Samfylkingin sýnir á kosningaspilin

Í kosningastefnu Samfylkingarinnar eru sett fram loforð um kjarabætur eldri borgara, öryrkja og barnafjölskyldna. Auk þess boðar flokkurinn upptöku stóreignaskatta, hærri álögur á stærstu útgerðarfyrirtækin og metnaðarfyllri aðgerðir í loftslagsmálum.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar heldur ræðu á fundinum í dag.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar heldur ræðu á fundinum í dag.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin boðar sókn gegn sér­hags­mun­um, auk­inn stuðn­ing við fjöl­skyldu­fólk, stór­eigna­skatta og metn­að­ar­fyllri aðgerðir í lofts­lags­málum í kosn­inga­stefnu sinni, sem kynnt var á fundi í Aur­ora Basecamp í Hafn­ar­firði í dag.

Kosn­inga­stefna flokks­ins er sett fram undir slag­orð­inu Betra líf, fyrir þig, þína fjöl­skyldu og kom­andi kyn­slóðir og sagði Logi Ein­ars­son for­maður flokks­ins í ávarpi sínu að í stefn­unni væri ekk­ert að finna sem Sam­fylk­ingin væri óviss um að geta fram­kvæmt, ef hún kæm­ist til valda eftir kom­andi kosn­ing­ar.

Hann sagði Sam­fylk­ing­una þannig ekki ætla í „lof­orða­kapp­hlaup“ við flokka sem kæmu fram með „óraun­hæfar til­lög­ur“ fyrir kosn­ing­ar, flokka sem væru fyrst og fremst að bjóða sig fram til þess að „veita hávært aðhald“. Logi nefndi ekki neinn sér­stakan flokk í þessu sam­hengi.

Barna­bætur fyrir með­al­tekju­fólk

Í kosn­inga­stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar eru þó nokkur lof­orð, sem sum hver eru ansi stór að vöxt­um. Þannig seg­ist flokk­ur­inn ætla að end­ur­reisa stuðn­ings­kerfið fyrir barna­fjöl­skyldur með því að greiða fullar barna­bætur með öllum börnum til for­eldra með allt að með­al­tekj­um, sem séu 1.200 þús­und krónur hjá pari eða 600 þús­und krónur hjá ein­stæðum for­eldr­um.

Þetta segir flokk­ur­inn að muni skila sér í því að með­al­fjöl­skylda með tvö börn, sem í dag fái engar barna­bæt­ur, fái 54 þús­und krónur í hverjum mán­uði.

Einnig lofar Sam­fylk­ingin því að hækka þak á greiðslum í fæð­ing­ar­or­lofi og vinna með sveit­ar­fé­lögum að því að brúa bilið á milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla og hækka fæð­ing­ar­styrk náms­manna og for­eldra utan vinnu­mark­aðar í dæmi­gert neyslu­við­mið félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Stór­eigna­skattar á hreina eign yfir 200 millj­ónum

Í skatta­málum seg­ist Sam­fylk­ingin vilja beita skatt­kerf­inu til þess að draga úr ójöfn­uði. Flokk­ur­inn seg­ist ætla sér að inn­leiða á ný stór­eigna­skatt á hreina eign umfram 200 millj­ónir og efla skatt­eft­ir­lit og skatt­rann­sóknir til að draga úr und­an­skot­um. Þá vill flokk­ur­inn fela emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra ákæru­vald.

Einnig seg­ist Sam­fylk­ingin ætla sér að hækka veiði­gjöld og taka upp sér­stakt álag á stærstu útgerð­ir, sem veiða yfir fimm þús­und þorskígildistonn á ári. Þetta segir flokk­ur­inn að muni ein­ungis leggj­ast á um tutt­ugu stærstu fyr­ir­tækin í íslenskum sjáv­ar­út­vegi.

Þús­und leigu- og búsetu­réttar­í­búðir á ári

Í hús­næð­is­málum seg­ist Sam­fylk­ingin vilja hafa for­ystu um grund­vall­ar­stefnu­breyt­ingu og að fjöl­skyldur eigi rétt á hús­næð­is­ör­yggi hvort sem þær eigi heim­ili sitt eða leigi.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin seg­ist ætla að stuðla að því að byggðar verði 1.000 leigu- og búsetu­réttar­í­búðir árlega með hús­næð­is­fé­lögum án hagn­að­ar­sjón­ar­miða og að það kalli á tvö­földun stofn­fram­laga til slíkra bygg­inga. Einnig seg­ist flokk­ur­inn vilja færa hús­næð­is- og bygg­ing­ar­mál undir eitt ráðu­neyti sem hafi yfir­sýn og beri ábyrgð á upp­bygg­ingu um allt land.

Þá seg­ist flokk­ur­inn ætla að styðja við rann­sóknir og nýsköpun í þróun bygg­inga til að ná niður bygg­ing­ar­kostn­aði og huga sér­stak­lega að því að tryggja fram­boð á íbúðum fyrir ungt fólk og hús­næði­kjarna fyrir eldra fólk.

Frí­tekju­mark öryrkja fari úr 110 þús­und í 200 þús­und

Í mál­efnum eldri borg­ara og öryrkja seg­ist Sam­fylk­ingin vilja draga úr skerð­ingum í almanna­trygg­ingum og ráð­ast í heild­ar­end­ur­skoðun almanna­trygg­inga. Í kosn­inga­stefnu flokks­ins segir að mark­miðið sé að líf­eyrir verði ekki lægri en lægstu laun, frí­tekju­mark líf­eyr­is­greiðslna verði fjór­faldað upp í 100 þús­und krónur og frí­tekju­mark atvinnu­tekna verði þre­faldað upp í 300 þús­und krón­ur.

Frá fundi Samfylkingarinnar í dag. Mynd: Samfylkingin

Þær aðgerðir sem Sam­fylk­ingin lofar því að ráð­ast í strax er að hækka frí­tekju­mark öryrkja vegna atvinnu­tekna úr 110 þús­und krónum upp í 200 þús­und og tvö­falda frí­tekju­mark eldra fólks vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna, úr 25 þús­und upp í 50 þús­und, auk þess að hækka frí­tekju­mark atvinnu­tekna upp í 200 þús­und krón­ur.

Kefla­vík­ur­lína og Land­lína auk Borg­ar­línu

Í lofts­lags­málum boðar Sam­fylk­ingin „nýja og miklu metn­að­ar­fyll­ri“ aðgerða­á­ætl­un, auk þess sem lagt er til að mark­mið um að minnsta kosti 60 pró­senta sam­drátt í losun Íslands fyrir árið 2030 verði fest í lög.

Þá seg­ist flokk­ur­inn ætla að hefja und­ir­bún­ing að Kefla­vík­ur­línu, grænni teng­ingu á milli Reykja­víkur og Kefla­vík­ur­flug­vallar og flýta Borg­ar­línu og öðrum lofts­lagsvænum fram­kvæmdum í sam­göngu­á­ætl­un.

Einnig seg­ist flokk­ur­inn ætla sér að byggja upp Land­línu, „heild­stætt almenn­ings­vagna­net svo að það verði ein­faldur og raun­hæfur kostur fyrir fólk að ferð­ast um Ísland án einka­bíls.“

Flokk­ur­inn seg­ist líka ætla sér að hraða orku­skiptum í sam­göngum og raf­væða bíla­leigu­bíla­flot­ann með skatta­legum hvötum og mark­vissri upp­bygg­ingu hleðslu­inn­viða. Þá vill Sam­fylk­ingin afnema skatta­af­slátt sem er í dag veittur af kaupum bíla sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti, tengilt­vinn­bíl­um.

Frí­tekju­mark fyrir lítil fyr­ir­tæki og ein­yrkja

Hvað efna­hags- og atvinnu­mál varðar seg­ist Sam­fylk­ingin vilja að Ísland vaxti út úr krepp­unni. Flokk­ur­inn seg­ist hafna „nið­ur­skurðar­á­ætl­unum rík­is­stjórn­ar­innar til næstu ára“ sem boð­aðar hafi verið í fjár­mála­á­ætlun næstu ára með orð­unum „af­komu­bæt­andi ráð­staf­an­ir“.

Sam­fylk­ingin seg­ist ætla sér að fjár­festa af krafti í grunn­innviðum og auka stuðn­ing við nýjar stoðir í atvinnu­líf­inu. Flokk­ur­inn seg­ist einnig ætla sér að ein­falda rekstr­ar­um­hverfi lít­illa fyr­ir­tækja og ein­yrkja, auka þjón­ustu við þau og létta álögur á þau með setn­ingu frí­tekju­marks fyrir fyr­ir­tæki, sem sam­kvæmt kosn­inga­stefn­unni á að eiga eitt­hvað skylt við per­sónu­af­slátt ein­stak­linga.

Grunn­fram­færsla náms­manna verði fært upp að neyslu­við­miði

Í mennta­málum seg­ist Sam­fylk­ingin ætla sér að hækka grunn­fram­færslu náms­manna í dæmi­gert neyslu­við­mið félags­mála­ráðu­neyt­is­ins og tryggja að frí­tekju­mark náms­manna sem eru á náms­lánum fylgi launa­þró­un.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig ætla að efla iðn-, verk- og starfs­nám þannig að fleiri geti fengið inn­göngu í þessar grein­ar, auk þess að efla list­nám með lækkun skóla­gjalda við Lista­há­skóla Íslands og greið­ara aðgengi að list­námi um allt land.

Sam­fylk­ingin seg­ist einn ætla sér að auka fram­lög til rann­sókn­ar- og vís­inda­sjóða og styðja nýsköpun og þró­un­ar­starf í mennta­mál­um.

Meira fjár­magn í heil­brigð­is­mál

Sam­fylk­ingin seg­ist vilja setja meira fé í heil­brigð­is­mál, ráð­ast í aðgerðir gegn und­ir­mönnun og stytta biðlista eftir brýnum aðgerð­um. Þá vill flokk­ur­inn ráð­ast í þjóð­ar­á­tak í geð­heil­brigð­is­málum um allt land.

Flokk­ur­inn seg­ist jafn­framt vilja að ríkið greiði allan ferða­kostnað inn­an­lands vegna nauð­syn­legrar heil­brigð­is­þjón­ustu við fólk fjarri heima­byggð, auk þess að nýta betur fjár­magn sem veitt sé til heil­brigð­is­mála.

Þá vill flokk­ur­inn létta álagi af Land­spít­ala með „kerf­is­breyt­ing­um, nýjum búsetu- og þjón­ustu­úr­ræðum fyrir eldra fólk, auk­inni heima­þjón­ustu og mark­vissri fjölgun hjúkr­un­ar­rýma.“

Þjóð­ar­at­kvæði um ESB og ný stjórn­ar­skrá

Sam­fylk­ingin vill að Ísland gangi inn í Evr­ópu­sam­bandið og er með það í kosn­inga­stefnu sinni að staðið verði við fyr­ir­heit um að þjóðin fái að kjósa um fram­hald aðild­ar­við­ræðna.

Einnig vill Sam­fylk­ingin að unnið verði að nýrri stjórn­ar­skrá á grunni þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar frá 2012. „Þjóð­ar­eign auð­linda, jafnt atkvæða­vægi og umhverf­is­vernd eru á meðal þess sem við teljum brýnt að binda í stjórn­ar­skrá,“ segir í kosn­inga­stefnu flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent