Samherji ekki lengur á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki

Frá 2012 hefur Samherji, eitt stærsta fyrirtæki landsins, og tengd félög verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Það var gagnrýnt þar sem Samherji er til rannsóknar vegna mútubrota. Skilyrði voru þrengd í ár og Samherji náði ekki inn.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Listi Credit­info yfir fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki var birtur í 13 sinn í gær. Þar kom fram að 875 fyr­ir­tæki, eða tvö pró­sent fyr­ir­tækja lands­ins, teld­ust vera slík. Það eru átta færri en í fyrra. 

Á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem eru ekki á list­anum í ár eru Sam­herji hf., eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins. Það hafði verið á honum síð­ustu tíu árin á undan og var í fjórða sæti í flokki stórra fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja í fyrra. Vera Sam­herja á lista yfir fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki vakti athygli, og var til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um, enda fyr­ir­tækið til rann­sóknar hjá yfir­völdum hér­lendis og í Namibíu vegna meintra mútu­mála, pen­inga­þvættis og skatta­snið­göngu. Þá var einnig opin­berað í fyrra­vor að innan Sam­herja hefði verið rekið áróð­­ur­s­­stríð gegn blaða­­mönnum og fjöl­miðlum sem fjallað höfðu um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins, með vit­und og vilja æðstu yfir­­­manna. Fyr­ir­tækið baðst afsök­unar á fram­­ferði sínu í kjöl­far­ið. 

Sam­herji Ísland, útgerð­­ar- og fisk­vinnslu­­fyr­ir­tæki að öllu leyti í eigu Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unn­­ar, sem verið hefur á lista Credit­info síð­ast­lið­inn sjö ár, er heldur ekki á list­anum í ár. Sömu sögu er að segja um Sam­herja fisk­eldi, sem var á list­anum í átta ár til 2019, og Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga, sem er að öllu leyti í eigu Sam­herja og var einnig á list­anum frá 2014. 

Auglýsing
Síldarvinnslan, eitt stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins þar sem Sam­herji er stærsti ein­staki eig­and­inn með 32,64 pró­sent eign­ar­hlut, er hins vegar áfram á list­anum líkt og það hefur verið á hverju ári síðan 2012. Þar situr Síld­ar­vinnslan í 5. sæti yfir stór fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki. Stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unnar er Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herj­a. 

Credit­info setur saman list­ann og setur ýmis skil­yrði fyrir því. Í ár voru þau skil­yrði þrengd. Fyr­ir­tæki geta síðan greitt 99 þús­und krónur auk virð­is­auka­skatts fyrir við­ur­kenn­ing­ar­skjal og leyfi til að nota merki vott­un­ar­innar í kynn­ing­ar­efn­i. 

Init sem talið var að reynt hafi að fela raun­veru­legan hagnað

Annað fyr­ir­tæki sem var á list­anum í fyrra, en er þar ekki núna, er hug­­bún­­að­­ar­­fyr­ir­tækið Init ehf. Það var í 4. sæti í flokki lít­illa fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja. Fyrr á síð­asta ári hafði frétta­­skýr­ing­­ar­þátt­­ur­inn Kveikur sagt frá mörg ­hund­ruð millj­­óna króna við­­skiptum Init, sem hafði árum saman haldið utan um tölvu­­kerfi fyrir helstu líf­eyr­is­­sjóði lands­ins, við starfs­­menn og hlut­hafa félags­­ins. Fram kom í umfjöllun Kveiks að svo virt­ist sem eig­endur Init hefðu reynt að fela raun­veru­­legan hagnað sinn af vinnu við tölvu­­kerfi líf­eyr­is­­sjóð­anna fyrir eig­endum og not­endum kerf­is­ins.

Í úttekt sem Reikn­i­­stofa líf­eyr­is­­sjóða (RL) lét end­­ur­­skoð­un­­ar­­fyr­ir­tækið Ernst & Young vinna vegna máls­ins kom fram að fyr­ir­tækið hefði brotið á samn­ingum sínum við RL og að ekki feng­ist séð að eðli­­legur rekstr­­ar­til­­gangur hefði að öllu leyti legið að baki greiðslum frá Init til félaga í eigu hlut­hafa og starfs­­manna. Dag­inn áður en listi Credit­info yfir fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki 2021 var birtur til­­kynnti RL að líf­eyr­is­­sjóðir ætl­uðu taka yfir rekstur á hug­­bún­­að­­ar­­kerf­inu úr höndum Init, vegna brota félags­­ins á samn­ingi þess við RL.

Þurfa að svara spurn­ingum um sam­fé­lags­lega ábyrgð

Til að kom­ast á lista Credit­info þarf að upp­fylla ýmis skil­yrði fyr­ir­tæk­is­ins. Fyr­ir­tæki sem kom­­ast á list­ann geta síðan keypt vottun og sam­an­­burð­­ar­­skýrslu af Credit­in­fo, sem kostar, líkt og áður sagði, 99.000 krón­ur auk virð­is­auka­skatts.

Þegar Credit­info metur hvort fyr­ir­tæki telj­ist fram­úr­skar­andi er meðal ann­ars horft til þess hvort árs­reikn­ingi hafi verið skilað á réttum tíma, og þegar litið sé til síð­ustu þriggja ára sé rekstr­ar­hagn­að­ur, ársnið­ur­staðan jákvæð, rekstr­ar­tekjur að lág­marki 50 millj­ónir króna og að eig­in­fjár­hlut­fall sé að minnsta kosti 20 pró­sent.

Hrefna Ösp Sig­finns­dótt­ir, sem þá hafði nýlega verið ráð­in fram­­kvæmda­­stjóri Credit­in­fo, sagði i svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í nóv­em­ber í fyrra um þær kröfur sem gerðar eru til fyr­ir­tækja svo þau telj­ist fram­úr­skar­andi, að Credit­info ynni að því að fjölga mæli­kvörð­unum sem eru að baki vott­un­inni. „Eins er til skoð­unar hvort Credit­info áskilji sér rétt til að fjar­lægja fyr­ir­tæki tíma­bundið af list­­anum ef uppi eru sér­­­stök álita­­mál um fram­­göngu þeirra eða ef þau sæta rann­­sókn vegna spill­ing­­ar­­mála.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði samkomu sem haldin var í Hörpu í gær vegna valsins á framúrskarandi fyrirtækjum. Mynd: Aðsend

Slíkar breyt­ingar hafa verið gerð­ar. Í til­kynn­ingu sem send var út vegna birt­ingu list­ans í gær­kvöldi kom enda fram að nú væri erf­ið­ara en nokkru sinni áður að kom­ast á list­ann. Nú þurfa stærri fyr­ir­tækin í fyrsta sinn að svara spurn­ingum um sam­fé­lags­lega ábyrgð til að vera gjald­geng á list­ann.

Þá kemur fram á vef Credit­info að fyr­ir­tækið áskilji sér rétt til að fjar­lægja fyr­ir­tæki tíma­bundið af lista, svo sem vegna opin­berra rann­sókna sem geta haft stór­felld áhrif á fyr­ir­tæk­ið.

Eyrir Invest á toppnum

Á lista Credit­info yfir þau stóru fyr­ir­tæki lands­ins (þau sem eiga eignir sem metnar eru yfir einn millj­arð króna) trónir fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Eyrir Invest, stærsti eig­andi Mar­el, á toppn­um. Þar á eftir koma tvö fyr­ir­tæki í opin­berri eigu. Ann­ars er þar um að ræða Lands­virkj­un, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, og hins vegar Félags­bú­stað­ir, sem er í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Mar­el, verð­mætasta fyr­ir­tækið í Kaup­höll Íslands, situr svo sjálft í fjórða sæti og Síld­ar­vinnslan er, líkt og áður sagði, í því fimmta. Þar á eftir kemur annað skráð sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, Brim.

Í flokki með­al­stórra fyr­ir­tækja, þeirra sem eiga eignir frá 200 til 1.000 millj­óna króna, situr mat­væla­fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Mar­hólmar í fyrsta sæti, gler­augna­versl­unin Opt­ical Studio í öðru og ACRO verð­bréf í því þriðja. Í flokki lít­illa fyr­ir­tækja, þeirra sem eiga eignir á frá 100 til 200 millj­óna króna, situr Fit Food í fyrsta sæti, Heyrn­ar­tæki ehf. í öðru og Hlaðir ehf. í því þriðja. 

Hér er hægt að fletta upp þeim fyr­ir­tækjum sem eru á list­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent