Seðlabanki Evrópu tilkynnir risavaxnar örvandi aðgerðir í dag

h_51736036-e1421915244705.jpg
Auglýsing

Mario Drag­hi, banka­stjóri Seðla­banka Evr­ópu, mun að öllum lík­indum til­kynna miklar örvandi aðgerðir seinna í dag ­sem ætlað er að örva hag­kerfi evru­svæð­is­ins. Sam­kvæmt fréttum stendur til að  kaupa rík­is­skulda­bréf fyrir allt að 50 millj­arða evra á mán­uði út árið 2016, um tvö­falt hærri upp­hæðir en áður hafði verið talið. 50 millj­arðar evra jafn­gilda 7.633 millj­örðum króna.

Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu. Mario Drag­hi, banka­stjóri Seðla­banka Evr­ópu.

Fyrr í þessum mán­uði sýndu tölur að verð­hjöðnun væri á evru­svæð­inu. Aðgerð­irnar eiga að lækka lána­kostn­að, og hvetja banka þannig til þess að lána meira til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga og örva hag­kerf­ið.

Auglýsing

Talið er að þessar aðgerðir hefj­ist í mars, en loka­á­kvörð­unin verður tekin á fundi stjórnar seðla­bank­ans í dag. Enn er talið mögu­legt að full­trúi Þýska­lands í stjórn­inni muni mót­mæla þessum aðgerð­um, að því er fram kemur í frétt BBC.

Þjóð­verjar vilja frekar að ef ráð­ist verður í stór­tæk kaup á rík­is­skulda­bréfum verði það í höndum ríkj­anna ­sjálfra frekar en að þau séu í höndum bank­ans. Þýskir sér­fræð­ingar hafa varað við verð­lækk­unum og minnkand­i fjár­fest­ing­um, en rík­is­stjórn Þýska­lands hefur reynt að fjar­lægja sig ákvörðun bank­ans.

Í gær­kvöldi gekk Markus Fer­ber, einn áhrifa­mesti Evr­ópu­þing­maður Þýska­lands, þó lengra en aðrir stjórn­mála­menn hafa gert opin­ber­lega í gagn­rýni á ætl­aðar aðgerðir bank­ans. Fer­ber er vara­for­maður í efna­hags- og pen­inga­mála­nefnd Evr­ópu­þings­ins.

„Ég held að það sé ekki á ábyrgð Seðla­banka Evr­ópu að taka póli­tískar ákvarð­anir og það er það sem mun ger­ast,“ með fyr­ir­hug­uðum rík­is­skulda­bréfa­kaup­um, eða magn­bund­inni íhlut­un, sagð­i ­Fer­ber við Evr­ópu­frétta­vef­inn euract­i­v.com.

Hann seg­ist telja aðgerð­irnar ganga lengra en seðla­bank­anum sé heim­ilt. „Stærsta verk­efnið er verð­stöð­ug­leiki, og núna er bank­inn að berj­ast gegn ein­hverju sem er ekki að ger­ast. Það er ekki verð­hjöðn­un, ef við minnkum áhrif olíu- og gasverðs er verð­bólga í Evr­ópu­sam­band­inu og mér sýn­ist að Seðla­banki Evr­ópu sé að berj­ast gegn því sem ekki á sér stað.“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin hvatti seðla­banka­stjór­ann Mario Draghi hins vegar til þess að halda sig við þessar aðgerð­ir. Angel Gurria, fram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, tal­aði um málið í gær á fundi Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins, sem nú fer fram í Davos í Sviss. „Leyfið Mario ganga eins langt og hægt er. Ég held ekki að það ætti að setja tak­mörk. Ekki segja 500 millj­arðar evra. Segið bara „förum eins langt og við get­um, eins mikið og við þurf­um.““

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None