliti ytri sér­fræð­inga. Óvissa er því hvort félag­inu hafi verið heim­ilt að draga vaxta­gjöldin frá skatt­skyldum tekjum sín­um.Tap­ist málið getur það haft veru­leg áhrif á eig­in­fjár- og lang­tíma­stöðu félags­ins“.

Góður rekstur und­an­farin ár en miklar skuldirRekstur 365 miðla hefur gengið vel á und­an­förnum árum. Velta félags­ins í fyrra var um 10,4 millj­arðar króna og hafn­aður 746 millj­ónir króna. Árið áður var hagn­að­ur­inn 305 millj­ónir króna og árin tvö á undan því skil­uðu um 600 millj­ónum krónum sam­tals í hagn­að.

Þrátt fyrir gott gengi er 365 miðlar en mjög skuld­sett félag. Skuldir þess hækk­uðu umtals­vert á milli áranna 2012 og 2013 og voru 7,9 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Eignir félags­ins eru hins vegar metnar á 11,2 millj­arða króna. Þar munar lang­mest  um óefn­is­legar eignir upp á 6,2 millj­arða króna.  Sam­kvæmt árs­reikn­ingi var eigið fé félags­ins  3,3 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiFréttir
None