Vilja að Bjarni afli víðtækra heimilda til að selja afganginn af Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins hefur lagt fram tillögu til Bjarna Benediktssonar um hvernig eigi að selja eftirstandandi hlut í Íslandsbanka, sem er metinn á 126 milljarða króna. Bjarni þarf að samþykkja allar sölur.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer með eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer með eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka.
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins lagði fram í gær fram til­lögu til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um að stofn­unin fái heim­ild til að selja eft­ir­stand­andi 65 pró­sent hlut íslenskra rík­is­ins í Íslands­banka. Stefnt er að því að salan fari fram í nokkrum áföngum en heim­ildin á að gilda í tvö ár, eða út árið 2023. 

Til­lagan er í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur og fyr­ir­ætl­anir sem kynntar voru við gerð fjár­laga fyrir árið 2022.

Ríkið seldi 35 pró­sent hlut sinn í Íslands­banka í júní í fyrra og hluta­bréf í bank­anum voru í kjöl­farið skráð á mark­að. Hver hlutur var seldur á 79 krónur og sölu­and­virðið var 55,3 millj­arðar króna. Mark­aðsvirði bank­ans hefur síðan hækkað um 65 pró­sent og mark­aðsvirði eft­ir­stand­andi eign­ar­hlutar Íslands­banka því 162 millj­arðar króna í dag. 

Í minn­is­blaði sem birt hefur verið á vef Banka­sýslu rík­is­ins segir að þar sem hlutir í bank­anum séu skráðir á skipu­legum mark­aði telji Banka­sýsla rík­is­ins ein­sýnt að sala á frek­ari hlutum fari einnig fram með almennu útboði. „Aftur á móti er ljóst vegna umfangs áætl­aðrar sölu og stærðar útboða á hluta­bréfa­mörk­uðum að fram­kvæma þurfi sölu á svo stórum eign­ar­hlut í mörgum skref­um. Þar sem mark­aðs­að­stæð­ur, sem geta breyst með skömmum fyr­ir­vara, ráða því að mestu leyti hvenær tíma­setn­ing hverrar sölu er ákveðin og sala með almennu útboði tekur afar skamman tíma, telur Banka­sýsla rík­is­ins rétt að ráð­herra afli víð­tækra heim­ilda til sölu.“

Auglýsing
Í minn­is­blað­inu segir að til­laga stofn­un­ar­innar sé í fullu sam­ræmi við ákvæði fjár­laga fyrir árið 2022 sem þegar sé búið að sam­þykkja. „Aftur á móti verður ráð­herra upp­lýstur að fullu leyti um hverja sölu, enda þarf sam­þykki hans fyrir sölu­verði og sölu­magni í hvert skipti sem eign­ar­hlutir rík­is­ins í bank­anum eru fram­seldir til ann­arra eig­anda. Að mati stofn­un­ar­innar er ekk­ert í lögum nr. 155/2012 um sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum eða lög­skýr­inga­gögnum sem stendur í vegi fyrir þess­ari til­hög­un.“

Mis­mun­andi aðferðir við sölu

Banka­sýslan vill líta til fjög­urra sölu­að­ferða á eft­ir­stand­andi eign­ar­hlut í Íslands­banka. Í fyrsta lagi sölu með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi. Sala með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi fer fram á einum til tveimur dög­um. Í minn­is­blað­inu segir að til að tryggja að útboð­inu ljúki á far­sælan hátt sé ákveðnum fjölda fag­fjár­festa boðið að und­ir­rita trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingar við upp­haf hverrar sölu og búa þeir þar af leið­andi tíma­bundið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ing­um. „Er þá oft­ast um að ræða fjár­festa, sem annað hvort eru þegar eig­endur í und­ir­liggj­andi félagi eða hafa gefið til kynna áhuga á að taka þátt í frek­ari sölu hluta af hálfu ráð­andi eig­anda. Þegar áhugi þeirra liggur fyrir um verð og magn er svo tekin ákvörðun af hálfu selj­anda og ráð­gjafa hans að til­kynna um almennt útboð á hlutum eftir lokun mark­aða til hæfra fjár­festa. Eftir það gefst þessum fjár­festum svo tími það sem eftir lifir dags til að skila inn áskriftum, en nið­ur­stöður úthlut­unar þurfa þó að liggja fyrir áður en mark­aðir með hlut­ina opna dag­inn eft­ir.“

Í öðru lagi sölu með full mark­aðs­settu útboði, en það er opin útboð til almennra fjár­festa og hæfra fjár­festa, sem tekur nokkra daga. „Banka­sýsla rík­is­ins telur að sala með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi sé einnig í fullu sam­ræmi við meg­in­reglur sölu­með­ferðar og mark­mið stofn­un­ar­inn­ar. Aftur á móti eru mun færri dæmi um slíkar sölur á evr­ópskum hluta­bréfa­mörk­uðum und­an­farin ár, en aðferðin er vin­sælli í Banda­ríkj­unum og ann­ars staðar í heim­in­um. Má segja að sala með full mark­aðs­settu útboði falli á milli sölu með frumút­boði og sölu með til­boðs­fyr­ir­komu­lag­i.“

Í þriðja lagi miðl­un­ar­á­ætl­un, en sala sam­kvæmt henni fer yfir­leitt fram á síð­ari stigum sölu, t.d. þegar eign­ar­hlutur ráð­andi hlut­hafa liggur á nær þriðj­ungi af útistand­andi hluta­bréf­um. „Fer hún þannig fram að Banka­sýsla rík­is­ins myndi gefa verð­bréfa­fyr­ir­tæki fyr­ir­mæli um að selja ákveð­inn fjölda hluta, sem t.d. mið­ast við að mark­aðnum verði ekki ofgert þannig að sala geti verið sem næst mark­aðs­verð­i.“

Í fjórða lagi er lagt til sölu með útgáfu skipt­an­legra skulda­bréfa.

Um sjö þús­und hafa þegar selt

Í fjár­­­­­festa­kynn­ing­u vegna síð­­asta birta upp­­­gjörs Íslands­­­banka kom fram að hlut­hafar í Íslands­­­­­banka hefðu verið yfir 17 þús­und tals­ins í lok sept­­em­ber. Eftir útboðið í sumar voru hlut­haf­­­arnir um 24 þús­und tals­ins. Það þýðir að um sjö þús­und hafa þegar selt hlut sinn í Íslands­­­­­banka á þeim tíma sem liðin er frá hluta­fjár­­­út­­­­­boð­in­u.

Sá háttur var hafður á í útboð­inu að allir sem skráðu sig fyrir einni milljón króna eða minna myndu ekki skerð­­­ast ef eft­ir­­­spurn yrði umfram fram­­­boð. Þetta var gert til að draga sem flesta að þátt­­­töku. Eft­ir­­­spurnin reynd­ist níföld. 

Hluta­bréf í bank­­­anum hækk­­­uðu um 20 pró­­­sent strax á fyrsta degi eftir skrán­ingu á markað og hafa síðan hækkað jafnt og þétt. 

Sá sem keypti hlut í Íslands­­­­­­­banka af íslenska rík­­­­inu á eina milljón króna í júní gæti selt þann hlut í dag á um 1,65 millj­­­ónir króna, og þar með hagn­­­ast um 650 þús­und krónur á nokkrum mán­uð­­­um.

Bank­inn hagn­að­ist um 7,6 millj­­­arða króna á þriðja árs­fjórð­ungi 2021, sem er sá fyrsti sem leið eftir skrán­ingu hans á mark­að, og arð­­­semi eigin fjár hans var 15,7 pró­­­sent. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var hagn­aður Íslands­­­­­banka 16,6 millj­­­arðar króna og arð­­­semi eigin fjár hans á árs­grund­velli var 11,7 pró­­­sent. 

Hreinar þókn­ana­­­tekjur bank­ans á fyrstu níu mán­uðum árs­ins juk­ust um 20,1 pró­­­sent frá sama tíma­bili í fyrra og vaxta­­­tekjur hans hækk­­­uðu um 1,1 pró­­­sent, en þær voru 25,4 millj­­­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. 

Kostn­að­­­ar­hlut­­­fall bank­ans lækk­­­aði úr 55,3 í 46,6 pró­­­sent milli ára en stjórn­­­­­ar­­­kostn­aður hækk­­­aði, aðal­­­­­lega í tengslum við skrán­ingu Íslands­­­­­banka á mark­að, auk­ins launa­­­kostn­aðar vegna kjara­­­samn­ings­hækk­­­ana og kostn­aðar vegna upp­­­­­sagna. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent