Ryanair lokar í Kaupmannahöfn eftir helgi - hótar að loka líka í Billund í næstu viku

h_01081175-1.jpg
Auglýsing

Írska lággjalda flug­fé­lagið Ryanair hyggst flytja starf­stöð sína í Kaup­manna­höfn til Kaunas í Lit­háen þann 14. júlí næst­kom­andi. Í frétta­til­kynn­ingu sem flug­fé­lagið sendi frá sér í dag segir að áfram verði þó flogið frá Kastrup flug­velli í Kaup­manna­höfn til þrettán áfanga­staða félags­ins víðs vegar um Evr­ópu.

Eins og Kjarn­inn hefur greint frá tap­aði Ryanair nýverið dóms­máli fyrir dönskum vinnu­rétt­ar­dóm­stóli, sem snérist um hvort dönskum flug­vall­ar­starfs­mönnum væri heim­ilt að efna til vinnu­stöðv­unar í því skyni að neyða flug­fé­lagið til að fara að dönskum lögum um kaup og kjör. Stjórn­endur Ryanair vor­u mjög ósáttir við nið­ur­stöð­una og hyggj­ast fara með málið fyrir dóm­stól Evr­ópu­sam­bands­ins.

Boðuð alls­herjar vinnu­stöðvun dönsku stétt­ar­fé­lag­anna, til stuðn­ings starfs­mönnum Ryanair í Dan­mörku, átti að að fara fram þann 18. júlí næst­kom­andi og því brugðu for­svars­menn flug­fé­lags­ins á það ráð að loka starfs­stöð­inni í Kaup­manna­höfn.

Auglýsing

Hætta í Billund verði ekki fallið frá aðgerðumEin vél í eigu félags­ins er með Billund sem heima­höfn, og byrjar og endar sínar ferðir þar. Danska alþýðu­sam­bandið benti á sínum tíma á að með slíku fyr­ir­komu­lagi ætti að greiða sam­kvæmt dönskum kjara­samn­ingum en í Billund vógu hags­mun­irnir af starf­semi Ryanir hærra og þar við sat. Starfs­fólk Ryanair í Dan­mörku var ekki ráðið sam­kvæmt dönskum kjara­samn­ing­um, það er sama fyr­ir­komu­lagið og flug­fé­lagið hefur haft víða um lönd.

Rök Ryanair hafa ætíð verið þau sömu, félagið sé írskt, skráð á Írlandi og beri þarafleið­andi engin skylda til að hlíta lögum og reglum um kaup og kjör í þeim löndum sem félagið flýgur til og hefur aðra starf­semi. Þetta hefur Ryanair tekist, þangað til núna.

Þá greindi við­skipta­blað Berl­ingske Tidende frá því í kvöld að önnur frétta­til­kynn­ing hafi borist fjöl­miðlum frá írska lággjalda flug­fé­lag­inu í kvöld þar sem það hóti að ­starfs­stöð­inni í Billund verði sömu­leiðis lokað frá og með mið­nætti á föstu­dag­inn í næstu viku, ­falli dönsku verka­lýðs­fé­lögin ekki frá boð­uðum aðgerðum gegn félag­inu þann 18. júlí næst­kom­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None