Ríkisstjórninni til háborinnar skammar að hafa þúsundir barna í fátækt

Þingmaður Flokks fólksins segir að það eigi ekki að eiga sér stað í siðmenntuðu samfélagi þar sem mannréttindi eiga að vera í fyrirrúmi að barn fái ekki læknisþjónustu og bíði svo mánuðum eða árum skiptir á biðlista.

Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­maður Flokks fólks­ins segir að Ísland sé eitt rík­asta sam­fé­lag í heimi og það sé rík­is­stjórn­inni til hábor­innar skammar að hafa þús­undir barna í fátækt.

Þetta kom fram í máli hans undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni.

Nefndi hann að á mál­þingi Vel­ferð­ar­sjóðs barna um barna­fá­tækt í húsa­kynnum Íslenskrar erfða­grein­ingar um liðna helgi hefði komið fram sú spurn­ing hvort Íslend­ingar hefðu yfir höfuð efni á því að hafa börn í fátækt.

Auglýsing

Skóla­mál­tíð­ir, leik­skól­ar, tann­rétt­ing­ar, fót­bolta­æf­ingar og tón­list­ar­nám ætti að vera gjald­frjálst

„Spurn­ing­arnar voru um hvort eðli­legt væru að rukka börn fyrir skóla­mál­tíð­ir, leik­skóla, tann­rétt­ing­ar, fót­bolta­æf­ingar eða tón­list­ar­nám. Auð­vitað á þetta allt að vera gjald­frjálst fyrir börnin og for­eldra þeirra sem eiga auð­vitað að fá þau laun og/eða líf­eyr­is­laun sem eru mann­sæm­andi og vel yfir fátækt­ar­mörk­um.

Við erum eitt rík­asta sam­fé­lag í heimi og það er rík­is­stjórn­inni til hábor­innar skammar að hafa þús­undir barna í fátækt. Súlu­rit, köku­rit, línu­rit, enda­lausar tölur um vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­kerfið verður að stöðva strax og sjá til þess í eitt skipti fyrir öll að engin fjöl­skylda á Íslandi lifi undir fátækt­ar­mörk­um, hvað þá við sára­fá­tækt. Að barn fái ekki lækn­is­þjón­ustu og bíði svo mán­uðum eða árum skiptir á biðlista á ekki að eiga sér stað í sið­mennt­uðu sam­fé­lagi þar sem mann­rétt­indi eiga að vera í fyr­ir­rúmi,“ sagði hann.

Guð­mundur Ingi vís­aði í orð tals­manna rík­is­stjórn­ar­innar að þeir sem búa til fátækt væru svo fáir. „Hvers vegna gera þeir þá ekk­ert? Er í lagi að börn séu lík­am­lega, and­lega og félags­lega svelt, bara af því að þau eru svo fá? Þetta eru þús­undir barna. Er eðli­legt að skerða barna­bætur við lægstu líf­eyr­is­laun frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins sem eru vel undir fátækt­ar­mörk­um? Hvers vegna? Heldur rík­is­stjórnin að með því komi hún í veg fyrir að fátækt fólk eign­ist börn? Á þetta að vera fæl­ing­ar­mátt­ur? Jað­ar­sett fjöl­skylda með börn úti í horni vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­kerf­is­ins er okkur hér á Íslandi til hábor­innar skammar,“ sagði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent