Rússnesk stjórnvöld voru ósátt við skrif sem birtust á Wikipedia síðunni vinsælu, og var hún þá bönnuð. Financial Times greindi frá þessu í dag, en það var sérstök stofnun rússneskra yfirvalda, sem ber nafnið Roskomnadzor, sem hefur eftirlit með því sem fram fer á internetinu, sem tók ákvörðun um að banna síðuna. Ástæðan sem var gefin upp, voru skrif um fíkniefni og framleiðsluleiðbeiningar fyrir almenning.
Russia’s ban on Wikipedia ends as abruptly as it started http://t.co/2au9NVVwKC
— Fortune (@FortuneMagazine) August 25, 2015
Bannið entist hins vegar ekki nema í skamman tíma eða innan við sólarhring. Þá var opnað aftur fyrir aðgang að henni án nokkurra skýringa. Samkvæmt skrifum Fortune var bannið víðtækt í upphafi og ómögulegt fyrir notendur í Rússlandi að komast á síðuna, en síðan hafi verið opnað alveg fyrir aðgang að henni á nýjan leik.
Fyrstu fréttir af málinu bentu til þess að rússnesk stjórnvöld væru að útvíkka aðferðir sínar til þess að ritskoða það sem fram fer á internetinu, en svo virðist ekki hafa verið. Í það minnsta ekki nema í tæpan sólarhring.