Seðlabankastjóri vill að ríkið sé alltaf tilbúið að ráðast í nokkrar stórframkvæmdir

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag að hann gæti gagnrýnt stjórnvöld fyrir of litla áherslu á fjárfestingu í faraldrinum. Hann stingur upp á því að ríkið verði alltaf klárt að keyra 4-5 stór verkefni af stað.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri sagði á opnum fundi með efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis í dag að ef hann ætti að gagn­rýna aðgerðir stjórn­valda í rík­is­fjár­málum væri það fyrir of litla áherslu á fjár­fest­ingar og aðgerðir til að auka lang­tíma­hag­vöxt.

„Það eru kannski skýr­ingar á því, það er erfitt að koma með ein­hverjar fjár­fest­ingar og draga þær upp úr erminni bara sisvona, en almennt séð ætti ríkið að hafa tvenns konar hlut­verk í að bregð­ast við far­aldr­in­um; dreifa áfall­inu á alla og stuðla að auk­inni nýlið­un,“ sagði Ásgeir á fund­in­um.

Seðla­banka­stjór­inn sagð­ist enn­fremur á fund­inum ekki skilja af hverju ríkið væri ekki á hverjum tíma­punkti til­búið með kannski 4-5 stór verk­efni sem hægt væri að keyra hratt af stað ef það kæmi nið­ur­sveifla í hag­kerf­inu með til­heyr­andi atvinnu­leysi.

„Ég á erfitt með að skilja það núna af hverju við vorum ekki reiðu­búin að keyra ein­hverjar inn­viða­fjár­fest­ingar af stað, því það er svo miklu ódýr­ara fyrir rík­is­sjóð að fara í fram­kvæmdir á þeim tíma þegar það er atvinnu­leysi og það er hægt að fá hag­stæð til­boð í útboðum frá verk­tökum [...] Ég held að það sé eitt­hvað sem við þurfum að hugsa í fram­hald­inu, sér­stak­lega þegar við erum að reiða okkur á til­tölu­lega fáar greinar í útflutn­ing­i,“ sagði Ásgeir og nefndi að jafn­vel væri hægt að setja upp ein­hvers konar hóp, „task force,“ til þess að hafa verk­efni klár þegar kreppti að.

Hann kom ásamt Gunn­ari Jak­obs­syni vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöð­ug­leika á fund þing­nefnd­ar­innar í dag til þess að ræða nýlega skýrslu fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar til þings­ins. Á full­trúum Seðla­bank­ans var að merkja að ástæða væri til bjart­sýni, þrátt fyrir að staða mála yrði áfram háð óvissu á meðan heims­far­ald­ur­inn geis­aði enn.

Gunnar lýsti því að nýskipuð fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­bank­ans hefði fengið „raun­hæft verk­efni“ upp í hend­urnar þegar heims­far­ald­ur­inn skall á í fyrra, en nefndin hóf störf í upp­hafi mars 2020. Ráð­gert hafði verið að nefndin kæmi saman til funda fjórum sinnum á ári, en nefndin var þegar búin að funda fjórum sinnum áður en apríl 2020 var á enda.

Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Fast­eigna­mark­að­ur­inn einn helsti áhættu­þátt­ur­inn

Einn stærsti áhættu­þátt­ur­inn varð­andi stöðu mála hér á landi er fast­eigna­mark­að­ur­inn, sagði Ásgeir á fund­inum og nefndi hann að þró­un­ar­vinna biði Seðla­bank­ans varð­andi tæki bank­ans til að hafa hemil á fast­eigna­verði. Gunnar sagði einnig að það þyrfti að fylgj­ast náið með fast­eigna­mark­aðn­um, þrátt fyrir að það væri ekki mat bank­ans að það væri ein­hver bólu­myndun hafin þar. Kjarn­inn fjall­aði nýlega um mat fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd­ar­innar á horfum og stöðu á fast­eigna­mark­aði.

„Fast­eigna­mark­að­ur­inn er almennt séð fall af laun­um,“ sagði Gunnar og bætti við að það væri eðli­legt að fast­eigna­mark­að­ur­inn færi upp eins og hann hefði gert und­an­farna mán­uði þar sem greiðslu­geta og kaup­máttur fólks í land­inu hefði auk­ist. Einnig spil­aði þarna inn í að þegar vextir væru lækk­aðir eins og gert hefur verið fái „fast­eignir meira gildi sem fjár­fest­ingar fyrir þá sem eru að bera þær saman við aðrar fjár­fest­ing­ar.“

Hækkun á fast­eigna­verði á síð­asta ári væri ekki áhyggju­efni enn sem komið er. Það væri þó alltaf hætta á að því að geti mynd­ast bólur og sagði Gunnar Seðla­bank­ann til­bú­inn að beita þeim tækjum sem hann hefði til að bregð­ast við bólu­mynd­un, ef hún verð­ur.

Auglýsing

Einnig væri verð­bólga áhyggju­efni. Mikið hefði verið um verð­hækk­anir á heims­vísu og minnt­ist Gunnar á að timbur hefði hækkað um 200 pró­sent á und­an­förnum mán­uðum og flutn­ings­gjöld í alþjóða­við­skiptum hefðu stór­auk­ist þar sem flutn­ingagámar hefðu ekki verið á réttum stöðum auk þess sem ótrú­legur fjöldi flutn­inga­skipa hefði verið settur í nið­ur­brot á síð­asta ári þar sem búist hefði verið við mun harð­ari kreppu en raunin varð.

Léleg gögn

Léleg sam­tíma­gögn um það sem er í gangi í íslenska hag­kerf­inu voru til umræðu á fund­inum og fagn­aði Ásgeir spurn­ingu nefnd­ar­manns­ins Björns Levís Gunn­ars­sonar um hvort ekki þyrfti að eiga betri gögn um ýmis mál um stað­reyndir í hag­kerf­inu, til dæmis fast­eigna­mark­að­inn og íbúðir í bygg­ingu.

Frá fjarfundi nefndarinnar í dag.

Vissu­lega þyrfti betri gögn, sögðu banka­stjór­arnir báð­ir, og bættu við að Seðla­bank­inn væri að vinna í því að útvega sér betri gögn. Gunnar nefndi sem dæmi að reglu­lega væri það deilu­mál hér á landi hvort sveit­ar­fé­lög væru að bjóða fram nægi­lega margar lóðir undir íbúð­ir.

„Við ættum að vita þetta, hvort það er nægt fram­boð af lóðum eða ekki, þetta ætti ekki að vera eitt­hvað deilu­efn­i,“ sagði Gunn­ar.

Tókst að verja stöð­ug­leik­ann

Heilt yfir, sagði Gunnar á fund­in­um, tókst að verja stöð­ug­leik­ann hér á landi á síð­asta ári með aðgerðum Seðla­bank­ans og stjórn­valda, bæði fjár­mála­stöð­ug­leika og stöð­ug­leik­ann í hag­kerf­inu almennt.

„Okkur tókst að verja kaup­mátt og það tókst að koma í veg fyrir hrun í atvinnu­líf­in­u,“ sagði Gunn­ar, sem sagði sér­stak­lega standa upp úr hvað banka­kerfið stæði sterkt eftir far­ald­ur­inn. Við værum kannski aðeins farin að gleyma því í dag að í mars í fyrra var eins og það stefndi í hrun á eigna­mark­aði, sem varð síðan ekki.

Þá væri bygg­ing­ar­geir­inn í mun betri málum en ótt­ast hefði ver­ið. Innan Seðla­bank­ans hefðu verið „miklar áhyggjur af því að þar gæti orðið algjör hrun“ en það hefði „heldur betur ekki ger­st“. Þar spil­uðu meðal ann­ars inn í vaxta­lækk­anir og kaup­mátt­ar­aukn­ing.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent