Sagan endalausa um Eurovision

000-DV1722350-1.jpg
Auglýsing

Eft­ir­mál vegna Eurovision söngvakeppn­innar í Kaup­manna­höfn, sem fram fór í maí­mán­uði síð­ast­liðn­um, ætla engan enda að taka. Kostn­að­ur­inn varð marg­falt meiri en áætl­anir gerðu ráð fyrir en við­brögðin minna helst á „Litlu gulu hæn­una” þar sem all­ir, nema sú litla gula, sögðu "ekki ég.“ Í Eurovision sög­unni vill hins­vegar eng­inn vera litla gula hænan og taka á sig ábyrgð­ina. Sitja uppi með apann eins og Danir kalla það.

Sig­ur­víman var varla runnin af Dönum eftir sigur Emmelie de For­est í Eurovision söngvakeppn­inni í maí í fyrra þegar byrjað var að bolla­leggja hvar í Dan­mörku keppnin skyldi haldin árið 2014. Nokkrir staðir voru nefnd­ir, fyrir utan Kaup­manna­höfn var einkum talað um Boxen í Hern­ing á Jót­landi. Boxen (heitir Jyske Bank Box­en) er fjöl­nota­hús, var tekið í notkun 2010 og er einkum notað fyrir tón­leika, sýn­ing­ar, íþrótta­keppnir og ýmis­konar stærri við­burði. Boxen getur tekið allt að 15 þús­und manns í sæti og hljóm­burð­ur­inn í hús­inu þykir góð­ur. Forum höllin í Hor­sens og Ráð­stefnu­höllin í Óðins­véum voru einnig nefnd­ar.

Sjónir danska útvarps­ins, DR, beindust þó fyrst og fremst að Kaup­manna­höfn. Fyrir því voru ýmsar ástæður nefnd­ar. Flug­völl­ur­inn á Kastrup er í tæp­lega níu kíló­metra fjar­lægð frá mið­borg­inni, höf­uð­stöðvar DR eru í Kaup­manna­höfn og fyr­ir­séð að ef staður utan höf­uð­borg­ar­innar yrði fyrir val­inu myndi allt til­standið við keppn­ina og und­ir­bún­ing hennar kosta mikil ferða­lög, tíma og fyr­ir­höfn. Auk þess var nefnt að til dæmis í Hern­ing væri ekki nægt gisti­rými fyrir allan þann mann­skap sem tengd­ist við­burði sem þess­um. Þess vegna þótti stjórn­endum DR strax í upp­hafi Kaup­manna­höfn lang væn­leg­asti kost­ur­inn.

Auglýsing

Stál­grinda­hús verður tón­leika­höllÞann 2. sept­em­ber var til­kynnt að keppnin færi fram í höf­uð­borg­inni. Þótt það kæmi ekki sér­stak­lega á óvart duttu mörgum dauðar lýs úr höfði þegar greint frá keppn­is­staðum sjálf­um. DR hafði semsé valið að halda keppn­ina í stóru stál­grinda­húsi á Refs­haleöen (sem er nú hluti Ama­ger) á gamla athafna­svæði Burmeister & Wain skipa­smíða­stöðv­ar­inn­ar. Síðan B&W varð gjald­þrota hafa bygg­ing­arnar á Refs­haleöen verið nýttar til ýmissa hluta og stóra stál­grinda­húsið um nokk­urra ára skeið verið notað sem leik­tjalda og bún­inga­geymsla fyrir Kon­ung­lega leik­hús­ið.

Margar efa­semd­arraddir heyrðust, þessi for­ljóta skipa­smíða­skemma væri ekki boð­leg sem tón­list­ar­höll, sam­göng­urnar við svæðið erf­ið­ar, húsið yrði ekki til­búið o.s.frv. o.s.frv.

For­svars­menn DR og fyr­ir­tæk­is­ins Propjektselska­bet, und­ir­fyr­ir­tæki Wond­erful Copen­hagen (Ferða­mála­sam­tök Kaup­manna­hafn­ar), sem skipu­lagði og sá um und­ir­bún­ings­vinn­una full­yrtu að allt yrði til­búið í tíma, slíkar áhyggjur væru ástæðu­laus­ar. Sam­göngu­málin yrðu leyst, þótt skemman, að utan, væri vissu­lega eng­inn feg­urð­ar­auki yrði hún því glæsi­legri að inn­an.

Allt gekk þetta eftir og flestir eða allir eru sam­mála um að keppnin sem slík hafi í alla staði tek­ist vel, sviðið verið glæsi­legt o.s.frv.

Þótt margir hafi efast um að stálgrindarhús væri hentugt húsnæði undir Eurovision, er samdóma álit flestra að síðasta keppni hafi verið hin glæsilegasta. Þótt margir hafi efast um að stál­grind­ar­hús væri hent­ugt hús­næði undir Eurovision, er sam­dóma álit flestra að síð­asta keppni hafi verið hin glæsi­leg­asta.

Mjög langt eft­irpartíEftir að keppnin var afstaðin kom fljótt í ljós að ekki hafði allt verið með felldu við und­ir­bún­ing­inn. Kannski væri rétt­ara að segja að ekk­ert hefði þar verið með eðli­legum hætti. Að minnsta kosti hvað fjár­málin varð­aði. Nokkrum dögum fyrir keppn­ina greindu danskir fjöl­miðlar frá því að kostn­að­ur­inn yrði meiri en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir, lík­lega um 23 millj­ónir danskra króna (ca 475 millj­ónir íslenskar). Þótt það séu miklir pen­ingar hefðu lík­lega flestir sætt sig við það hefði sagan öll þar með verið sögð. En það var ekki svo, þessar 23 millj­ónir voru bara upp­haf­ið, topp­ur­inn á ísjak­an­um. og þótt nú séu brátt liðnir sex mán­uðir frá keppn­inni eru fréttir af eft­ir­málum hennar nán­ast dag­lega í fjöl­miðlum

Þann 2. maí, þegar keppnin var nýaf­stað­in, kröfð­ust nokkrir borg­ar­full­trúar skýr­inga á þessum 24 millj­óna króna auka­reikn­ingi. Ekki voru komin nein við­hlít­andi svör þegar til­kynnt var að auka­reikn­ing­ur­inn væri ekki 23 heldur 70 millj­ónir (1.450 millj­ónir íslenskar) Einn borg­ar­full­trúi sagði þá að hann væri nokk­urn­vegin viss um að á end­anum yrði þessi tala miklu hærri. Hann reynd­ist hafa rétt fyrir sér.

Hvernig í ver­öld­inni stendur á þessu?Þetta er spurn­ingin sem danskir stjórn­mála­menn kröf­uð­ust þess að fá svör við og jafn­framt hver bæri ábyrgð­ina. Varð­andi ábyrgð­ina bendir hver á annan en böndin ber­ast alltaf að Wond­erful Copen­hagen (WF) og und­ir­fyr­ir­tæki þess. For­svars­menn segja að samn­ing­ur­inn við WF sé ekk­ert leynd­ar­mál, WF tók að sér að sjá um allan und­ir­bún­ing fyrir til­tekna upp­hæð, punktur og basta. Fyrir nokkrum dögum var skipuð sér­stök nefnd sem á að kom­ast til botns í mál­inu. Rík­is­end­ur­skoðun er líka að rann­saka málið og tvær nefndir á vegum danskra ráðu­neyta, semsé fjórar rann­sókn­ar­nefnd­ir. Þessar rann­sóknir taka vænt­an­lega nokkra mán­uði en á að vera lokið fyrir vor­ið. Nokkrir af stjórn­endum WF hafa verið reknir og stjórn­ar­for­mað­ur­inn sagði af sér dag­inn áður en hann átti að fá upp­sagn­ar­bréfið

Komnir á fremsta hlunn með að aflýsa keppn­inniDR hefur nú, eftir mik­inn þrýst­ing stjórn­mála­manna, birt 600 blað­síðna skýrslu um und­ir­bún­ing keppn­innar og samn­inga við WF. Það er fróð­leg lesn­ing og margt sem kemur á óvart. Til dæmis að verk­lýs­ing og kostn­að­ar­á­ætlun WF komst fyrir á einu blaði í A4 stærð. Í skýrsl­unni kemur líka fram að þangað til hálfum mán­uði fyrir keppn­ina ótt­uð­ust for­svars­menn DR að aflýsa yrði keppn­inni vegna þess að WF og und­ir­fyr­ir­tæki þess voru komin í þrot. Til að bjarga mál­inu lán­aði DR tugi millj­óna króna til að tryggja að keppnin félli ekki nið­ur. WF hefur haldið því fram að DR hafi sífellt komið með nýjar kröfur um allt mögu­legt sem hafi hleypt kostn­að­inum upp, þessum ásök­unum vísar DR á bug.

307 millj­ón­ir?Fyrir nokkrum dögum sagði dag­blaðið MX Metroex­press frá því að sam­kvæmt gögnum sem blaðið hefði undir höndum hefði kostn­að­ur­inn við Eurovision keppn­ina í heild numið 307 millj­ónum danskra króna (ca 6.4 millj­arðar íslenskir). Þing­maður sem blaðið ræddi við sagði að sér hefði svelgst á morg­un­kaff­inu þegar hann sá þessa tölu. DR hefur ekki stað­fest að þessi tala sé rétt, en hvort svo er kemur vænt­an­lega í ljós þegar rann­sókn­ar­nefnd­irnar birta sín gögn.

Fjöl­miðlar hér í Dan­mörku hafa eytt miklu púðri í þetta mál og tala alltaf um það sem “skanda­le” hneyksli. Þeir hafa týnt allt mögu­legt til sem ekki er hægt að koma fyrir í pistli sem þess­um. En eftir að hafa fylgst með þessu máli vikum og mán­uðum saman getur þessi pistla­höf­undur tekið undir með blaða­manni sem sagði eitt­hvað á þá leið að„hér var ekki bara pottur brot­inn heldur heil bús­á­halda­búð."

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None