Ríkustu fimm prósentin tóku til sín þriðjung af öllum nýjum auð á níu árum

Þeir landsmenn sem tilheyra 0,1 prósent ríkasta hópnum hérlendis hafa bætt 138 milljörðum krónum við eigið fé sitt frá byrjun árs 2012. Þeir sem áttu mest tóku til sín mun hærra hlutfall af nýjum auð í fyrra en á undanförnum árum.

Verkalýðshreyfingin hefur lagt ríka áherslu á jafnari skiptingu þeirra verðmæta sem verða til í íslensku samfélagi.
Verkalýðshreyfingin hefur lagt ríka áherslu á jafnari skiptingu þeirra verðmæta sem verða til í íslensku samfélagi.
Auglýsing

Á síðustu níu árum – frá byrjun árs 2012 og til síðustu áramóta – hefur eigið fé allra landsmanna, eignir þeirra þegar skuldir hafa verið dregnar frá, aukist um 3.442 milljarða króna. Af þeim nýja auð sem orðið hefur til hefur þriðjungur farið til þess hluta landsmanna sem tilheyrir þeim fimm prósent hópi sem hefur mestar tekjur á hverju ári. Í fyrra taldi sá hópur tólf þúsund fjölskyldur. Um er að ræða 1.133 milljarða króna.

Ríkasta eitt prósent landsmanna, um 2.400 fjölskyldur, tóku til sín rúmlega 13 prósent af öllum nýju eigin fé sem varð til á tímabilinu og juku auð sinn um 459 milljarða króna. 

Þær 240 fjölskyldur sem mest eiga á Íslandi, og mynda 0,1 prósent ríkasta hluta þjóðarinnar, hafa tekið til sín fjögur prósent af öllum nýjum auði sem orðið hefur til frá byrjun árs 2012, samtals 138 milljarða króna.

Þetta má lesa úr nýbirtum tölum um eignir og tekjur landsmanna árið 2020 sem komu fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar um málið.

Tóku stærri bita af minni köku

Líkt og Kjarninn greindi frá í fréttaskýringu á fimmtudag þá dróst vöxtur á eigin fé landsmanna umtalsvert saman miðað við árin á undan. Sá vöxtur var mestur árið 2017, þegar 760 milljarðar króna bættust við eigið fé landsmanna, og 2018, þegar milljarðarnir voru 641. Það eru mestu hagsældarár í sögu þjóðarinnar. Meðaltalshækkun frá byrjun árs 2011 og út árið 2019 var 401 milljarður króna á ári. 

Í fyrra varð breyting á, og við bættust einungis 122 milljarðar króna. Það er minnsta aukning á eigin fé innan árs sem orðið hefur hérlendis í meira en áratug.

Auglýsing
Af þeirri upphæð fór 64 prósent af hinum nýja auði til ríkustu fimm prósent landsmanna, ríkasta eitt prósentið tók til sín 30 prósent af honum og ríkasta 0,1 prósent tók til sín tæplega níu prósent. Til samanburðar þá fór tæplega um þriðjungur af nýjum auð sem varð til á metárinu 2017 til ríkustu fimm prósent landsmanna, um 14 prósent til ríkasta eins prósentsins og  um fimm prósent af nýjum auð sem varð til fór til 0,1 prósent hópsins. 

Því sýna tölurnar að þessir hópar tóku til sín hærra hlutfall af nýjum auð í fyrra en þeir gerðu þegar hagkerfið óx sem mest, og allir hinir landsmenn tóku þar af leiðandi til sín lægra hlutfall. 

Verðbréf vanmetin og lífeyrissjóðseignir ekki taldar með

Vert er að taka fram að í ofangreindum tölum eru ákveðin verðbréf metin á nafnvirði, sem er langt undir markaðsvirði þeirra. Meginþorri verðbréfa sem eru í beinni eigu einstaklinga tilheyra þeim tíu prósentum landsmanna sem eru ríkastir. Sá hópur átti 86 prósent allra verðbréfa sem eru í beinni eigu einstaklinga í lok árs 2019.

Því eru eignir, og þar af leiðandi eigið fé,  þessa hóps verulega vanmetnar í ofangreindum tölum. 

Sömuleiðis þarf að benda á að eignir fólks í lífeyrissjóðum eru ekki inni í þessum tölum, en lífeyrissjóðakerfið á yfir sex þúsund milljarða króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent