Samfylkingin sýnir á kosningaspilin

Í kosningastefnu Samfylkingarinnar eru sett fram loforð um kjarabætur eldri borgara, öryrkja og barnafjölskyldna. Auk þess boðar flokkurinn upptöku stóreignaskatta, hærri álögur á stærstu útgerðarfyrirtækin og metnaðarfyllri aðgerðir í loftslagsmálum.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar heldur ræðu á fundinum í dag.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar heldur ræðu á fundinum í dag.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin boðar sókn gegn sér­hags­mun­um, auk­inn stuðn­ing við fjöl­skyldu­fólk, stór­eigna­skatta og metn­að­ar­fyllri aðgerðir í lofts­lags­málum í kosn­inga­stefnu sinni, sem kynnt var á fundi í Aur­ora Basecamp í Hafn­ar­firði í dag.

Kosn­inga­stefna flokks­ins er sett fram undir slag­orð­inu Betra líf, fyrir þig, þína fjöl­skyldu og kom­andi kyn­slóðir og sagði Logi Ein­ars­son for­maður flokks­ins í ávarpi sínu að í stefn­unni væri ekk­ert að finna sem Sam­fylk­ingin væri óviss um að geta fram­kvæmt, ef hún kæm­ist til valda eftir kom­andi kosn­ing­ar.

Hann sagði Sam­fylk­ing­una þannig ekki ætla í „lof­orða­kapp­hlaup“ við flokka sem kæmu fram með „óraun­hæfar til­lög­ur“ fyrir kosn­ing­ar, flokka sem væru fyrst og fremst að bjóða sig fram til þess að „veita hávært aðhald“. Logi nefndi ekki neinn sér­stakan flokk í þessu sam­hengi.

Barna­bætur fyrir með­al­tekju­fólk

Í kosn­inga­stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar eru þó nokkur lof­orð, sem sum hver eru ansi stór að vöxt­um. Þannig seg­ist flokk­ur­inn ætla að end­ur­reisa stuðn­ings­kerfið fyrir barna­fjöl­skyldur með því að greiða fullar barna­bætur með öllum börnum til for­eldra með allt að með­al­tekj­um, sem séu 1.200 þús­und krónur hjá pari eða 600 þús­und krónur hjá ein­stæðum for­eldr­um.

Þetta segir flokk­ur­inn að muni skila sér í því að með­al­fjöl­skylda með tvö börn, sem í dag fái engar barna­bæt­ur, fái 54 þús­und krónur í hverjum mán­uði.

Einnig lofar Sam­fylk­ingin því að hækka þak á greiðslum í fæð­ing­ar­or­lofi og vinna með sveit­ar­fé­lögum að því að brúa bilið á milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla og hækka fæð­ing­ar­styrk náms­manna og for­eldra utan vinnu­mark­aðar í dæmi­gert neyslu­við­mið félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Stór­eigna­skattar á hreina eign yfir 200 millj­ónum

Í skatta­málum seg­ist Sam­fylk­ingin vilja beita skatt­kerf­inu til þess að draga úr ójöfn­uði. Flokk­ur­inn seg­ist ætla sér að inn­leiða á ný stór­eigna­skatt á hreina eign umfram 200 millj­ónir og efla skatt­eft­ir­lit og skatt­rann­sóknir til að draga úr und­an­skot­um. Þá vill flokk­ur­inn fela emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra ákæru­vald.

Einnig seg­ist Sam­fylk­ingin ætla sér að hækka veiði­gjöld og taka upp sér­stakt álag á stærstu útgerð­ir, sem veiða yfir fimm þús­und þorskígildistonn á ári. Þetta segir flokk­ur­inn að muni ein­ungis leggj­ast á um tutt­ugu stærstu fyr­ir­tækin í íslenskum sjáv­ar­út­vegi.

Þús­und leigu- og búsetu­réttar­í­búðir á ári

Í hús­næð­is­málum seg­ist Sam­fylk­ingin vilja hafa for­ystu um grund­vall­ar­stefnu­breyt­ingu og að fjöl­skyldur eigi rétt á hús­næð­is­ör­yggi hvort sem þær eigi heim­ili sitt eða leigi.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin seg­ist ætla að stuðla að því að byggðar verði 1.000 leigu- og búsetu­réttar­í­búðir árlega með hús­næð­is­fé­lögum án hagn­að­ar­sjón­ar­miða og að það kalli á tvö­földun stofn­fram­laga til slíkra bygg­inga. Einnig seg­ist flokk­ur­inn vilja færa hús­næð­is- og bygg­ing­ar­mál undir eitt ráðu­neyti sem hafi yfir­sýn og beri ábyrgð á upp­bygg­ingu um allt land.

Þá seg­ist flokk­ur­inn ætla að styðja við rann­sóknir og nýsköpun í þróun bygg­inga til að ná niður bygg­ing­ar­kostn­aði og huga sér­stak­lega að því að tryggja fram­boð á íbúðum fyrir ungt fólk og hús­næði­kjarna fyrir eldra fólk.

Frí­tekju­mark öryrkja fari úr 110 þús­und í 200 þús­und

Í mál­efnum eldri borg­ara og öryrkja seg­ist Sam­fylk­ingin vilja draga úr skerð­ingum í almanna­trygg­ingum og ráð­ast í heild­ar­end­ur­skoðun almanna­trygg­inga. Í kosn­inga­stefnu flokks­ins segir að mark­miðið sé að líf­eyrir verði ekki lægri en lægstu laun, frí­tekju­mark líf­eyr­is­greiðslna verði fjór­faldað upp í 100 þús­und krónur og frí­tekju­mark atvinnu­tekna verði þre­faldað upp í 300 þús­und krón­ur.

Frá fundi Samfylkingarinnar í dag. Mynd: Samfylkingin

Þær aðgerðir sem Sam­fylk­ingin lofar því að ráð­ast í strax er að hækka frí­tekju­mark öryrkja vegna atvinnu­tekna úr 110 þús­und krónum upp í 200 þús­und og tvö­falda frí­tekju­mark eldra fólks vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna, úr 25 þús­und upp í 50 þús­und, auk þess að hækka frí­tekju­mark atvinnu­tekna upp í 200 þús­und krón­ur.

Kefla­vík­ur­lína og Land­lína auk Borg­ar­línu

Í lofts­lags­málum boðar Sam­fylk­ingin „nýja og miklu metn­að­ar­fyll­ri“ aðgerða­á­ætl­un, auk þess sem lagt er til að mark­mið um að minnsta kosti 60 pró­senta sam­drátt í losun Íslands fyrir árið 2030 verði fest í lög.

Þá seg­ist flokk­ur­inn ætla að hefja und­ir­bún­ing að Kefla­vík­ur­línu, grænni teng­ingu á milli Reykja­víkur og Kefla­vík­ur­flug­vallar og flýta Borg­ar­línu og öðrum lofts­lagsvænum fram­kvæmdum í sam­göngu­á­ætl­un.

Einnig seg­ist flokk­ur­inn ætla sér að byggja upp Land­línu, „heild­stætt almenn­ings­vagna­net svo að það verði ein­faldur og raun­hæfur kostur fyrir fólk að ferð­ast um Ísland án einka­bíls.“

Flokk­ur­inn seg­ist líka ætla sér að hraða orku­skiptum í sam­göngum og raf­væða bíla­leigu­bíla­flot­ann með skatta­legum hvötum og mark­vissri upp­bygg­ingu hleðslu­inn­viða. Þá vill Sam­fylk­ingin afnema skatta­af­slátt sem er í dag veittur af kaupum bíla sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti, tengilt­vinn­bíl­um.

Frí­tekju­mark fyrir lítil fyr­ir­tæki og ein­yrkja

Hvað efna­hags- og atvinnu­mál varðar seg­ist Sam­fylk­ingin vilja að Ísland vaxti út úr krepp­unni. Flokk­ur­inn seg­ist hafna „nið­ur­skurðar­á­ætl­unum rík­is­stjórn­ar­innar til næstu ára“ sem boð­aðar hafi verið í fjár­mála­á­ætlun næstu ára með orð­unum „af­komu­bæt­andi ráð­staf­an­ir“.

Sam­fylk­ingin seg­ist ætla sér að fjár­festa af krafti í grunn­innviðum og auka stuðn­ing við nýjar stoðir í atvinnu­líf­inu. Flokk­ur­inn seg­ist einnig ætla sér að ein­falda rekstr­ar­um­hverfi lít­illa fyr­ir­tækja og ein­yrkja, auka þjón­ustu við þau og létta álögur á þau með setn­ingu frí­tekju­marks fyrir fyr­ir­tæki, sem sam­kvæmt kosn­inga­stefn­unni á að eiga eitt­hvað skylt við per­sónu­af­slátt ein­stak­linga.

Grunn­fram­færsla náms­manna verði fært upp að neyslu­við­miði

Í mennta­málum seg­ist Sam­fylk­ingin ætla sér að hækka grunn­fram­færslu náms­manna í dæmi­gert neyslu­við­mið félags­mála­ráðu­neyt­is­ins og tryggja að frí­tekju­mark náms­manna sem eru á náms­lánum fylgi launa­þró­un.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig ætla að efla iðn-, verk- og starfs­nám þannig að fleiri geti fengið inn­göngu í þessar grein­ar, auk þess að efla list­nám með lækkun skóla­gjalda við Lista­há­skóla Íslands og greið­ara aðgengi að list­námi um allt land.

Sam­fylk­ingin seg­ist einn ætla sér að auka fram­lög til rann­sókn­ar- og vís­inda­sjóða og styðja nýsköpun og þró­un­ar­starf í mennta­mál­um.

Meira fjár­magn í heil­brigð­is­mál

Sam­fylk­ingin seg­ist vilja setja meira fé í heil­brigð­is­mál, ráð­ast í aðgerðir gegn und­ir­mönnun og stytta biðlista eftir brýnum aðgerð­um. Þá vill flokk­ur­inn ráð­ast í þjóð­ar­á­tak í geð­heil­brigð­is­málum um allt land.

Flokk­ur­inn seg­ist jafn­framt vilja að ríkið greiði allan ferða­kostnað inn­an­lands vegna nauð­syn­legrar heil­brigð­is­þjón­ustu við fólk fjarri heima­byggð, auk þess að nýta betur fjár­magn sem veitt sé til heil­brigð­is­mála.

Þá vill flokk­ur­inn létta álagi af Land­spít­ala með „kerf­is­breyt­ing­um, nýjum búsetu- og þjón­ustu­úr­ræðum fyrir eldra fólk, auk­inni heima­þjón­ustu og mark­vissri fjölgun hjúkr­un­ar­rýma.“

Þjóð­ar­at­kvæði um ESB og ný stjórn­ar­skrá

Sam­fylk­ingin vill að Ísland gangi inn í Evr­ópu­sam­bandið og er með það í kosn­inga­stefnu sinni að staðið verði við fyr­ir­heit um að þjóðin fái að kjósa um fram­hald aðild­ar­við­ræðna.

Einnig vill Sam­fylk­ingin að unnið verði að nýrri stjórn­ar­skrá á grunni þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar frá 2012. „Þjóð­ar­eign auð­linda, jafnt atkvæða­vægi og umhverf­is­vernd eru á meðal þess sem við teljum brýnt að binda í stjórn­ar­skrá,“ segir í kosn­inga­stefnu flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent