Sameyki býr sig undir „harðar vinnudeilur“ með því að efla verkfallssjóð sinn

Samþykkt var á aðalfundi Sameykis í gær að hækka félagsgjald tímabundið til tveggja ára. Tilgangurinn er að styrkja svokallaðan Vinnudeildusjóð félagsins. Formaður þess býst við hörðum kjaradeilum á árinu.

Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Auglýsing

Félags­fólk í Sam­eyki, stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu, sam­þykkti á aðal­fundi sínum sem fram fór í gær að hækka félags­gjald sitt úr 1,0 í 1,1 pró­sent tíma­bundið til tveggja ára. Til­gang­ur­inn er að styrkja Vinnu­deilu­sjóð Sam­eykis fyrir kom­andi átök á vinnu­mark­aði. Í félag­inu eru alls tólf þús­und félags­menn.

Á aðal­fund­inum sagði Þór­ar­inn Eyfjörð, for­maður Sam­eyk­is, að í ljósi þess hvernig umræðan hefði verið í sam­fé­lag­inu á vett­vangi atvinnu­rek­enda og sam­taka þeirra beri Sam­eyki að búa sig undir átök með því að efla vinnu­deilu­sjóð. Þrengt væri að lífs­gæðum með ásókn í opin­bera inn­viði þjóð­ar­innar ásamt aðgerða­leysi stjórn­valda í jöfnun launa á milli mark­aða. Sam­eyki yrði til­búið undir þær deilur með sterk­ari Vinnu­deilu­sjóði. Síð­asta stóra alls­herj­ar­verk­fallið á Íslandi var árið 2015.

Auglýsing
Þórarinn sagði orð­ræðu atvinnu­rek­enda og hags­muna­sam­taka þeirra hafa verið harka­lega og ein­kennst af því að hugs­an­lega væri verið að hlaða í átök. „Í þess­ari stöðu teljum við vera skyn­sam­legt að búa okkur undir harðar vinnu­deilur og sendum út þau skila­boð að við séum við öllu búin þegar kjara­samn­ings­við­ræður hefj­ast. Það hefur sýnt sig að sterkur vinnu­deilu­sjóður hefur áhrif í vinnu­deil­u­m.“

Kjara­samn­ingar á almennum mark­aði verða lausir síðar á þessu ári. Sam­eyki gerir kjara­samn­inga á almennum mark­aði við stóra vinnu­staði á borð við Isa­via, Orku­veitu Reykja­víkur og Frí­höfn­ina. 

Þór­ar­inn segir að það liggi ljóst fyr­ir, við þær aðstæð­ur, að þörf sé fyrir öfl­ugan Vinnu­deilu­sjóð. „Hækkun félags­gjalds­ins tel ég vera nauð­syn­lega aðgerð í að styrkja sjóð­inn til að efla bar­átt­una vegna kom­andi kjara­samn­inga.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent