Sameining á Suðurlandi: Yrði stærsta sveitarfélag landsins

Kosið verður um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi samhliða þingkosningum í september. Samþykki íbúar tillöguna verður hið nýja sveitarfélag það stærsta á Íslandi og mun ná yfir um sextán prósent af landinu.

Þjófafoss í Þjórsá í Rangárþingi ytra.
Þjófafoss í Þjórsá í Rangárþingi ytra.
Auglýsing

Sveit­ar­stjórnir Ása­hrepps, Mýr­dals­hrepps, Rangár­þings eystra, Rangár­þings ytra og Skaft­ár­hrepps hafa ákveðið að atkvæða­greiðsla um sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna skuli fara fram sam­hliða Alþing­is­kosn­ingum þann 25. sept­em­ber í sam­ræmi við til­lögu sam­starfs­nefndar sem skipuð var full­trúum þeirra allra. Verk­efn­ið, sem unnið hefur verið að um nokk­urra mán­aða skeið, hefur hlotið nafnið Sveit­ar­fé­lagið Suð­ur­land og er unnið í sam­ræmi við stefnu sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra um sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga og þings­á­lyktun um stefnu­mót­andi áætlun í mál­efnum sveit­ar­fé­laga fyrir árin 2019–2033 og aðgerða­á­ætlun fyrir árin 2019–2023.

Auglýsing

Sam­starfs­nefndin var skipuð í nóv­em­ber í fyrra í fram­haldi af könn­un­ar­við­ræðum sveit­ar­fé­lag­anna. Í byrjun júní var svo til­laga nefnd­ar­innar og skýrsla henni til grund­vall­ar, Sveit­ar­fé­lagið Suð­ur­land-­stöðu­grein­ing og for­send­ur, birt. Er það álit nefnd­ar­innar að fram skuli fara atkvæða­greiðsla meðal íbúa sveit­ar­fé­lag­anna um sam­ein­ingu þeirra.

Sveit­ar­stjórn­irnar hafa fjallað um málið á fundum sínum und­an­farna daga og vikur og fjórar þeirra hafa þegar afgreitt til­lögu sam­starfs­nefnd­ar­innar og einnig sam­þykkt að fela henni und­ir­bún­ing atkvæða­greiðsl­unn­ar. Skaft­ár­hreppur á enn eftir að taka málið til síð­ari umræðu og verður það gert á fundi um miðjan júlí.

Mynd: Úr skýrslu samstarfsnefndar

Sam­einað sveit­ar­fé­lag yrði 15.659 fer­kíló­metrar og þar með það stærsta á Íslandi að flat­ar­máli, eða um 16 pró­sent af heild­ar­stærð lands­ins. Í stöðu­grein­ingu á mögu­legri sam­ein­ingu, þar sem hug­myndir sam­starfs­nefnd­ar­innar og nið­ur­stöðum grein­inga ráð­gjafa er lýst, kemur fram að fjar­lægðir eru meðal helstu áskor­ana. Öll sveit­ar­fé­lögin skora á ríkið að bæta sam­göngur innan svæð­is­ins með sér­stakri áherslu á bundið slit­lag á hér­aðs- og tengi­vegi.

Íbúar sveit­ar­fé­lag­anna fimm voru 5.317 í árs­byrjun 2021. Nýja sveit­ar­fé­lagið yrði því níunda fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag á Íslandi. Íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt síð­ustu ár og um 22 pró­sent á einum ára­tug. Fjölg­unin skýrist af nýjum íbúum með erlent rík­is­fang. Þeir voru 1.157 árið 2019 eða um 23 pró­sent íbúa. Hlut­fall þeirra var lang­hæst í Mýr­dals­hreppi eða um 40 pró­sent. „Áskorun felst í því að taka á móti þessum íbúum og nýta menntun þeirra og færn­i,“ segir í stöðu­grein­ing­unni. Íbúum með íslenskt rík­is­fang hefur hins vegar fækkað á sama tíma.

Dyrhólaey og Dyrhólaós í Mýrdalshreppi er ein mesta náttúruperla Íslands. Mynd: Af vef Sveitarfélagsins Suðurlands

Sveit­ar­fé­lögin hafa öll sína sér­stöðu og eru ólík á marga vegu þó að þau eigi einnig fjöl­margt sam­eig­in­legt. Í Rangár­þingi eystra búa yfir 1.900 manns en í Ása­hreppi um 270. Í flestum þeirra hefur ferða­þjón­usta vaxið gríð­ar­lega síð­ustu ár enda þar að finna margar helstu nátt­úruperlur Íslands. Innan tveggja þeirra, Ása­hrepps og Rangár­þings ytra, eru margar stærstu virkj­anir lands­ins sem af hljót­ast umtals­verðar tekj­ur. Bæði tekjur og skuldir sveit­ar­fé­lag­anna fimm eru mis­jafn­ar.

Á svæð­inu eru fimm sveit­ar­stjórnir með sam­tals 29 full­trúa. Þá eru tvö byggða­ráð starf­andi með sam­tals sex full­trúa. Á vegum sveit­ar­fé­lag­anna eru auk þess starf­andi 36 fasta­nefndir sem í sitja 152 full­trú­ar. Sam­tals skipa sveit­ar­fé­lögin full­trúa í 370 sæti í 103 stjórn­um, nefndum eða ráð­um.

Skuldir og skuldbindingar í sameinuðu sveitarfélagi hefðu verið um 4.200 milljónir króna árið 2020. Mynd: Úr skýrslu samstarfsnefndar

Kostn­aður við laun stjórna, ráða og nefnda nemur sam­an­lagt um 80-90 millj­ónum króna á ári. Hjá sveit­ar­fé­lög­unum eru 34 starfs­menn og eru starfs­menn í fjár­málum og stjórn­sýslu hlut­falls­lega fleiri á svæð­inu en hjá sam­an­burðar sveit­ar­fé­lög­um, segir í stöðu­grein­ing­unni. Til sam­an­burðar eru 35 starfs­menn í Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg þar sem íbúar eru tvö­falt fleiri.

Sveit­ar­fé­lögin fimm eiga þegar í miklu sam­starfi sín á milli sem og við önnur sveit­ar­fé­lög á Suð­ur­landi. Í stöðu­grein­ing­unni kemur fram að með sam­ein­ingu skap­ist m.a. tæki­færi til að efla sér­fræði­þekk­ingu með því að ráða í störf sem snúa að lög­fræði­ráð­gjöf, per­sónu­vernd, skjala­stjórn­un, fjöl­menn­ing­ar­málum og upp­lýs­inga­tækni. Þá veiti sam­ein­ing einnig tæki­færi til að fækka full­trú­um, hækka laun eða draga úr kostn­aði. Þá ætti að skap­ast hag­ræð­ing við fækkun sveit­ar­stjóra úr fimm í einn.

Skólar og hjúkr­un­ar­heim­ili

Í stöðu­grein­ing­unni er farið yfir það sem kallað er fram­tíð­ar­sýn sem m.a. felst í því að sam­ein­ist sveit­ar­fé­lögin verði stjórn­sýsla og þjón­usta áfram þar sem starfs­stöðvar eru í dag og að full­trúi sveit­ar­stjóra á hverjum stað verði tengiliður íbúa við stjórn­sýsl­una. Staf­ræn upp­lýs­inga­tækni verði nýtt til að ein­falda aðgengi íbú­anna að stjórn­sýsl­unni og þar fram eftir göt­un­um.

Á svæð­inu eru fimm grunn­skólar með um 550 nem­endur og jafn­margir leik­skólar með rúm­lega 260 nem­end­ur. Þrír tón­list­ar­skólar eru starf­andi á svæð­inu og nem­endur þeirra eru rúm­lega 300 tals­ins. Í stöðu­grein­ing­unni kemur fram að ekki séu „miklar breyt­ing­ar“ fyr­ir­sjá­an­legar á skipu­lagi skóla­starfs verði sveit­ar­fé­lögin sam­einuð og fjar­lægðir á milli byggða­kjarna „tryggja að skóla­starf verður áfram í öllum „hverf­um“ nýs sveit­ar­fé­lags“. Þá er fram­tíð­ar­sýnin einnig sú að skól­arnir haldi sjálf­stæði sínu og að stjórn­endur verði áfram í hverjum skóla. Einnig er stefnt að því að öll hjúkr­un­ar­heim­ili innan svæð­is­ins verði starf­rækt áfram.

Þórsmörk er innan skipulagssvæðis Rangárþings eystra. Mynd: Sigga Jóns

Meiri­hluti á móti hálend­is­þjóð­garði

Atvinnu­líf sveit­ar­fé­lag­anna fimm hefur ein­kennst af land­bún­aði, mat­væla­fram­leiðslu og þjón­ustu við land­bún­að. Síð­ustu árin hefur ferða­þjón­ustan hins vegar sótt veru­lega í sig veðr­ið. Í því sam­bandi er í stöðu­grein­ing­unni bent á að sam­einað sveit­ar­fé­lag yrði bæði aðili að Vatna­jök­uls­þjóð­garði og Kötlu jarð­vangi og „mik­il­vægt er að gætt verði að hags­munum þeirra í rekstri og stefnu­mótum þjóð­garða“. Einnig segir að tæki­færi séu í „öflugri hags­muna­gæslu gagn­vart rík­is­valdi í skipu­lags­málum á hálend­in­u“.

Í sam­an­tekt RÚV á afstöðu sveit­ar­stjórna og hrepps­nefnda til stofn­unar hálend­is­þjóð­garðs sem birt var í byrjun árs kom fram að fjögur hinna fimm sveit­ar­fé­laga sem kosið verður um að sam­eina á Suð­ur­landi voru and­víg stofnun hans en eitt henni hlynnt; Skaft­ár­hrepp­ur.

Hvað land­búnað varðar hefur fjöldi býla með búfénað staðið í stað frá alda­mótum en þeim hefur fækkað um 27 í Skaft­ár­hreppi, um 18 í Rangár­þingi eystra og níu í Mýr­dals­hreppi. Fjölgun hefur hins vegar orðið um 16 í Ása­hreppi og 38 í Rangár­þingi ytra. Þá hefur mikil aukn­ing orðið í ræktun ali­fugla á svæð­inu frá árinu 2000.

Tegundir búfjár í sveitarfélögunum fimm árið 2000 og árið 2019. Mynd: Úr skýrslu samstarfsnefndar

Ása­hreppur leggur á lág­marks­út­svar

Að teknu til­liti til sam­ein­ing­ar­fram­laga má búast við að skuldir lækki og tekjur hækki, þannig að sam­einað sveit­ar­fé­lag hafi „enn betri for­sendur til að standa undir skuld­bind­ingum frá árinu 2022,“ segir í stöðu­grein­ing­unni. Álagn­ing útsvars á launa­tekjur má vera á bil­inu 12,44 pró­sent til 14,52 pró­sent. Ása­hreppur leggur á lág­marks­út­svar en hin sveit­ar­fé­lögin fjögur hámarks­út­svar.

Sam­starfs­nefndin lagði einnig til við sveit­ar­stjórn­irnar að þær lýsi því yfir að þær muni ekki nýta heim­ild í 2. mgr. 120. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga, komi til þess að sam­ein­ing­ar­til­laga verði aðeins sam­þykkt af íbúum í hluta sveit­ar­fé­lag­anna, nema að und­an­gengnu sam­ráði við íbúa. Í því felst að hafni íbúar ein­hvers eða ein­hverra sveit­ar­fé­lag­anna sam­ein­ing­ar­til­lög­unni, munu aðrar sveit­ar­stjórnir ekki taka ákvörðun um sam­ein­ingu án þess að hafnar verði nýjar sam­ein­ing­ar­við­ræður og kosið að nýju.

Auglýsing

Verði sam­ein­ing sveit­ar­fé­lag­anna fimm hins vegar sam­þykkt mun hið nýja sveit­ar­fé­lag taka til starfa eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í maí á næsta ári. Þó að verk­efnið gangi undir heit­inu Sveit­ar­fé­lagið Suð­ur­land er ekki þar með sagt að það yrði nafnið á hinu nýja sveit­ar­fé­lagi. Algengt verk­lag er að kalla eftir til­lögum að nöfn­um, eiga sam­ráð við örnefna­nefnd og leggja því næst til­lögur til atkvæða­greiðslu meðal íbúa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent