Seðlabankastjóri segist telja bækurnar „ákaflega ólíkar“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur tjáð sig frekar um ásakanir á hendur honum um ritstuld. Hann segist nú hafa lesið bók Bergsveins Birgissonar og telur hana ákaflega ólíka sinni eigin, hvað varðar „nálgun, umfjöllun og niðurstöður.“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri hefur í færslu á Face­book brugð­ist frekar við ásök­unum um rit­stuld, sem rit­höf­und­ur­inn og fræði­mað­ur­inn Berg­sveinn Birg­is­son setti fram á hendur honum vegna bók­ar­innar Eyjan hans Ing­ólfs, sem Ásgeir gaf nýlega út. Hann segir að síð­ustu dagar hafi verið „sér­stakir“ hjá sér þar sem hann hafi „verið þjóf­kenndur í fyrsta skipti á ævinn­i.“

Ásgeir hafði áður sent frá sér stutta yfir­lýs­ingu, þar sem hann sagð­ist ekki hafa lesið bók Berg­sveins, Leitin að að svarta vík­ingn­um, og því ekki nýtt hana við ritun sinnar eigin bók­ar, en Berg­sveinn full­yrti í aðsendri grein á Vísi fyrr í vik­unni að Ásgeir hefði ljós­lega stuðst við hug­verk hans við ritun Eyj­unnar hans Ing­ólfs og gert að sínu það sem honum ekki bar.

Seðla­banka­stjóri segir í dag að hann fái ekki betur séð en að bæk­urnar tvær séu „ákaf­lega ólíkar bæði hvað varðar nálg­un, umfjöllun og nið­ur­stöð­ur“ og að hann haldi að öllum verði það ljóst sem báðar lesi. Berg­sveinn hefur lagt málið fyrir bæði siða­nefnd Háskóla Íslands og nefnd um vand­aða starfs­hætti í vís­ind­um.

Boðar frek­ari svör síðar

Í færslu sinni á Face­book í dag segir Ásgeir að hann muni „fjalla ítar­lega um málið síð­ar“ en vilji þó nefna nokkra hluti nú þeg­ar, meðal ann­ars það að eftir að hafa lesið bók Berg­sveins telji hann hana mjög skemmti­lega og upp­lýsandi um margt – „frá­bært fram­tak af hans hálf­u.“

Einnig segir seðla­banka­stjóri að hann sé „í grund­vall­ar­at­riðum ósam­mála nið­ur­stöð­um“ Berg­sveins í bók sinni, sem krist­all­ist í því að land­náms­mað­ur­inn Geir­mundur helj­ar­skinn hafi markað upp­haf íslensku þjóð­ar­inn­ar.

„Ég álít að Geir­mundur hafi skipt litlu sem engu máli fyrir land­nám Íslands heild­ar­sam­hengi. Ég hef enga trú á því að hann hafi byggt upp við­skipta­veldi með sölu á rost­ungs­af­urðum þó hann hafi án efa látið þræla sína stunda rost­ungsveið­ar. Eins og ég les Land­námu þá kom hann hingað til lands á efri árum sem hálf­gerður flótta­mað­ur. Ég álít heldur ekki að rost­ungsveiðar hafi skipt miklu máli eftir að land­nám Íslands hófst fyrir alvöru þó þær kunni að hafa skapað hvata fyrir fyrstu Íslands­ferð­un­um,“ segir Ásgeir í færslu sinni.

Auglýsing

Seðla­banka­stjóri segir í færslu sinni að sín nýút­komna bók sé ekki fræði­rit og hafi aldrei verið kynnt sem slík – og sé til að mynda ekki með heim­ilda­skrá. „Ég get þeirra heim­ilda sem ég nota í neð­an­máls­greinum en þessa bók má alls ekki líta á sem tæm­andi fræði­rit um land­nám Íslands. Sagn­fræð­ingar hafa ágætis orð fyrir bækur af þessu tagi sem „leik­manns­þankar“. Þessi bók er sprottin upp af ein­lægum sögu­á­huga mín­um,“ skrifar Ásgeir.

Hann segir að honum langi til að fylgja bók­inni eftir með því að rita fræði­greinar sem teng­ist hag­sögu Íslands og það hafi verið þær hug­myndir sem honum lang­aði til að kynna á mál­stofu í Háskóla Íslands – sem ekki fór fram í gær eins og stefnt hafði verið að.

Ásgeir segir sömu­leiðis að hann sé ekki að slá eign sinni á eitt eða neitt í Íslands­ög­unni með því að gefa út bók­ina. „Í for­mála segir aðeins: „Ég vona að þessi veik­burða til­raun af minni hálfu verði les­and­anum til ein­hvers fróð­leiks og skemmt­un­ar“. Í eft­ir­mála segir aðeins að ég von­ist til þess að bókin verði „upp­haf að nýrri umræðu land­nám Íslands“. Svo má segja að sú ósk hafi sann­ar­lega ræst þó ósinn sé alls ekki eins og upp­sprett­una dreymd­i,“ skrifar seðla­banka­stjóri.

Ánægður ef bókin stendur undir fram­leiðslu­kostn­aði

Ásgeir seg­ist líka vilja taka það fram að hann von­ist ekki eftir „neinum efna­legum ávinn­ingi með ritun þess­arar bók­ar“ og hann verði „að­eins ánægður ef bókin stendur undir fram­leiðslu­kostn­að­i.“

„Eyjan hans Ing­ólfs er því aðeins veik­burða til­raun af minni hálfu til þess að setja fram til­gátu um hvernig að þjóð­skipu­lag mynd­að­ist á Íslandi. Rost­ungsveiðar eru algert auka­at­riði í þeirri frá­sögn. Ég fæ ekki betur séð en að að bækur okkar Berg­sveins séu ákaf­lega ólíkar bæði hvað varðar nálg­un, umfjöllun og nið­ur­stöð­ur. Ég held að öllum verði það ljóst sem lesa báðar bæk­urn­ar,“ ­segir Ásgeir í færslu sinni.

Heimsku­legt af seðla­banka­stóra að reyna rit­stuld

Í lokin tekur hann svo fram að hann hafi „aldrei áður verið vændur um stuld.“

„Enda væri það ákaf­lega heimsku­legt stöðu minnar vegna að reyna slíkar kúnstir með bók líkt og Leit­ina að Svarta vík­ingnum sem var met­sölu­bók á Íslandi. Ég hef heldur engan áhuga á því að lýsa yfir eign­ar­rétti á einu eða neinu sem teng­ist Land­námu. Þá bók á þjóðin öll sam­an,“ skrifar seðla­banka­stjóri.

Síð­ustu dagar hafa verið mjög sér­stakir hjá mér þar sem ég hef verið þjóf­kenndur í fyrsta skipti á ævinni. Ég hef ekki...

Posted by Ásgeir Jóns­son on Fri­day, Decem­ber 10, 2021

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent