Vilja að Bjarni afli víðtækra heimilda til að selja afganginn af Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins hefur lagt fram tillögu til Bjarna Benediktssonar um hvernig eigi að selja eftirstandandi hlut í Íslandsbanka, sem er metinn á 126 milljarða króna. Bjarni þarf að samþykkja allar sölur.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer með eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer með eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka.
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins lagði fram í gær fram til­lögu til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um að stofn­unin fái heim­ild til að selja eft­ir­stand­andi 65 pró­sent hlut íslenskra rík­is­ins í Íslands­banka. Stefnt er að því að salan fari fram í nokkrum áföngum en heim­ildin á að gilda í tvö ár, eða út árið 2023. 

Til­lagan er í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur og fyr­ir­ætl­anir sem kynntar voru við gerð fjár­laga fyrir árið 2022.

Ríkið seldi 35 pró­sent hlut sinn í Íslands­banka í júní í fyrra og hluta­bréf í bank­anum voru í kjöl­farið skráð á mark­að. Hver hlutur var seldur á 79 krónur og sölu­and­virðið var 55,3 millj­arðar króna. Mark­aðsvirði bank­ans hefur síðan hækkað um 65 pró­sent og mark­aðsvirði eft­ir­stand­andi eign­ar­hlutar Íslands­banka því 162 millj­arðar króna í dag. 

Í minn­is­blaði sem birt hefur verið á vef Banka­sýslu rík­is­ins segir að þar sem hlutir í bank­anum séu skráðir á skipu­legum mark­aði telji Banka­sýsla rík­is­ins ein­sýnt að sala á frek­ari hlutum fari einnig fram með almennu útboði. „Aftur á móti er ljóst vegna umfangs áætl­aðrar sölu og stærðar útboða á hluta­bréfa­mörk­uðum að fram­kvæma þurfi sölu á svo stórum eign­ar­hlut í mörgum skref­um. Þar sem mark­aðs­að­stæð­ur, sem geta breyst með skömmum fyr­ir­vara, ráða því að mestu leyti hvenær tíma­setn­ing hverrar sölu er ákveðin og sala með almennu útboði tekur afar skamman tíma, telur Banka­sýsla rík­is­ins rétt að ráð­herra afli víð­tækra heim­ilda til sölu.“

Auglýsing
Í minn­is­blað­inu segir að til­laga stofn­un­ar­innar sé í fullu sam­ræmi við ákvæði fjár­laga fyrir árið 2022 sem þegar sé búið að sam­þykkja. „Aftur á móti verður ráð­herra upp­lýstur að fullu leyti um hverja sölu, enda þarf sam­þykki hans fyrir sölu­verði og sölu­magni í hvert skipti sem eign­ar­hlutir rík­is­ins í bank­anum eru fram­seldir til ann­arra eig­anda. Að mati stofn­un­ar­innar er ekk­ert í lögum nr. 155/2012 um sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum eða lög­skýr­inga­gögnum sem stendur í vegi fyrir þess­ari til­hög­un.“

Mis­mun­andi aðferðir við sölu

Banka­sýslan vill líta til fjög­urra sölu­að­ferða á eft­ir­stand­andi eign­ar­hlut í Íslands­banka. Í fyrsta lagi sölu með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi. Sala með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi fer fram á einum til tveimur dög­um. Í minn­is­blað­inu segir að til að tryggja að útboð­inu ljúki á far­sælan hátt sé ákveðnum fjölda fag­fjár­festa boðið að und­ir­rita trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingar við upp­haf hverrar sölu og búa þeir þar af leið­andi tíma­bundið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ing­um. „Er þá oft­ast um að ræða fjár­festa, sem annað hvort eru þegar eig­endur í und­ir­liggj­andi félagi eða hafa gefið til kynna áhuga á að taka þátt í frek­ari sölu hluta af hálfu ráð­andi eig­anda. Þegar áhugi þeirra liggur fyrir um verð og magn er svo tekin ákvörðun af hálfu selj­anda og ráð­gjafa hans að til­kynna um almennt útboð á hlutum eftir lokun mark­aða til hæfra fjár­festa. Eftir það gefst þessum fjár­festum svo tími það sem eftir lifir dags til að skila inn áskriftum, en nið­ur­stöður úthlut­unar þurfa þó að liggja fyrir áður en mark­aðir með hlut­ina opna dag­inn eft­ir.“

Í öðru lagi sölu með full mark­aðs­settu útboði, en það er opin útboð til almennra fjár­festa og hæfra fjár­festa, sem tekur nokkra daga. „Banka­sýsla rík­is­ins telur að sala með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi sé einnig í fullu sam­ræmi við meg­in­reglur sölu­með­ferðar og mark­mið stofn­un­ar­inn­ar. Aftur á móti eru mun færri dæmi um slíkar sölur á evr­ópskum hluta­bréfa­mörk­uðum und­an­farin ár, en aðferðin er vin­sælli í Banda­ríkj­unum og ann­ars staðar í heim­in­um. Má segja að sala með full mark­aðs­settu útboði falli á milli sölu með frumút­boði og sölu með til­boðs­fyr­ir­komu­lag­i.“

Í þriðja lagi miðl­un­ar­á­ætl­un, en sala sam­kvæmt henni fer yfir­leitt fram á síð­ari stigum sölu, t.d. þegar eign­ar­hlutur ráð­andi hlut­hafa liggur á nær þriðj­ungi af útistand­andi hluta­bréf­um. „Fer hún þannig fram að Banka­sýsla rík­is­ins myndi gefa verð­bréfa­fyr­ir­tæki fyr­ir­mæli um að selja ákveð­inn fjölda hluta, sem t.d. mið­ast við að mark­aðnum verði ekki ofgert þannig að sala geti verið sem næst mark­aðs­verð­i.“

Í fjórða lagi er lagt til sölu með útgáfu skipt­an­legra skulda­bréfa.

Um sjö þús­und hafa þegar selt

Í fjár­­­­­festa­kynn­ing­u vegna síð­­asta birta upp­­­gjörs Íslands­­­banka kom fram að hlut­hafar í Íslands­­­­­banka hefðu verið yfir 17 þús­und tals­ins í lok sept­­em­ber. Eftir útboðið í sumar voru hlut­haf­­­arnir um 24 þús­und tals­ins. Það þýðir að um sjö þús­und hafa þegar selt hlut sinn í Íslands­­­­­banka á þeim tíma sem liðin er frá hluta­fjár­­­út­­­­­boð­in­u.

Sá háttur var hafður á í útboð­inu að allir sem skráðu sig fyrir einni milljón króna eða minna myndu ekki skerð­­­ast ef eft­ir­­­spurn yrði umfram fram­­­boð. Þetta var gert til að draga sem flesta að þátt­­­töku. Eft­ir­­­spurnin reynd­ist níföld. 

Hluta­bréf í bank­­­anum hækk­­­uðu um 20 pró­­­sent strax á fyrsta degi eftir skrán­ingu á markað og hafa síðan hækkað jafnt og þétt. 

Sá sem keypti hlut í Íslands­­­­­­­banka af íslenska rík­­­­inu á eina milljón króna í júní gæti selt þann hlut í dag á um 1,65 millj­­­ónir króna, og þar með hagn­­­ast um 650 þús­und krónur á nokkrum mán­uð­­­um.

Bank­inn hagn­að­ist um 7,6 millj­­­arða króna á þriðja árs­fjórð­ungi 2021, sem er sá fyrsti sem leið eftir skrán­ingu hans á mark­að, og arð­­­semi eigin fjár hans var 15,7 pró­­­sent. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var hagn­aður Íslands­­­­­banka 16,6 millj­­­arðar króna og arð­­­semi eigin fjár hans á árs­grund­velli var 11,7 pró­­­sent. 

Hreinar þókn­ana­­­tekjur bank­ans á fyrstu níu mán­uðum árs­ins juk­ust um 20,1 pró­­­sent frá sama tíma­bili í fyrra og vaxta­­­tekjur hans hækk­­­uðu um 1,1 pró­­­sent, en þær voru 25,4 millj­­­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. 

Kostn­að­­­ar­hlut­­­fall bank­ans lækk­­­aði úr 55,3 í 46,6 pró­­­sent milli ára en stjórn­­­­­ar­­­kostn­aður hækk­­­aði, aðal­­­­­lega í tengslum við skrán­ingu Íslands­­­­­banka á mark­að, auk­ins launa­­­kostn­aðar vegna kjara­­­samn­ings­hækk­­­ana og kostn­aðar vegna upp­­­­­sagna. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent