Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi leiðir lista Sósíalistaflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn fékk 6,2 prósent atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum, en samkvæmt fyrstu kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar er flokknum spáð 7 prósent atkvæða.
Í öðru og þriðja sæti lista Sósíalistaflokksins í borginni eru Trausti Breiðfjörð Magnússon og Andrea Jóhanna Helgadóttir.
Í tilkynningu vegna framboðsins segir að framboð sósíalista til borgarstjórnar samanstandi af baráttufólki með víðtæka reynslu af kerfum og stofnunum borgarinnar. „Sósíalistaflokkurinn vill að valdið sé hjá fólkinu, þannigað ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks séu teknar af íbúum borgarinnar. Reykjavíkurborg áað vera byggð upp út frá þörfum og væntingum fólksins sem þar býr en ekki á forsendumfjármagnsins, sem allt of oft fær að ráða för. Byrja þarf á þörfum þeirra sem búa við verstu kjörin og byggja síðan upp, þannig búum við til gott samfélag sem er hannað fyrir okkur öll.“
Listi Sósíalistaflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 2022:
- Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi
- Trausti Breiðfjörð Magnússon, stuðningsfulltrúi og nemi
- Andrea Jóhanna Helgadóttir, starfsmaður leikskóla í Rvk
- Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt
- Halldóra Hafsteinsdóttir, frístundaleiðbeinandi
- Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, öryrki
- Sturla Freyr Magnússon, línukokkur
- Thelma Rán Gylfadóttir, sérkennari
- Guðrún Vilhjálmsdóttir, framreiðslumaður
- Ævar Þór Magnússon, deildarstjóri
- Claudia Overesch, nemi
- Heiðar Már Hildarson, nemi
- Kristbjörg Eva Andersen Ramos, nemandi í félagsráðgjöf við HÍ
- Ian McDonald, framleiðslutæknimaður
- Guðrún Hulda Fossdal, leigjandi
- Omel Svavarss, fjöllistakona
- Bjarki Steinn Bragason, nemi og skólaliði
- Bogi Reynisson, tæknimaður
- Hildur Oddsdóttir, umsjónarkona Peppara
- Laufey Líndal Ólafssdóttir, stjórnmálafræðingur
- Björgvin Þór Þórhallsson, fyrrverandi skólastjóri
- Signý Sigurðardóttir, háskólamenntaður myndlistaleiðbeinandi í leikskóla
- Þórdís Bjarnleifsdóttir, nemi
- Bára Halldórsdóttir, listakona og athafnasinni
- Atli Gíslason, formaður ungra Sósíalista
- Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari
- Silva Á. Skjalddal Eggertsdóttir, afgreiðslukona
- Dúa Þorfinnsdóttir, lögfræðingur
- Joe W Walser III, sérfræðingur í mannabeinasafni
- Anita Da Silva Bjarnadóttir, einstæð móðir og leigjandi
- Sindri Eldon Þórsson, plötusali
- Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur
- Atli Antonsson, doktorsnemi
- Eyjólfur Guðmundsson, eðlisfræðingur
- Ásgrímur G. Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi
- Ragnheiður Esther Briem, heimavinnandi
- Tóta Guðjónsdóttir, leiðsögumaður
- Símon Vestarr, tónlistarmaður
- Védís Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri
- Elísabet María Ástvaldsdóttir, leikskólakennari og listgreinakennari barna
- Einar Valur Ingimundarson, verkfræðingur
- Sigrún Jónsdóttir, sjúkraliði og leigjandi
- Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur
- Jóna Guðbjörg Torfadóttir, framhaldsskólakennari
- Sigrún Unnsteinsdóttir, atvinnulaus
- Anna Wojtynska, doktor í mannfræði