Rúmur helmingur kjósenda VG frá 2017 ætlar að kjósa annan flokk í haust

Samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Fréttablaðið verða níu flokkar á Alþingi eftir komandi kosningar. Rúmur helmingur þeirra sem kusu Vinstri græn árið 2017 segjast ætla að leita á önnur mið er gengið verður til kosninga í september.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Níu stjórn­mála­flokkar myndu eiga sæti á Alþingi eftir kom­andi kosn­ingar ef nið­ur­staðan í sept­em­ber yrði í sam­ræmi við þær sem birt­ast í könnun sem rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Pró­sent (áður Zenter) hefur unnið fyrir Frétta­blaðið og fjallað er um í blað­inu í dag

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist stærstur með 23,6 pró­sent fylgi, Píratar með 13,3 pró­senta fylgi og Sam­fylk­ingin mælist með 12,6 pró­sent. Vinstri græn mæl­ast með tæp 12 pró­sent, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 10,6 pró­sent og Við­reisn með 10,1 pró­sent.

Undir tíu pró­senta mark­inu eru svo Sós­í­alista­flokk­ur­inn, sem mælist með 6,1 pró­sent í könn­un­inni frá Pró­sent. Mið­flokk­ur­inn helst einnig inni á þingi með 5,6 pró­senta fylgi og Flokkur fólks­ins mælist með slétt 5 pró­senta fylgi, sam­kvæmt þess­ari könnun sem fjallað er ítar­lega um í Frétta­blað­inu í dag.

Helm­ingur kjós­enda VG leitar á önnur mið

Þeir sem svör­uðu könn­un­inni voru einnig spurðir að því hvaða flokk þeir greiddu atkvæði í alþing­is­kosn­ing­unum árið 2017 og með því fæst nið­ur­brot á því hvaða flokkum hefur hald­ist á stuðn­ings­mönnum sínum á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili og hverjum ekki.

Auglýsing

Hæst hlut­fall kjós­enda hefur sagt skilið við Vinstri græn, en ein­ungis 49 pró­sent þeirra sem kusu flokk­inn árið 2017 segj­ast ætla að greiða VG atkvæði sitt í kosn­ing­unum í sept­em­ber­lok. Þetta hlut­fall er 50 pró­sent hjá Flokki fólks­ins, 58 pró­sent hjá Mið­flokknum og 59 pró­sent hjá Sam­fylk­ing­unni, en öðrum flokkum hefur hald­ist betur á kjós­endum sín­um.

Sjálfstæðismenn halda hæstu hlutfalli kjósenda sinna frá 2017, samkvæmt könnun Prósents. Mynd: Bára Huld Beck.

Mest er trygg­lyndið hjá sjálf­stæð­is­mönn­um, en 81 pró­sent af þeim sem greiddu flokknum atkvæði sitt árið 2017 hafa uppi áætl­anir um að kjósa flokk­inn á ný. Þetta hlut­fall er 78 pró­sent hjá Við­reisn, 76 pró­sent hjá Fram­sókn­ar­flokknum og 73 pró­sent hjá Píröt­um.

Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 15. til 23. júlí. Um net­könnun var að ræða sem send var á könn­un­ar­hóp Pró­sents. Í hópnum voru 2.600 ein­stak­lingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Svar­hlut­fall var 52 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent