Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn

Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Auglýsing

Tals­menn banda­ríska for­seta­emb­ætt­is­ins hafa stað­fest að ferða­banni þeirra gagn­vart löndum Schen­gen-­sam­starfs­ins verði við­haldið um sinn, vegna útbreiðslu delta-af­brigðis kór­ónu­veirunn­ar. Íslend­ingar munu því enn sem komið er ekki geta ferð­ast til Banda­ríkj­anna nema með sér­stökum und­an­þág­um.

Reuters sagði frá þessu í dag og vís­aði til ónafn­greindra heim­ilda­manna sinna í Hvíta hús­inu. Sam­kvæmt frétt mið­ils­ins var fundað um málið fyrir helgi og ákveðið að ekki væri tíma­bært að lyfta neinum af núgild­andi ferða­tak­mörk­unum í Banda­ríkj­un­um.

Evr­ópa bíður eftir að Banda­ríkin opni sig

Ferða­bannið gagn­vart Schen­gen-­ríkj­um, sem Don­ald Trump fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti skellti á í mars í fyrra, gildir nú ein­ungis í aðra átt­ina og hefur óþreyja vaxið í Evr­ópu vegna þessa að und­an­förnu, en þann 18. júní ákvað leið­toga­ráð Evr­ópu­sam­bands­ins að byrja að leyfa Banda­ríkja­mönnum að ferð­ast til ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing

Þá voru Íslend­ingar reyndar þegar búnir að bjóða bólu­setta Banda­ríkja­menn vel­komna um nokk­urra mán­aða skeið, rétt eins og aðra bólu­setta ferða­menn og voru Banda­ríkja­menn rúm­lega helm­ingur allra erlenda ferða­manna sem til lands­ins komu um Kefla­vík­ur­flug­völl í júní­mán­uði, sam­kvæmt tölum frá Ferða­mála­stofu.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti vakti nýlega vonir um að ferða­bann­inu yrði brátt aflétt af hálfu Banda­ríkj­anna. Í kjöl­far fundar hans með Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara um miðjan mán­uð­inn sagði hann að það væri til umræðu og að hann yrði fær um að svara spurn­ingum um málið á kom­andi dög­um.

Nú er ljóst að Banda­ríkja­stjórn þykir ekki tíma­bært að aflétta þeim hömlum á ferða­lögum til lands­ins sem hafa verið í gildi. Því er alls óljóst enn hvenær Íslend­ingar og aðrir Evr­ópu­búar geta heim­sótt Banda­ríkin án þess að hafa til þess sér­staka und­an­þágu.

Flug­fé­lög bíða og vona

Banda­rísk flug­fé­lög eru sögð hafa beitt sér fyrir því að ferða­bann­inu yrði aflétt, en þeim hefur ekki orðið ágengt í þeirri hags­muna­gæslu sinni.

Icelandair er einnig með vænt­ingar um að það stytt­ist í opnun Banda­ríkj­anna.

Haft var eftir Boga Nils Boga­syni for­stjóra Icelandair Group í upp­gjörstil­kynn­ingu á dög­unum að vonir væru bundnar við að Banda­ríkin myndu opna fyrir ferða­lög frá Evr­ópu á þessum árs­fjórð­ungi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent