Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur það sorglegt hvernig Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi upp á síðkastið mátt sitja undir „rætinni illmælgi“ af hálfu Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests vegna ákvarðana yfirvalda í útlendingamálum.
Þetta sagði hann undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag.
„Það er einsdæmi að vígður þjónn þjóðkirkjunnar skuli vega svo ómaklega að forsætisráðherra Íslands. Umræddur þjóðkirkjuprestur, sem fengið hefur ávítur frá biskupi Íslands, mætti eins og aðrir sem láta sig þennan málaflokk varða íhuga að málsmeðferð er bundin í lögum, samþykktum af Alþingi,“ sagði hann.
Ástæðan fyrir orðum Birgis var ummæli prestsins í síðustu viku þar sem hann gagnrýndi Vinstri græn og forsætisráðherra fyrir fyrirhugaðar brottvísanir tæplega 200 umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Birgir sagði að íslenskir ráðamenn, þar á meðal ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hefðu enga heimild að lögum til að víkja frá niðurstöðum sjálfstæðra stofnana sem unnið hafa úr málum samkvæmt þeim kröfum sem til þeirra væru gerðar um réttláta málsmeðferð og réttaröryggi. „Við búum við lögmæta skipan mála. Ísland er réttarríki en ekki ríki geðþóttavalds og lögleysu.“
Þakkaði Katrínu fyrir stuðning við þjóðkirkjuna
Birgir hóf mál sitt á því að segja að við byggjum í samfélagi sem mótað væri af aldalangri hefð í menntun og menningu sem ætti rót sína að rekja til kristilegra viðhorfa til einstaklingsins og samfélagsins.
„Það er mikilvægt að þessi viðhorf 'fáni'", 'sent': '\x1b„Það er mikilvægt að þessi viðhorf fái að heyrast á Alþingi.', 'token': '0d5b9268b0e193ceb54365ccca578184fa87b6da8365109521ea62295adfa72d', 'nonce': '55095462'}">fái að heyrast á Alþingi. Við sem þjóð stöndum á sögulegum og menningarlegum grunni kristinnar trúar og gilda. Íslenskt samfélag og kristinn siður og gildi eiga enn sem áður samleið. Í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012 vildi meirihluti þjóðarinnar, eða 51 prósent, ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá. Stjórnvöldum ber skylda til að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Um það er kveðið á í stjórnarskránni.
Ég vil nota hér tækifærið og þakka forsætisráðherra sérstaklega fyrir hennar stuðning við þjóðkirkjuna í orði og verki. Undir forystu forsætisráðherra hefur verið endurnýjað kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem reynst hefur kirkjunni traustur bakhjarl og hefur gegnt lykilhlutverki í að skapa henni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi,“ sagði hann.