Salan á Íslandsbanka „algjör hörmung“

Þingmaður Pírata telur að fjármála- og efnahagsráðherra muni sleppa „örugglega alveg við að bera nokkra ábyrgð á þessu risavaxna klúðri sem sala Íslandsbanka er búin að vera fyrir ríkissjóð“.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata gagn­rýndi sölu Íslands­banka í síð­ustu viku, bæði í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu og í ræðu sinni undir liðnum störf þings­ins á Alþingi.

Hann hóf mál sitt á þingi með því að benda á að nú stæði til hjá stjórn­völdum að halda áfram að selja hlut sinn í bank­an­um. Ríkið seldi 35 pró­­sent hlut sinn í Íslands­­­banka í júní í fyrra og hluta­bréf í bank­­anum voru í kjöl­farið skráð á mark­að. Kjarn­inn greindi frá því í jan­úar síð­ast­liðnum að Banka­sýsla rík­­is­ins hefði lagt fram til­­lögu til Bjarna Bene­dikts­­son­ar fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra um að stofn­unin fengi heim­ild til að selja eft­ir­stand­andi 65 pró­­sent hlut íslenskra rík­­is­ins í Íslands­­­banka. Stefnt er að því að salan fari fram í nokkrum áföngum en heim­ildin á að gilda í tvö ár, eða út árið 2023.

Auglýsing

Björn Leví nefndi í ræðu sinni að á fundi fjár­laga­nefndar í vik­unni hefðu Gylfi Magn­ús­son, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, Jón Þór Sturlu­son, deild­ar­for­seti við­skipta­deildar Háskól­ans í Reykja­vík, og Jón Dan­í­els­son, pró­fessor í hag­fræði við London School of Economics, mætt og minnst á ýmis atriði sem vert væri að skoða – og sér­stak­lega með til­liti til spurn­inga vegna fyrri söl­unn­ar, þ.e. um það hvað væri eðli­legt fyr­ir­komu­lag í svona frumút­boði.

Rík­is­sjóður „bók­staf­lega að gefa þessa eign til ann­arra“

„Það er dálítið mik­il­vægt að hafa þetta í huga og skilja þetta. Það er eðli­legt að það sé á pínu­litlu und­ir­verði þegar verið er að selja. Mark­mið þess sem er að selja, til dæmis eins og Íslands­banka, er að and­virði eign­ar­innar auk­ist í kjöl­far­ið. Það er yfir­lýst mark­mið. Það er vilj­andi reynt að hafa það þannig. Maður spyr hversu mikið væri eðli­legt, þ.e. áður en maður fer að klóra sér í hausnum yfir því að hækk­unin sé orðin of mik­il. Ef ég væri til dæmis að selja bíl­inn minn og myndi selja hann á milljón – hann er reyndar alger drusla og myndi aldrei að selj­ast á því verði – og ein­hver myndi kaupa hann á milljón og selja hann strax aftur á 1,6 millj­ón­ir, myndi ég þá ekki hugsa: Ég klúðr­aði þessu, ég hefði getað selt bíl­inn minn á miklu hærra verði?

Þannig er þetta nákvæm­lega með sölu Íslands­banka. Hann er kom­inn í 60 pró­sent hærra verð heldur en hann var þegar hann var seld­ur. Umsagn­ar­að­ilar sem komu í fjár­laga­nefnd og fjöll­uðu um þetta mið­uðu við kannski 10 pró­sent hækk­un, þá væru allir ánægð­ir, bæði kaup­endur og selj­end­ur. Ekki 60 pró­sent hækk­un. Þá erum við, rík­is­sjóð­ur, sam­eign okkar allra hérna, bók­staf­lega að gefa þessa eign til ann­arra,“ sagði þing­mað­ur­inn á Alþingi í vik­unni.

Ein­stak­lega heppi­legt fyrir þau sem keyptu

Björn Leví sagði í grein í Morg­un­blað­inu í vik­unni að salan væri meiri háttar mál, sér­stak­lega eftir „klúðrið“ síð­ast.

„Það er nefni­lega mjög merki­legt að öll gögn sem við fáum frá fjár­mála­ráðu­neyti, banka­sýslu og álíka aðilum segja okkur að fyrsta útboð Íslands­banka hafi heppn­ast mjög vel – og útskýra það bara með því að það hafi verið mik­ill áhugi og að margir ein­stak­lingar hafi keypt hlut í bank­an­um. Það var ein­stak­lega heppi­legt fyrir þau sem keyptu, auð­vit­að, því verðið hefur hækkað ansi mikið síðan útboðið fór fram eða um 60 pró­sent eða svo. Það er ekki annað en hægt að kalla það góð kaup. En mitt verk­efni er að skoða hvernig bank­inn var seld­ur. Ekki hvernig hann var keyptur (það er sér­stakt verk­efni út af fyrir sig),“ skrif­aði hann.

Þing­mað­ur­inn sagði að það hlyti að vera öllum aug­ljóst „að út frá sjón­ar­horni rík­is­sjóðs, okkar sam­eig­in­lega sjóðs, var þessi sala algjör hörm­ung. Samt ákvað banka­sýslan að greiða við­bót­ar­þóknun til ráð­gjafa í ljósi „góðrar nið­ur­stöð­u“. Þóknun sem end­aði í tæp­lega 1,4 millj­örðum króna.“

„Því miður er verið að selja banka í stríði. Málið fær örugg­lega ekki þá athygli sem það þarf vegna þess og fjár­mála­ráð­herra sleppur örugg­lega alveg við að bera nokkra ábyrgð á þessu risa­vaxna klúðri sem sala Íslands­banka er búin að vera fyrir rík­is­sjóð. Ráð­herra segir bara „vel heppn­að“ nægi­lega oft þrátt fyrir að það bók­staf­lega æpi á okkur hversu mikið klúður þetta mál er,“ skrif­aði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent