Ryanair lokar í Kaupmannahöfn eftir helgi - hótar að loka líka í Billund í næstu viku

h_01081175-1.jpg
Auglýsing

Írska lággjalda flug­fé­lagið Ryanair hyggst flytja starf­stöð sína í Kaup­manna­höfn til Kaunas í Lit­háen þann 14. júlí næst­kom­andi. Í frétta­til­kynn­ingu sem flug­fé­lagið sendi frá sér í dag segir að áfram verði þó flogið frá Kastrup flug­velli í Kaup­manna­höfn til þrettán áfanga­staða félags­ins víðs vegar um Evr­ópu.

Eins og Kjarn­inn hefur greint frá tap­aði Ryanair nýverið dóms­máli fyrir dönskum vinnu­rétt­ar­dóm­stóli, sem snérist um hvort dönskum flug­vall­ar­starfs­mönnum væri heim­ilt að efna til vinnu­stöðv­unar í því skyni að neyða flug­fé­lagið til að fara að dönskum lögum um kaup og kjör. Stjórn­endur Ryanair vor­u mjög ósáttir við nið­ur­stöð­una og hyggj­ast fara með málið fyrir dóm­stól Evr­ópu­sam­bands­ins.

Boðuð alls­herjar vinnu­stöðvun dönsku stétt­ar­fé­lag­anna, til stuðn­ings starfs­mönnum Ryanair í Dan­mörku, átti að að fara fram þann 18. júlí næst­kom­andi og því brugðu for­svars­menn flug­fé­lags­ins á það ráð að loka starfs­stöð­inni í Kaup­manna­höfn.

Auglýsing

Hætta í Billund verði ekki fallið frá aðgerðumEin vél í eigu félags­ins er með Billund sem heima­höfn, og byrjar og endar sínar ferðir þar. Danska alþýðu­sam­bandið benti á sínum tíma á að með slíku fyr­ir­komu­lagi ætti að greiða sam­kvæmt dönskum kjara­samn­ingum en í Billund vógu hags­mun­irnir af starf­semi Ryanir hærra og þar við sat. Starfs­fólk Ryanair í Dan­mörku var ekki ráðið sam­kvæmt dönskum kjara­samn­ing­um, það er sama fyr­ir­komu­lagið og flug­fé­lagið hefur haft víða um lönd.

Rök Ryanair hafa ætíð verið þau sömu, félagið sé írskt, skráð á Írlandi og beri þarafleið­andi engin skylda til að hlíta lögum og reglum um kaup og kjör í þeim löndum sem félagið flýgur til og hefur aðra starf­semi. Þetta hefur Ryanair tekist, þangað til núna.

Þá greindi við­skipta­blað Berl­ingske Tidende frá því í kvöld að önnur frétta­til­kynn­ing hafi borist fjöl­miðlum frá írska lággjalda flug­fé­lag­inu í kvöld þar sem það hóti að ­starfs­stöð­inni í Billund verði sömu­leiðis lokað frá og með mið­nætti á föstu­dag­inn í næstu viku, ­falli dönsku verka­lýðs­fé­lögin ekki frá boð­uðum aðgerðum gegn félag­inu þann 18. júlí næst­kom­andi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None