Segir upplýsingar til um „að kosningalög hafi verið brotin á fleiri þáttum þetta síðdegi“

Frambjóðandi Miðflokksins segir vísbendingar um að „fleiri alvarlegir misbrestir“ hafi verið til staðar við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Hann vísar í frásagnir „einstakra kjörstjórnarmanna um atburðarás um hádegisbil á sunnudeginum“.

Karl Gauti Hjaltason.
Karl Gauti Hjaltason.
Auglýsing

Karl Gauti Hjalta­son, odd­viti Mið­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í nýliðnum kosn­ing­um, segir að áreið­an­legar upp­lýs­ingar liggi fyrir um að kosn­inga­lög hafi verið brotin á fleiri þáttum en ein­ungis geymslu kjör­gagna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi þegar end­ur­taln­ing átti sér stað þar eftir kosn­ing­arn­ar. 

Í kæru hans til Alþingis vegna kosn­ing­anna, sem skilað var inn síð­ast­lið­inn föstu­dag og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að boðun og skipun umboðs­manna, umgengni ein­stakra kjör­stjórn­ar­manna um óinn­sigluð kjör­gögn og und­ir­skriftir í gerða­bók yfir­kjör­stjórnar hafi ekki verið í sam­ræmi við lög. „Loks eru vís­bend­ingar um að fleiri alvar­legir mis­brestir hafi verið til staðar og er þar helst að nefna mis­ræmi milli bók­ana í gerða­bók og frá­sagna ein­stakra kjör­stjórn­ar­manna um atburða­rás um hádeg­is­bil á sunnu­deg­inum og meintrar neit­unar á und­ir­ritun ein­stakra kjör­stjórn­ar­manna á fund­ar­gerð í gerða­bók yfir­kjör­stjórn­ar. Þá þætti, sem ekki eru að fullu ljós­ir, þarf að upp­lýsa til hlít­ar.“

Vill að fyrri taln­ing standi

Karl Gauti er einn þeirra fimm fram­bjóð­enda sem hlaut jöfn­un­ar­þing­sæti eftir að upp­runa­legar loka­tölur í Norð­vest­ur­kjör­dæmi voru kynntar skömmu eftir klukkan sjö að morgni 26. sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Síðar sama dag tók for­maður yfir­kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi þá ákvörðun að end­ur­telja atkvæð­in, sú end­ur­taln­ing skil­aði nýrri nið­ur­stöðu og fimm­menn­ing­arnir misstu þing­sæti sitt til fimm flokks­fé­laga sinna. 

Allir fram­bjóð­end­urnir fimm sem misstu sæti sitt hafa kært fram­kvæmd kosn­ing­anna til Alþing­is, sem mun á end­anum taka ákvörðun um hvaða þing­menn séu rétt­kjörn­ir. 

Karl Gauti krefst þess í sinni kæru að loka­töl­ur, eins og þær voru til­kynntar laust upp úr klukkan sjö að morgni sunnu­dags­ins 26. sept­em­ber síð­ast­lið­ins, verði látnar standa sem end­an­legar loka­tölur úr kjör­dæm­inu. Hann krefst þess þess einnig að Alþingi úrskurði „að kjör­bréf Berg­þórs Óla­son­ar, Gísla Rafns Ólafs­son­ar, Guð­brands Ein­ars­son­ar, Jóhanns Páls Jóhanns­sonar og Orra Páls Jóhanns­sonar séu ógild og að gefin verði út ný kjör­bréf af lands­kjör­stjórn til Guð­mundar Gunn­ars­son­ar, Hólm­fríðar Árna­dótt­ur, Karls Gauta Hjalta­son­ar, Lenya Rúnar Talia Karim og Rósu Bjarkar Brynj­ólfs­dótt­ur.“

Ekki und­ir­ritað í sam­ræmi við lög

Í rök­stuðn­ingi sem fylgir kærunni segir Karl Gauti, sem sjálfur var for­maður yfir­kjör­stjórnar í Suð­ur­lands­kjör­dæmi á árunum 1998 til 2003 og í Suð­ur­kjör­dæmi frá 2003 til 2017, að stað­fest sé að kjör­gögnin í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hafi legið „óinn­sigluð á víð og dreif í taln­ing­ar­salnum á hót­el­inu í Borg­ar­nesi“ eftir að fyrstu loka­tölur voru gefnar út.  Hvorki gögnin né sal­ur­inn hafi verið inn­sigluð og for­maður yfir­kjör­stjórn­ar, Ingi Tryggva­son, hafi mætt aftur á taln­inga­stað fyrstur allra klukkan 11:46 síðar þennan dag. Þar hafi hann verið einn með kjör­gögn­unum til 12:15, eða í 29 mín­út­ur. 

Auglýsing
Í kæru Karls Gauta segir að á ljós­ritum úr gerða­bók yfir­kjör­stjórnar sjá­ist að hún hafi ekki verið und­ir­rituð af yfir­kjör­stjórn líkt og kosn­inga­lög segi til um. „Þá vekur sér­staka athygli að engar bók­anir eru í fund­ar­gerðum yfir­kjör­stjórn­ar­inn­ar. Víða í kosn­inga­lög­unum er það eitt af grund­vall­ar­rétt­indum umboðs­manna að fá skráðar athuga­semdir í gerða­bók, ef þeir hafa ein­hverjar og mun vera mjög algengt. Í því ljósi er nauð­syn­legt að fá sam­skipti þeirra og yfir­kjör­stjórn­ar­innar upp­lýst.“

Karl Gauti vísar svo í frétt sem birt­ist á DV.is 30. sept­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem haft var eftir ónafn­greindum heim­ild­ar­manni að þegar kjör­stjórn­ar­menn hafi mætt til fundar kl. 13:00 og áður en fundur hafi verið settur hafi með­höndlun atkvæða verið haf­in. Engin til­raun hefur verið gerð til að hrekja þann frétta­flutn­ing þrátt fyrir að fund­ar­gerð yfir­kjör­stjórnar greini öðru­vísi frá mála­vöxt­u­m. 

Í frétt DV er sagt að ekki hafi verið ein­ing meðal kjör­stjórn­ar­innar um end­ur­taln­ing­una og hluti kjör­stjórn­ar­manna hafi neitað að und­ir­rita fund­ar­gerð­ina síð­degis á sunnu­deg­in­um. 

Karl Gauti segir í kæru sinni að upp­lýsa þurfi um sann­leiks­gildi þeirrar frá­sagn­ar. „Nauð­syn­legt er að upp­lýsa nákvæm­lega hver atburða­rásin var í þessu til­felli.“

Telur mik­il­vægt að bíða nið­ur­stöðu lög­reglu

Karl Gauti hefur einnig kært með­höndlun kjör­gagna yfir­kjör­stjórnar til lög­reglu. Það gerði hann strax dag­inn eftir að end­ur­taln­ingin átti sér stað, 27. sept­em­ber.  Í kærunni til þings­ins kemur fram að engin við­brögð hafi enn borist frá lög­reglu. Hann telur þó mik­il­vægt að beðið sé nið­ur­stöðu rann­sóknar lög­reglu í mál­inu. „Í þeirri nið­ur­stöðu kunna að koma fram mik­il­vægar upp­lýs­ingar sem nauð­syn­legt er að liggi fyrir áður en kjör­bréfa­nefnd lýkur störfum og leggur til­lögur sínar fyrir Alþing­i.“

Í kæru Karls Gauta til þings­ins segir að það sé mat hans að hvorki sé hægt að bjóða þjóð­inni né Alþingi upp á að leggja til grund­vallar tölur sem fengnar séu með ólög­mætri end­ur­taln­ingu. „Af hálfu lands­kjör­stjórnar er stað­fest að ef skil­yrði um geymslu kjör­gagna eru ekki upp­fyllt er end­ur­taln­ing ekki lög­leg eins og kemur skýrt fram hér að fram­an. Úti­lokað er því í ljósi atvika þessa máls að Alþingi geti stað­fest kjör­bréf fimm til­greindra ein­stak­linga sem rétt kjör­inna alþing­is­manna á grund­velli þess­arar end­ur­taln­ing­ar. Gagn­vart umheim­inum myndi orðstír Íslands sem lýð­ræð­is­ríki bíða veru­legan hnekki. Mik­il­væg­ast af öllu er að Íslend­ingar geti treyst því að hér á landi gildi lýð­ræð­is­legar leik­reglur og að virt séu ákvæði kosn­inga­laga við kjör til Alþing­is.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent