Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar

Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.

Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) hafi bein­línis unnið gegn nýjum öflum innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, sem hún til­heyr­ir, á und­an­förnum árum og grafið undan leið­togum þeirra afla. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrstu grein af fjórum í greina­flokki sem hún hefur skrifað um ágrein­ing­inn innan ASÍ og mun birt­ast á Kjarn­an­um. ASÍ undir stjórn Drífu Snæ­dal hafi ekki verið sér­stak­lega hlið­hollt verka- og lág­launa­fólki, að hennar mati.

Í grein­inni rekur Sól­veig Anna inn­komu þeirra sem hún kallar „að­komu­fólk“ í for­ystu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar fyrir nokkrum árum. Þar á hún fyrst og fremst við sjálfa sig, Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mann VR, og Vil­hjálm Birg­is­son, for­mann Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og nú Starfs­greina­sam­bands­ins. „Ég og Ragnar mynd­uðu í upp­­hafi fer­ils okkar góð tengsl við Vil­hjálm, en við þrjú áttum fleira sam­eig­in­­legt en að vera aðkomu­­fólk í verka­lýðs­hreyf­­ing­unni. Við urðum til dæmis öll fyrir miklum áhrifum af íslenska efna­hags­hrun­inu 2008 og beittum okkur í átök­unum í kjöl­far þess. Einnig áttum við það öll sam­eig­in­­legt að hafa aldrei verið hand­­gengin neinum af gömlu vinstri­­flokk­unum tveimur sem í gegnum ára­tug­ina hafa haft mest ítök í verka­lýðs­hreyf­­ing­unn­i.“

Þær mál­efna­legu áherslu­breyt­ingar sem hafi fylgt þeim þremur séu, í til­felli Ragn­ars Þórs og Vil­hjálms, önnur afstaða til fjár­­­mála­­kerf­is­ins, verð­­trygg­ing­­ar, hús­næð­is­­mála og líf­eyr­is­­kerf­is­ins. Í hennar til­felli hafi það verið áhersla á end­ur­vakn­ingu félags­­­legrar bar­áttu með þátt­­töku verka­­fólks sjálfs, að opna verka­lýðs­hreyf­­ing­una fyrir inn­­flytj­end­um, höfnun á stétta­­sam­vinnu og krafan um aukin jöfnuð í sam­­fé­lag­inu.

Missir ekki svefn yfir svikum á kjara­samn­ingum

Í grein­inni segir að eftir und­ir­ritun Lífs­kjara­­samn­ing­ana í apríl 2019 hafi ASÍ tekið að sér það hlut­verk að eiga þrí­­hliða við­ræður við SA og Félags­­­mála­ráðu­­neytið um fram­­fylgd á lof­orði rík­­is­­stjórn­­­ar­innar um við­­ur­lög við kjara­­samn­ings­brot­um, nánar til­­­tekið launa­­þjófn­aði. „Sú vinna gekk frá byrjun hægt og illa, og var þar fyrst og fremst um að kenna ósvífni Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins (SA), en Hall­­dór Benja­mín Þor­bergs­­son fram­­kvæmda­­stjóri SA er ekki þekktur fyrir að missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinn­u­rek­enda á þeim kjara­­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Það breytir því ekki að með­­höndlun ASÍ á mál­inu var óásætt­an­­leg.“

Auglýsing
Kynntar voru til­lögur út úr sam­tal­inu sem Efl­ing taldi fela í sér „ótrú­­lega eft­ir­láts­­samar kröfur og veikt eft­ir­lit.“

Þegar drög að laga­breyt­ingum litu svo ljós í febr­úar í fyrra hafi verið ljóst að „sann­kall­aður óskapn­að­ur­“ hafði fæðst.  „Frum­varps­drögin voru ger­enda­væn í nær öllum atriðum og settu aukna ábyrgð á herðar þolenda. Eins og Efl­ing hefur iðu­­lega gert þegar um er að ræða mik­il­væg hags­muna­­mál félags­­­fólks var það upp­­lýst um stöðu máls­ins. Var því grein­­ar­­gerð Efl­ingar send á fjöl­miðla og birt á vef félags­­ins. Olli þetta mik­illi gremju innan ASÍ, Drífa Snæ­­dal ásak­aði mig um trún­­að­­ar­brest og var Halla Gunn­­ar­s­dóttir nýráð­inn fram­­kvæmda­­stjóri ASÍ send út af örk­inni til að krefj­­ast þess af Við­­ari Þor­­steins­­syni að hann tæki grein­­ar­­gerð félags­­ins um frum­varps­drögin niður af vef félags­­ins. Efl­ing hlýddi að sjálf­­sögðu ekki þess­­ari íhlutun ASÍ í starf félags­­ins.“

Ekki atlaga að per­sónu Drífu

Þrátt fyrir þessa stöðu hafi vinna ASÍ og SA, á vett­vangi félags­mála­ráðu­neyt­is­ins, við að upp­færa starfs­kjara­lög sem leitt hafi af sér aðra afurð, sem kynnt var fyrir mið­stjórn ASÍ í apríl í fyrra. Að mati Sól­veigar Önnu fólst engin rétt­ar­bót fyrir þolendur launa­þjófn­aðar í þessum til­lögum held­ur. „Var athuga­­semdum Efl­ingar ítrekað svarað af hálfu Alþýð­u­­sam­­bands­ins með torskilj­an­­legum útúr­­snún­­ingum og vífilengj­um, sem á end­­anum bentu til þess að hvorki for­­seti ASÍ né helstu ráð­gjafar hennar virt­ust skilja inn­­­tak frum­varps­ins sem þau höfðu þó sjálf samið um. Bæði Efl­ing og VR settu hvort í sínu lagi fram afger­andi höfnun á frum­varps­drög­unum og var Drífa beðin þess lengstra orða að í það minnsta láta ráð­herra taka út þá grein í frum­varp­inu sem fól í sér hið óheilla­væn­­lega og rang­­nefnda févít­is-á­­kvæði, til þess að aftra þeirri fárán­­legu stöðu að rétt­indi fórn­­­ar­lamba launa­­þjófn­aðar yrðu fyrir atbeina Alþýð­u­­sam­­bands Íslands verri en þau þegar eru.“ 

Á end­anum var frum­varpið ekki lagt fram en Sól­veig Anna telur að afstaða Drífu og ASÍ til máls­ins hafi þó ekk­ert breyst. „Þess í stað hefur Drífa Snæ­­dal kosið að útmála alla mál­efna­­lega and­­stöðu við ákvarð­­anir sam­­bands­ins undir hennar for­ystu, sama hversu vel rök­studd sú and­­staða hefur ver­ið, sem ein­hvers konar atlögu að per­­sónu sinni. Ásak­­anir Drífu um slíkar atlög­­ur, sagðar koma frá mér, náðu nýjum hæðum í yfir­­lýs­ingu hennar vegna afsagnar sinnar í síð­­­ustu viku. Ekk­ert hefur komið fram, hvorki gögn né vitn­is­­burð­ir, sem styðja það.“

Drífa Snæ­dal sagði af sér sem for­seti ASÍ í síð­ustu viku. Í yfir­lýs­ingu sem hún birti sagði hún að átök innan sam­bands­ins hafi verið óbæri­leg og dregið úr vinn­u­gleði og bar­áttu­anda. „Þegar við bæt­ast ákvarð­anir og áherslur ein­stakra stétt­ar­fé­laga sem fara þvert gegn minni sann­fær­ingu er ljóst að mér er ekki til set­unnar boð­ið.“

Sól­veig Anna brást við og sagði upp­sögn Drífu tíma­bæra. Hún hafi sjálf kosið að loka sig inni í blokk með „nán­asta sam­­starfs­­fólki for­vera síns, Gylfa Arn­­björn­­sonn­­ar, og þeirri stétt sér­­fræð­inga og efri milli­­­stétt­­ar­­fólks sem ræður ríkjum í stofn­unum rík­­is­­valds­ins á Íslandi og einnig á skrif­­stofum Alþýð­u­­sam­­bands­ins. Upp­­runi, bak­land og stuðn­­ings­hópar Drífu voru í stofn­ana-póli­­tík og í íhalds­­­armi verka­lýðs­hreyf­­ing­­ar­inn­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent