Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn

Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Auglýsing

Talsmenn bandaríska forsetaembættisins hafa staðfest að ferðabanni þeirra gagnvart löndum Schengen-samstarfsins verði viðhaldið um sinn, vegna útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Íslendingar munu því enn sem komið er ekki geta ferðast til Bandaríkjanna nema með sérstökum undanþágum.

Reuters sagði frá þessu í dag og vísaði til ónafngreindra heimildamanna sinna í Hvíta húsinu. Samkvæmt frétt miðilsins var fundað um málið fyrir helgi og ákveðið að ekki væri tímabært að lyfta neinum af núgildandi ferðatakmörkunum í Bandaríkjunum.

Evrópa bíður eftir að Bandaríkin opni sig

Ferðabannið gagnvart Schengen-ríkjum, sem Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti skellti á í mars í fyrra, gildir nú einungis í aðra áttina og hefur óþreyja vaxið í Evrópu vegna þessa að undanförnu, en þann 18. júní ákvað leiðtogaráð Evrópusambandsins að byrja að leyfa Bandaríkjamönnum að ferðast til ríkja Evrópusambandsins.

Auglýsing

Þá voru Íslendingar reyndar þegar búnir að bjóða bólusetta Bandaríkjamenn velkomna um nokkurra mánaða skeið, rétt eins og aðra bólusetta ferðamenn og voru Bandaríkjamenn rúmlega helmingur allra erlenda ferðamanna sem til landsins komu um Keflavíkurflugvöll í júnímánuði, samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu.

Joe Biden Bandaríkjaforseti vakti nýlega vonir um að ferðabanninu yrði brátt aflétt af hálfu Bandaríkjanna. Í kjölfar fundar hans með Angelu Merkel Þýskalandskanslara um miðjan mánuðinn sagði hann að það væri til umræðu og að hann yrði fær um að svara spurningum um málið á komandi dögum.

Nú er ljóst að Bandaríkjastjórn þykir ekki tímabært að aflétta þeim hömlum á ferðalögum til landsins sem hafa verið í gildi. Því er alls óljóst enn hvenær Íslendingar og aðrir Evrópubúar geta heimsótt Bandaríkin án þess að hafa til þess sérstaka undanþágu.

Flugfélög bíða og vona

Bandarísk flugfélög eru sögð hafa beitt sér fyrir því að ferðabanninu yrði aflétt, en þeim hefur ekki orðið ágengt í þeirri hagsmunagæslu sinni.

Icelandair er einnig með væntingar um að það styttist í opnun Bandaríkjanna.

Haft var eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair Group í uppgjörstilkynningu á dögunum að vonir væru bundnar við að Bandaríkin myndu opna fyrir ferðalög frá Evrópu á þessum ársfjórðungi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent