Samfylkingin sýnir á kosningaspilin

Í kosningastefnu Samfylkingarinnar eru sett fram loforð um kjarabætur eldri borgara, öryrkja og barnafjölskyldna. Auk þess boðar flokkurinn upptöku stóreignaskatta, hærri álögur á stærstu útgerðarfyrirtækin og metnaðarfyllri aðgerðir í loftslagsmálum.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar heldur ræðu á fundinum í dag.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar heldur ræðu á fundinum í dag.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin boðar sókn gegn sér­hags­mun­um, auk­inn stuðn­ing við fjöl­skyldu­fólk, stór­eigna­skatta og metn­að­ar­fyllri aðgerðir í lofts­lags­málum í kosn­inga­stefnu sinni, sem kynnt var á fundi í Aur­ora Basecamp í Hafn­ar­firði í dag.

Kosn­inga­stefna flokks­ins er sett fram undir slag­orð­inu Betra líf, fyrir þig, þína fjöl­skyldu og kom­andi kyn­slóðir og sagði Logi Ein­ars­son for­maður flokks­ins í ávarpi sínu að í stefn­unni væri ekk­ert að finna sem Sam­fylk­ingin væri óviss um að geta fram­kvæmt, ef hún kæm­ist til valda eftir kom­andi kosn­ing­ar.

Hann sagði Sam­fylk­ing­una þannig ekki ætla í „lof­orða­kapp­hlaup“ við flokka sem kæmu fram með „óraun­hæfar til­lög­ur“ fyrir kosn­ing­ar, flokka sem væru fyrst og fremst að bjóða sig fram til þess að „veita hávært aðhald“. Logi nefndi ekki neinn sér­stakan flokk í þessu sam­hengi.

Barna­bætur fyrir með­al­tekju­fólk

Í kosn­inga­stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar eru þó nokkur lof­orð, sem sum hver eru ansi stór að vöxt­um. Þannig seg­ist flokk­ur­inn ætla að end­ur­reisa stuðn­ings­kerfið fyrir barna­fjöl­skyldur með því að greiða fullar barna­bætur með öllum börnum til for­eldra með allt að með­al­tekj­um, sem séu 1.200 þús­und krónur hjá pari eða 600 þús­und krónur hjá ein­stæðum for­eldr­um.

Þetta segir flokk­ur­inn að muni skila sér í því að með­al­fjöl­skylda með tvö börn, sem í dag fái engar barna­bæt­ur, fái 54 þús­und krónur í hverjum mán­uði.

Einnig lofar Sam­fylk­ingin því að hækka þak á greiðslum í fæð­ing­ar­or­lofi og vinna með sveit­ar­fé­lögum að því að brúa bilið á milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla og hækka fæð­ing­ar­styrk náms­manna og for­eldra utan vinnu­mark­aðar í dæmi­gert neyslu­við­mið félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Stór­eigna­skattar á hreina eign yfir 200 millj­ónum

Í skatta­málum seg­ist Sam­fylk­ingin vilja beita skatt­kerf­inu til þess að draga úr ójöfn­uði. Flokk­ur­inn seg­ist ætla sér að inn­leiða á ný stór­eigna­skatt á hreina eign umfram 200 millj­ónir og efla skatt­eft­ir­lit og skatt­rann­sóknir til að draga úr und­an­skot­um. Þá vill flokk­ur­inn fela emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra ákæru­vald.

Einnig seg­ist Sam­fylk­ingin ætla sér að hækka veiði­gjöld og taka upp sér­stakt álag á stærstu útgerð­ir, sem veiða yfir fimm þús­und þorskígildistonn á ári. Þetta segir flokk­ur­inn að muni ein­ungis leggj­ast á um tutt­ugu stærstu fyr­ir­tækin í íslenskum sjáv­ar­út­vegi.

Þús­und leigu- og búsetu­réttar­í­búðir á ári

Í hús­næð­is­málum seg­ist Sam­fylk­ingin vilja hafa for­ystu um grund­vall­ar­stefnu­breyt­ingu og að fjöl­skyldur eigi rétt á hús­næð­is­ör­yggi hvort sem þær eigi heim­ili sitt eða leigi.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin seg­ist ætla að stuðla að því að byggðar verði 1.000 leigu- og búsetu­réttar­í­búðir árlega með hús­næð­is­fé­lögum án hagn­að­ar­sjón­ar­miða og að það kalli á tvö­földun stofn­fram­laga til slíkra bygg­inga. Einnig seg­ist flokk­ur­inn vilja færa hús­næð­is- og bygg­ing­ar­mál undir eitt ráðu­neyti sem hafi yfir­sýn og beri ábyrgð á upp­bygg­ingu um allt land.

Þá seg­ist flokk­ur­inn ætla að styðja við rann­sóknir og nýsköpun í þróun bygg­inga til að ná niður bygg­ing­ar­kostn­aði og huga sér­stak­lega að því að tryggja fram­boð á íbúðum fyrir ungt fólk og hús­næði­kjarna fyrir eldra fólk.

Frí­tekju­mark öryrkja fari úr 110 þús­und í 200 þús­und

Í mál­efnum eldri borg­ara og öryrkja seg­ist Sam­fylk­ingin vilja draga úr skerð­ingum í almanna­trygg­ingum og ráð­ast í heild­ar­end­ur­skoðun almanna­trygg­inga. Í kosn­inga­stefnu flokks­ins segir að mark­miðið sé að líf­eyrir verði ekki lægri en lægstu laun, frí­tekju­mark líf­eyr­is­greiðslna verði fjór­faldað upp í 100 þús­und krónur og frí­tekju­mark atvinnu­tekna verði þre­faldað upp í 300 þús­und krón­ur.

Frá fundi Samfylkingarinnar í dag. Mynd: Samfylkingin

Þær aðgerðir sem Sam­fylk­ingin lofar því að ráð­ast í strax er að hækka frí­tekju­mark öryrkja vegna atvinnu­tekna úr 110 þús­und krónum upp í 200 þús­und og tvö­falda frí­tekju­mark eldra fólks vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna, úr 25 þús­und upp í 50 þús­und, auk þess að hækka frí­tekju­mark atvinnu­tekna upp í 200 þús­und krón­ur.

Kefla­vík­ur­lína og Land­lína auk Borg­ar­línu

Í lofts­lags­málum boðar Sam­fylk­ingin „nýja og miklu metn­að­ar­fyll­ri“ aðgerða­á­ætl­un, auk þess sem lagt er til að mark­mið um að minnsta kosti 60 pró­senta sam­drátt í losun Íslands fyrir árið 2030 verði fest í lög.

Þá seg­ist flokk­ur­inn ætla að hefja und­ir­bún­ing að Kefla­vík­ur­línu, grænni teng­ingu á milli Reykja­víkur og Kefla­vík­ur­flug­vallar og flýta Borg­ar­línu og öðrum lofts­lagsvænum fram­kvæmdum í sam­göngu­á­ætl­un.

Einnig seg­ist flokk­ur­inn ætla sér að byggja upp Land­línu, „heild­stætt almenn­ings­vagna­net svo að það verði ein­faldur og raun­hæfur kostur fyrir fólk að ferð­ast um Ísland án einka­bíls.“

Flokk­ur­inn seg­ist líka ætla sér að hraða orku­skiptum í sam­göngum og raf­væða bíla­leigu­bíla­flot­ann með skatta­legum hvötum og mark­vissri upp­bygg­ingu hleðslu­inn­viða. Þá vill Sam­fylk­ingin afnema skatta­af­slátt sem er í dag veittur af kaupum bíla sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti, tengilt­vinn­bíl­um.

Frí­tekju­mark fyrir lítil fyr­ir­tæki og ein­yrkja

Hvað efna­hags- og atvinnu­mál varðar seg­ist Sam­fylk­ingin vilja að Ísland vaxti út úr krepp­unni. Flokk­ur­inn seg­ist hafna „nið­ur­skurðar­á­ætl­unum rík­is­stjórn­ar­innar til næstu ára“ sem boð­aðar hafi verið í fjár­mála­á­ætlun næstu ára með orð­unum „af­komu­bæt­andi ráð­staf­an­ir“.

Sam­fylk­ingin seg­ist ætla sér að fjár­festa af krafti í grunn­innviðum og auka stuðn­ing við nýjar stoðir í atvinnu­líf­inu. Flokk­ur­inn seg­ist einnig ætla sér að ein­falda rekstr­ar­um­hverfi lít­illa fyr­ir­tækja og ein­yrkja, auka þjón­ustu við þau og létta álögur á þau með setn­ingu frí­tekju­marks fyrir fyr­ir­tæki, sem sam­kvæmt kosn­inga­stefn­unni á að eiga eitt­hvað skylt við per­sónu­af­slátt ein­stak­linga.

Grunn­fram­færsla náms­manna verði fært upp að neyslu­við­miði

Í mennta­málum seg­ist Sam­fylk­ingin ætla sér að hækka grunn­fram­færslu náms­manna í dæmi­gert neyslu­við­mið félags­mála­ráðu­neyt­is­ins og tryggja að frí­tekju­mark náms­manna sem eru á náms­lánum fylgi launa­þró­un.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig ætla að efla iðn-, verk- og starfs­nám þannig að fleiri geti fengið inn­göngu í þessar grein­ar, auk þess að efla list­nám með lækkun skóla­gjalda við Lista­há­skóla Íslands og greið­ara aðgengi að list­námi um allt land.

Sam­fylk­ingin seg­ist einn ætla sér að auka fram­lög til rann­sókn­ar- og vís­inda­sjóða og styðja nýsköpun og þró­un­ar­starf í mennta­mál­um.

Meira fjár­magn í heil­brigð­is­mál

Sam­fylk­ingin seg­ist vilja setja meira fé í heil­brigð­is­mál, ráð­ast í aðgerðir gegn und­ir­mönnun og stytta biðlista eftir brýnum aðgerð­um. Þá vill flokk­ur­inn ráð­ast í þjóð­ar­á­tak í geð­heil­brigð­is­málum um allt land.

Flokk­ur­inn seg­ist jafn­framt vilja að ríkið greiði allan ferða­kostnað inn­an­lands vegna nauð­syn­legrar heil­brigð­is­þjón­ustu við fólk fjarri heima­byggð, auk þess að nýta betur fjár­magn sem veitt sé til heil­brigð­is­mála.

Þá vill flokk­ur­inn létta álagi af Land­spít­ala með „kerf­is­breyt­ing­um, nýjum búsetu- og þjón­ustu­úr­ræðum fyrir eldra fólk, auk­inni heima­þjón­ustu og mark­vissri fjölgun hjúkr­un­ar­rýma.“

Þjóð­ar­at­kvæði um ESB og ný stjórn­ar­skrá

Sam­fylk­ingin vill að Ísland gangi inn í Evr­ópu­sam­bandið og er með það í kosn­inga­stefnu sinni að staðið verði við fyr­ir­heit um að þjóðin fái að kjósa um fram­hald aðild­ar­við­ræðna.

Einnig vill Sam­fylk­ingin að unnið verði að nýrri stjórn­ar­skrá á grunni þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar frá 2012. „Þjóð­ar­eign auð­linda, jafnt atkvæða­vægi og umhverf­is­vernd eru á meðal þess sem við teljum brýnt að binda í stjórn­ar­skrá,“ segir í kosn­inga­stefnu flokks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent