Seðlabanki Evrópu tilkynnir risavaxnar örvandi aðgerðir í dag

h_51736036-e1421915244705.jpg
Auglýsing

Mario Drag­hi, banka­stjóri Seðla­banka Evr­ópu, mun að öllum lík­indum til­kynna miklar örvandi aðgerðir seinna í dag ­sem ætlað er að örva hag­kerfi evru­svæð­is­ins. Sam­kvæmt fréttum stendur til að  kaupa rík­is­skulda­bréf fyrir allt að 50 millj­arða evra á mán­uði út árið 2016, um tvö­falt hærri upp­hæðir en áður hafði verið talið. 50 millj­arðar evra jafn­gilda 7.633 millj­örðum króna.

Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu. Mario Drag­hi, banka­stjóri Seðla­banka Evr­ópu.

Fyrr í þessum mán­uði sýndu tölur að verð­hjöðnun væri á evru­svæð­inu. Aðgerð­irnar eiga að lækka lána­kostn­að, og hvetja banka þannig til þess að lána meira til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga og örva hag­kerf­ið.

Auglýsing

Talið er að þessar aðgerðir hefj­ist í mars, en loka­á­kvörð­unin verður tekin á fundi stjórnar seðla­bank­ans í dag. Enn er talið mögu­legt að full­trúi Þýska­lands í stjórn­inni muni mót­mæla þessum aðgerð­um, að því er fram kemur í frétt BBC.

Þjóð­verjar vilja frekar að ef ráð­ist verður í stór­tæk kaup á rík­is­skulda­bréfum verði það í höndum ríkj­anna ­sjálfra frekar en að þau séu í höndum bank­ans. Þýskir sér­fræð­ingar hafa varað við verð­lækk­unum og minnkand­i fjár­fest­ing­um, en rík­is­stjórn Þýska­lands hefur reynt að fjar­lægja sig ákvörðun bank­ans.

Í gær­kvöldi gekk Markus Fer­ber, einn áhrifa­mesti Evr­ópu­þing­maður Þýska­lands, þó lengra en aðrir stjórn­mála­menn hafa gert opin­ber­lega í gagn­rýni á ætl­aðar aðgerðir bank­ans. Fer­ber er vara­for­maður í efna­hags- og pen­inga­mála­nefnd Evr­ópu­þings­ins.

„Ég held að það sé ekki á ábyrgð Seðla­banka Evr­ópu að taka póli­tískar ákvarð­anir og það er það sem mun ger­ast,“ með fyr­ir­hug­uðum rík­is­skulda­bréfa­kaup­um, eða magn­bund­inni íhlut­un, sagð­i ­Fer­ber við Evr­ópu­frétta­vef­inn euract­i­v.com.

Hann seg­ist telja aðgerð­irnar ganga lengra en seðla­bank­anum sé heim­ilt. „Stærsta verk­efnið er verð­stöð­ug­leiki, og núna er bank­inn að berj­ast gegn ein­hverju sem er ekki að ger­ast. Það er ekki verð­hjöðn­un, ef við minnkum áhrif olíu- og gasverðs er verð­bólga í Evr­ópu­sam­band­inu og mér sýn­ist að Seðla­banki Evr­ópu sé að berj­ast gegn því sem ekki á sér stað.“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin hvatti seðla­banka­stjór­ann Mario Draghi hins vegar til þess að halda sig við þessar aðgerð­ir. Angel Gurria, fram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, tal­aði um málið í gær á fundi Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins, sem nú fer fram í Davos í Sviss. „Leyfið Mario ganga eins langt og hægt er. Ég held ekki að það ætti að setja tak­mörk. Ekki segja 500 millj­arðar evra. Segið bara „förum eins langt og við get­um, eins mikið og við þurf­um.““

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None