Michael Johnson: Gatlin er ekki vandamálið, hann er hluti af því

Justin-Gatlin-Trell-Kimmons-Olympics-Day-14-CWVKgUc0TU4l.jpg
Auglýsing

Michael Johnson, fyrrverandi Ólympíu- og heimsmeistari í 200 og 400 metra hlaupi, segir að það sé ekki sanngjarnt að persónugera vandamálin sem frjálsar íþróttir glíma nú við, sem snúa að lyfjamisferli, í bandaríska hlauparanum Justi Gatlin. „Vandamálið er ekki Gatlin, hann er bara hluti af því. Helmingurinn af hinum hlaupurunum sem hlupum í 100 metra hlaupinu hafa allir fallið á lyfjaprófinu. Það er vandamálið,“ sagði Michael Johnsson í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.

Mikil umræða um lyfjamisferli hefur átt sér stað að undanförnu, ekki síst í aðdraganda úrslitahlaupsins í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Peking, þar sem Usain Bolt frá Jamíku sigraði með naumindum á 9,79 sekúndum.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, hlaupari og prófessor í íþróttafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, sagði meðal annars þegar hann lýsti hlaupinu beint á RÚV að Bolt hefði „bjargað íþróttinni“ með sigrinum. Bolta er fyrir heimsmethafi í 100 og 200 metra hlaupi og margfaldur Ólympíu- og heimsmeistari.

Auglýsing

Gatlin féll fyrst á lyfjaprófi 2001 og fékk þá tveggja ára keppnisbann, sem var svo stytt í eitt ár. Árið 2005 féll Gatlin aftur á lyfjaprófi þegar sterar mældust í alltof miklu mæli í honum. Hann hafði þá unnið 100 og 200 hlaup á HM í Helsinki í Finnlandi. Hann fékk þá fjögurra ára keppnisbann. Eftir að því lauk hóf hann keppni á nýjan leik, og er nú kominn í fremstu röð aftur.

Johnson segir mikilvægt að almenningur fái fram rétt skilaboð í umræðum um lyfjamisferli. Svindlið muni halda áfram þrátt fyrir að Gatlin hætti, nema að hugsunarhætti íþróttamanna verði breytt og þeir hætti að nota ólögleg lyf til þess að ná lengra.

https://www.youtube.com/watch?v=v2W_T77vwfQ

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None