Samtök gegn íslamsvæðingu komin til Íslands

h_51734028.jpg
Auglýsing

Peg­ida, „sam­tök fólks gegn islam­væð­ingu Evr­ópu“, hafa verið stofnuð á Íslandi. Face­book-­síða hefur verið stofnuð og tæp­lega 270 manns hafa látið sér líka við hana. Sam­tökin segj­ast ætla að birta frétta­tengt efni sem teng­ist inn­reið og upp­gangi Íslams í Evr­ópu, efni sem þau segja að fjöl­miðlar á Íslandi birti ekki vegna þögg­unar og póli­tísks rétt­trún­að­ar.

Pegida á Íslandi hefur stofnað Facebook-síðu. Peg­ida á Íslandi hefur stofnað Face­book-­síð­u.

Sam­tökin hafa staðið fyrir viku­legum mót­mælum gegn áhrifum Íslams í evr­ópskum löndum í Dres­den frá því þann 20. októ­ber, en þá mættu um 350 manns. Fjölgað hefur hægt og rólega en met­fjöldi mætti á mót­mælin í gær, eða um 25 þús­und manns, en mót­mælin voru haldin til minn­ingar um þá sem lét­ust í hryðju­verka­árás­unum í París í síð­ustu viku. Þetta var gagn­rýnt af ráða­mönnum í Þýska­landi og dóms­mála­ráð­herr­ann Heiko Maas hvatti til dæmis til þess að mót­mæl­unum yrði aflýst. „Fórn­ar­lömbin eiga ekki skilið að vera mis­notuð af svona áróð­urs­mönn­um,“ sagði Maas við þýska blaðið Bild.

Auglýsing

Margir aðrir hafa talað gegn sam­tök­un­um. Ang­ela Merkel kansl­ari hefur sagt að þótt allir hafi rétt á að tjá skoð­anir sínar þá sé ekki rými í Þýska­landi fyrir áróður gegn inn­flytj­end­um. Hún hefur einnig sagt að sam­tökin beri for­dóma, kald­lyndi og jafn­vel hatur í hjörtum sín­um.

Metfjöldi fólks mætti á mótmælin í gær. Fólk hefur einnig mætt til að mótmæla samtökunum.  Met­fjöldi fólks mætti á mót­mælin í gær. Fólk hefur einnig mætt til að mót­mæla sam­tök­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttir
None