Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg

Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Auglýsing

Skipu­lags- og sam­göngu­ráð Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti á fundi sínum í dag til­lögu um að hámarks­hraði á lang­flestum borg­ar­götum verði lækk­aður í 40 eða 30 kíló­metra hraða.

Eng­inn akvegur á for­ræði borg­ar­yf­ir­valda en ekki Vega­gerð­ar, verður lengur með yfir 50 kíló­metra hámarks­hraða og engin borg­ar­gata vestan Elliðaáa verður með yfir 40 kíló­metra hámarks­hraða, sam­kvæmt þess­ari nýju hámarks­hraða­á­ætlun borg­ar­inn­ar.

For­maður ráðs­ins og borg­ar­full­trúi Pírata, Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, sagði frá þess­ari sam­þykkt ráðs­ins á Twitter í dag. Til­lagan fær­ist nú áfram í borg­ar­kerf­inu og fer fyrir borg­ar­ráð og svo borg­ar­stjórn í fram­hald­inu.

Sam­kvæmt skýr­ing­ar­myndum sem hún birtir þar felur til­lagan í sér að hámarks­hraði á fjöl­mörgum göt­um, til dæmis Suð­ur­lands­braut, Bústaða­vegi, Snorra­braut, Löngu­hlíð, Grens­ás­vegi og svo mætti áfram lengi telja, verði lækk­aður úr 60 eða 50 km/klst niður í 40 km/klst.

Sjá má sam­an­burð á núver­andi stöðu og því sem fellst í til­lög­unni á mynd­unum hér að neð­an:

Núverandi hámarkshraði á borgargötum.

Tillaga að nýjum hámarkshraða á götum borgarinnar, sem samþykkt hefur verið í skipulags- og samgönguráði.

400 ný „30 km hlið“ og 700 yfir­borðs­merk­ingar

„Það var stór­kost­legt átak að ná Hring­braut­inni niður í 40 km. Í dag munu miklu fleiri íbúar í öllum hverfum borg­ar­innar fá að njóta þess sama,“ segir Sig­ur­borg Ósk á Twitt­er.

Auglýsing

Hún segir að til þess að fylgja nýja hraða­plan­inu eftir verði settir upp yfir 400 ný „30 km hlið“ upp á götum borg­ar­innar og 700 nýjar yfir­borðs­merk­ing­ar, með nýjum hámarks­hraða gatna. Götur verði einnig þrengdar og gróðri bætt í götu­rými, auk þess sem hjóla­stígar verði lagðir sam­síða götu.

„Lægri hraði = færri slys. Reykja­vík­ur­borg á ekki að vera bíla­borg heldur borg á for­sendum fólks­ins,“ skrifar Sig­ur­borg Ósk.

Mark­miðið er að eng­inn slas­ist alvar­lega eða lát­ist í umferð­ar­slysum innan borg­ar­innar

Nánar er fjallað um nýja hámarks­hraða­á­ætlun Reykja­víkur í til­kynn­ingu á vef borg­ar­innar í dag. Þar segir að hún byggi á Umferð­ar­ör­ygg­is­á­ætlun Reykja­víkur 2019-2023 sem sam­þykkt var af skipu­lags- og sam­göngu­ráði og borg­ar­ráði síð­asta sum­ar. Til­lagan hafi verið kynnt sér­stak­lega fyrir full­trúum Strætó og full­trúum lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem fengu hana einnig til umsagn­ar. Íbúa­ráð borg­ar­innar fengu einnig senda áætlun við­kom­andi borg­ar­hluta til umsagn­ar. Hægt er að kynna sér umsagnir og svör við þeim hér.

„Mark­mið hámarks­hraða­á­ætl­un­ar­innar er að stuðla að bættu umferð­ar­ör­yggi í sam­ræmi við áherslur umferð­ar­ör­ygg­is­á­ætl­unar borg­ar­inn­ar. Það er yfir­lýst mark­mið Reykja­vík­ur­borgar að eng­inn slas­ist alvar­lega eða lát­ist í umferð­ar­slysum innan borg­ar­inn­ar. Það er því ekki rétt­læt­an­legt að fórna heilsu veg­far­enda fyrir aðra hags­muni sam­fé­lags­ins, eins og til dæmis minni taf­ir. Sé ætl­unin að koma í veg fyrir alvar­leg slys á fólki í umferð­inni þar sem ólíkir ferða­mátar mæt­ast verður blöndun ólíkra ferða­máta að vera á for­sendum gang­andi og hjólandi veg­far­enda. Eitt skref í þá átt er að stuðla að lágum umferð­ar­hraða við þær aðstæð­ur,“ segir í til­kynn­ing­unni á vef borg­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent