Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg

Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Auglýsing

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að hámarkshraði á langflestum borgargötum verði lækkaður í 40 eða 30 kílómetra hraða.

Enginn akvegur á forræði borgaryfirvalda en ekki Vegagerðar, verður lengur með yfir 50 kílómetra hámarkshraða og engin borgargata vestan Elliðaáa verður með yfir 40 kílómetra hámarkshraða, samkvæmt þessari nýju hámarkshraðaáætlun borgarinnar.

Formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, sagði frá þessari samþykkt ráðsins á Twitter í dag. Tillagan færist nú áfram í borgarkerfinu og fer fyrir borgarráð og svo borgarstjórn í framhaldinu.

Samkvæmt skýringarmyndum sem hún birtir þar felur tillagan í sér að hámarkshraði á fjölmörgum götum, til dæmis Suðurlandsbraut, Bústaðavegi, Snorrabraut, Lönguhlíð, Grensásvegi og svo mætti áfram lengi telja, verði lækkaður úr 60 eða 50 km/klst niður í 40 km/klst.

Sjá má samanburð á núverandi stöðu og því sem fellst í tillögunni á myndunum hér að neðan:

Núverandi hámarkshraði á borgargötum.

Tillaga að nýjum hámarkshraða á götum borgarinnar, sem samþykkt hefur verið í skipulags- og samgönguráði.

400 ný „30 km hlið“ og 700 yfirborðsmerkingar

„Það var stórkostlegt átak að ná Hringbrautinni niður í 40 km. Í dag munu miklu fleiri íbúar í öllum hverfum borgarinnar fá að njóta þess sama,“ segir Sigurborg Ósk á Twitter.

Auglýsing

Hún segir að til þess að fylgja nýja hraðaplaninu eftir verði settir upp yfir 400 ný „30 km hlið“ upp á götum borgarinnar og 700 nýjar yfirborðsmerkingar, með nýjum hámarkshraða gatna. Götur verði einnig þrengdar og gróðri bætt í göturými, auk þess sem hjólastígar verði lagðir samsíða götu.

„Lægri hraði = færri slys. Reykjavíkurborg á ekki að vera bílaborg heldur borg á forsendum fólksins,“ skrifar Sigurborg Ósk.

Markmiðið er að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum innan borgarinnar

Nánar er fjallað um nýja hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur í tilkynningu á vef borgarinnar í dag. Þar segir að hún byggi á Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2019-2023 sem samþykkt var af skipulags- og samgönguráði og borgarráði síðasta sumar. Tillagan hafi verið kynnt sérstaklega fyrir fulltrúum Strætó og fulltrúum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fengu hana einnig til umsagnar. Íbúaráð borgarinnar fengu einnig senda áætlun viðkomandi borgarhluta til umsagnar. Hægt er að kynna sér umsagnir og svör við þeim hér.

„Markmið hámarkshraðaáætlunarinnar er að stuðla að bættu umferðaröryggi í samræmi við áherslur umferðaröryggisáætlunar borgarinnar. Það er yfirlýst markmið Reykjavíkurborgar að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum innan borgarinnar. Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir. Sé ætlunin að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni þar sem ólíkir ferðamátar mætast verður blöndun ólíkra ferðamáta að vera á forsendum gangandi og hjólandi vegfarenda. Eitt skref í þá átt er að stuðla að lágum umferðarhraða við þær aðstæður,“ segir í tilkynningunni á vef borgarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent