Seðlabankastjóri segist telja bækurnar „ákaflega ólíkar“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur tjáð sig frekar um ásakanir á hendur honum um ritstuld. Hann segist nú hafa lesið bók Bergsveins Birgissonar og telur hana ákaflega ólíka sinni eigin, hvað varðar „nálgun, umfjöllun og niðurstöður.“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri hefur í færslu á Face­book brugð­ist frekar við ásök­unum um rit­stuld, sem rit­höf­und­ur­inn og fræði­mað­ur­inn Berg­sveinn Birg­is­son setti fram á hendur honum vegna bók­ar­innar Eyjan hans Ing­ólfs, sem Ásgeir gaf nýlega út. Hann segir að síð­ustu dagar hafi verið „sér­stakir“ hjá sér þar sem hann hafi „verið þjóf­kenndur í fyrsta skipti á ævinn­i.“

Ásgeir hafði áður sent frá sér stutta yfir­lýs­ingu, þar sem hann sagð­ist ekki hafa lesið bók Berg­sveins, Leitin að að svarta vík­ingn­um, og því ekki nýtt hana við ritun sinnar eigin bók­ar, en Berg­sveinn full­yrti í aðsendri grein á Vísi fyrr í vik­unni að Ásgeir hefði ljós­lega stuðst við hug­verk hans við ritun Eyj­unnar hans Ing­ólfs og gert að sínu það sem honum ekki bar.

Seðla­banka­stjóri segir í dag að hann fái ekki betur séð en að bæk­urnar tvær séu „ákaf­lega ólíkar bæði hvað varðar nálg­un, umfjöllun og nið­ur­stöð­ur“ og að hann haldi að öllum verði það ljóst sem báðar lesi. Berg­sveinn hefur lagt málið fyrir bæði siða­nefnd Háskóla Íslands og nefnd um vand­aða starfs­hætti í vís­ind­um.

Boðar frek­ari svör síðar

Í færslu sinni á Face­book í dag segir Ásgeir að hann muni „fjalla ítar­lega um málið síð­ar“ en vilji þó nefna nokkra hluti nú þeg­ar, meðal ann­ars það að eftir að hafa lesið bók Berg­sveins telji hann hana mjög skemmti­lega og upp­lýsandi um margt – „frá­bært fram­tak af hans hálf­u.“

Einnig segir seðla­banka­stjóri að hann sé „í grund­vall­ar­at­riðum ósam­mála nið­ur­stöð­um“ Berg­sveins í bók sinni, sem krist­all­ist í því að land­náms­mað­ur­inn Geir­mundur helj­ar­skinn hafi markað upp­haf íslensku þjóð­ar­inn­ar.

„Ég álít að Geir­mundur hafi skipt litlu sem engu máli fyrir land­nám Íslands heild­ar­sam­hengi. Ég hef enga trú á því að hann hafi byggt upp við­skipta­veldi með sölu á rost­ungs­af­urðum þó hann hafi án efa látið þræla sína stunda rost­ungsveið­ar. Eins og ég les Land­námu þá kom hann hingað til lands á efri árum sem hálf­gerður flótta­mað­ur. Ég álít heldur ekki að rost­ungsveiðar hafi skipt miklu máli eftir að land­nám Íslands hófst fyrir alvöru þó þær kunni að hafa skapað hvata fyrir fyrstu Íslands­ferð­un­um,“ segir Ásgeir í færslu sinni.

Auglýsing

Seðla­banka­stjóri segir í færslu sinni að sín nýút­komna bók sé ekki fræði­rit og hafi aldrei verið kynnt sem slík – og sé til að mynda ekki með heim­ilda­skrá. „Ég get þeirra heim­ilda sem ég nota í neð­an­máls­greinum en þessa bók má alls ekki líta á sem tæm­andi fræði­rit um land­nám Íslands. Sagn­fræð­ingar hafa ágætis orð fyrir bækur af þessu tagi sem „leik­manns­þankar“. Þessi bók er sprottin upp af ein­lægum sögu­á­huga mín­um,“ skrifar Ásgeir.

Hann segir að honum langi til að fylgja bók­inni eftir með því að rita fræði­greinar sem teng­ist hag­sögu Íslands og það hafi verið þær hug­myndir sem honum lang­aði til að kynna á mál­stofu í Háskóla Íslands – sem ekki fór fram í gær eins og stefnt hafði verið að.

Ásgeir segir sömu­leiðis að hann sé ekki að slá eign sinni á eitt eða neitt í Íslands­ög­unni með því að gefa út bók­ina. „Í for­mála segir aðeins: „Ég vona að þessi veik­burða til­raun af minni hálfu verði les­and­anum til ein­hvers fróð­leiks og skemmt­un­ar“. Í eft­ir­mála segir aðeins að ég von­ist til þess að bókin verði „upp­haf að nýrri umræðu land­nám Íslands“. Svo má segja að sú ósk hafi sann­ar­lega ræst þó ósinn sé alls ekki eins og upp­sprett­una dreymd­i,“ skrifar seðla­banka­stjóri.

Ánægður ef bókin stendur undir fram­leiðslu­kostn­aði

Ásgeir seg­ist líka vilja taka það fram að hann von­ist ekki eftir „neinum efna­legum ávinn­ingi með ritun þess­arar bók­ar“ og hann verði „að­eins ánægður ef bókin stendur undir fram­leiðslu­kostn­að­i.“

„Eyjan hans Ing­ólfs er því aðeins veik­burða til­raun af minni hálfu til þess að setja fram til­gátu um hvernig að þjóð­skipu­lag mynd­að­ist á Íslandi. Rost­ungsveiðar eru algert auka­at­riði í þeirri frá­sögn. Ég fæ ekki betur séð en að að bækur okkar Berg­sveins séu ákaf­lega ólíkar bæði hvað varðar nálg­un, umfjöllun og nið­ur­stöð­ur. Ég held að öllum verði það ljóst sem lesa báðar bæk­urn­ar,“ ­segir Ásgeir í færslu sinni.

Heimsku­legt af seðla­banka­stóra að reyna rit­stuld

Í lokin tekur hann svo fram að hann hafi „aldrei áður verið vændur um stuld.“

„Enda væri það ákaf­lega heimsku­legt stöðu minnar vegna að reyna slíkar kúnstir með bók líkt og Leit­ina að Svarta vík­ingnum sem var met­sölu­bók á Íslandi. Ég hef heldur engan áhuga á því að lýsa yfir eign­ar­rétti á einu eða neinu sem teng­ist Land­námu. Þá bók á þjóðin öll sam­an,“ skrifar seðla­banka­stjóri.

Síð­ustu dagar hafa verið mjög sér­stakir hjá mér þar sem ég hef verið þjóf­kenndur í fyrsta skipti á ævinni. Ég hef ekki...

Posted by Ásgeir Jóns­son on Fri­day, Decem­ber 10, 2021

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent