Ruth Porat hefur verið ráðinn fjármálastjóri hugbúnaðarrisans Google. Tilkynnt var um þetta í dag, en Porat, sem oft hefur verið nefnd ein valdamesta kona heimsins, hefur verið meðal lykilstjórnenda hjá bandaríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley undanfarin ár.
Porat mun meðal annars fá það verkefni hjá Google að marka stefnuna um það, hvernig félagið eigi að fjárfesta með sjóði félagsins, upp á 38 milljarða Bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 5.100 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram á vef Quartz.
Wall St. just lost its brightest star to Silicon Valley. Ruth Porat jumps to @Google: http://t.co/c0l3NX01AK $GOOGL pic.twitter.com/gNcpfa7ZKj
— Matt Egan (@MattMEgan5) March 24, 2015
Auglýsing
Porat þykir eitursnjöll og talnaglögg, og hefur meðal annars leitt endurskipulagningu á fjárfestingabankastarfsemi Morgan Stanley frá því árið 2008, þegar fjármálamarkaðir gengu í gegnum miklar hremmingar. Þessi skipti hjá Porat eru enn fremur sögð til merkis um það, að stærstu hugbúnaðarrisarnir í Sílikon dalnum í Kaliforníu séu farnir að ógna bönkunum á Wall Street, þegar kemur að launaþróun og baráttunni um hæfasta starfsfólkið.