Ryanair lokar í Kaupmannahöfn eftir helgi - hótar að loka líka í Billund í næstu viku

h_01081175-1.jpg
Auglýsing

Írska lággjalda flug­fé­lagið Ryanair hyggst flytja starf­stöð sína í Kaup­manna­höfn til Kaunas í Lit­háen þann 14. júlí næst­kom­andi. Í frétta­til­kynn­ingu sem flug­fé­lagið sendi frá sér í dag segir að áfram verði þó flogið frá Kastrup flug­velli í Kaup­manna­höfn til þrettán áfanga­staða félags­ins víðs vegar um Evr­ópu.

Eins og Kjarn­inn hefur greint frá tap­aði Ryanair nýverið dóms­máli fyrir dönskum vinnu­rétt­ar­dóm­stóli, sem snérist um hvort dönskum flug­vall­ar­starfs­mönnum væri heim­ilt að efna til vinnu­stöðv­unar í því skyni að neyða flug­fé­lagið til að fara að dönskum lögum um kaup og kjör. Stjórn­endur Ryanair vor­u mjög ósáttir við nið­ur­stöð­una og hyggj­ast fara með málið fyrir dóm­stól Evr­ópu­sam­bands­ins.

Boðuð alls­herjar vinnu­stöðvun dönsku stétt­ar­fé­lag­anna, til stuðn­ings starfs­mönnum Ryanair í Dan­mörku, átti að að fara fram þann 18. júlí næst­kom­andi og því brugðu for­svars­menn flug­fé­lags­ins á það ráð að loka starfs­stöð­inni í Kaup­manna­höfn.

Auglýsing

Hætta í Billund verði ekki fallið frá aðgerðumEin vél í eigu félags­ins er með Billund sem heima­höfn, og byrjar og endar sínar ferðir þar. Danska alþýðu­sam­bandið benti á sínum tíma á að með slíku fyr­ir­komu­lagi ætti að greiða sam­kvæmt dönskum kjara­samn­ingum en í Billund vógu hags­mun­irnir af starf­semi Ryanir hærra og þar við sat. Starfs­fólk Ryanair í Dan­mörku var ekki ráðið sam­kvæmt dönskum kjara­samn­ing­um, það er sama fyr­ir­komu­lagið og flug­fé­lagið hefur haft víða um lönd.

Rök Ryanair hafa ætíð verið þau sömu, félagið sé írskt, skráð á Írlandi og beri þarafleið­andi engin skylda til að hlíta lögum og reglum um kaup og kjör í þeim löndum sem félagið flýgur til og hefur aðra starf­semi. Þetta hefur Ryanair tekist, þangað til núna.

Þá greindi við­skipta­blað Berl­ingske Tidende frá því í kvöld að önnur frétta­til­kynn­ing hafi borist fjöl­miðlum frá írska lággjalda flug­fé­lag­inu í kvöld þar sem það hóti að ­starfs­stöð­inni í Billund verði sömu­leiðis lokað frá og með mið­nætti á föstu­dag­inn í næstu viku, ­falli dönsku verka­lýðs­fé­lögin ekki frá boð­uðum aðgerðum gegn félag­inu þann 18. júlí næst­kom­andi.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None