Segir hagsmuni þeirra sem mest eiga ráða miklu hér á landi

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að ekki dugi einungis að setja á laggir eftirlitsstofnanir – það þurfi einnig að styðja við þær. Stjórnvöld þurfi að passa upp á að þessi eftirlit hafi stuðning stjórnvalda til þess að gera það sem til sé ætlast.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniserfitlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniserfitlitsins.
Auglýsing

Páll Gunnar Páls­son for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins segir að það að leyfa stórum fyr­ir­tækj­um, eða fyr­ir­tækjum sem vilja starfa sam­an, að gera hvað sem er geri það að verkum að þau fyr­ir­tæki kom­ist í aðstöðu til þess að skapa eig­endum sínum auð á kostnað við­skipta­vina sinna.

Þetta kemur fram í ítar­legu við­tali við Pál Gunnar í nýjasta tölu­blaði Stund­ar­innar sem kom út í dag.

Hann segir jafn­framt að sam­keppn­is­reglur séu sér­stak­lega mik­il­vægar fyrir lítið land eins og Ísland, þvert á það sem opin­ber umræða gefi til kynna. Eft­ir­lit hafi verið talað niður af þeim sömu og semja regl­urnar sem eiga að gilda.

Auglýsing

Fyr­ir­tæki hafa auð­vitað sinn rétt

Fram kom í fjöl­miðlum um miðjan júní síð­ast­lið­inn að Eim­skip hefði gert sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið um greiðslu 1,5 millj­arða króna stjórn­valds­sektar vegna alvar­legra brota gegn sam­keppn­is­lögum og EES-­samn­ingum sem framin voru í sam­ráði við Sam­skip, aðal­lega á árunum 2008 til 2013. Sektin er sú stærsta sem nokk­urt fyr­ir­tæki á Íslandi hefur greitt vegna sam­keppn­islaga­brota.

Páll segir við Stund­ina að gagn­rýnin vegna sam­ráðs Eim­skips og Sam­skipa sem og ann­ars máls, sam­keppn­islaga­brota Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, sé birt­ing­ar­mynd við­horfs til eft­ir­lits á Íslandi sem þó sé ekki ríkj­andi.

„Auð­vitað er það bara réttur fyr­ir­tækja að láta reyna á rétt sinn. Við erum með áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála, fyr­ir­tæki geta bæði meðan á máls­með­ferð stendur og líka þegar ákvörðun hefur verið tek­in, borið nið­ur­stöð­una og máls­með­ferð­ina undir áfrýj­un­ar­nefnd eða líka farið með hana fyrir dóm­stóla og fengið fulln­aðar úrlausn. Þetta er bara eðli­legur partur af kerf­inu og gerir það að verkum að sam­keppn­is­eft­ir­litið þarf að standa skil á öllum sínum gjörð­um. Það er ekk­ert undan því að kvarta að fyr­ir­tæki bregð­ist við með þessum hætt­i,“ segir hann og bætir því við að það sé hins vegar umhugs­un­ar­vert þegar fyr­ir­tæki fari í bar­áttu á vett­vangi hags­muna­sam­taka og nýti sín hags­muna­sam­tök í sínu máli. „Þá ertu kom­inn út fyrir þennan ramma sem lög skipa en er auð­vitað bara eitt­hvað sem er í sjálfs­vald fyr­ir­tækja sett.“

Umræða um heil­brigði eft­ir­lits á vett­vangi stjórn­mála mjög mik­il­væg

„Ef þú ert með sterkar reglur og þú ert með stjórn­völd sem horfa til allra hags­muna, ekki bara hags­muna þessa hóps, heldur ekki síður til almanna­hags­muna og þú ert með eft­ir­lit með regl­unum sem dugir, þá er svarið við því nei. Ef að þú ert hins vegar ekki með þetta þá er svarið já, eðli máls­ins sam­kvæmt, því þá ertu ekki lengur með sam­fé­lags­sátt­mála um jöfn­uð. Þú þarft að vera með leik­regl­urnar á hreinu og stjórn­völd þurfa að horfa til allra hags­muna. Ef það er gert þá þarftu ekki að hafa eins miklar áhyggjur af þessu jafn­væg­i.“

Þetta segir hann þegar hann er spurður hvort orð­inn sé til hópur fólks sem hafi of mikið og of mikla hags­muni sem stang­ist á við heild­ar­hags­muni sam­fé­lags­ins.

Hann seg­ist hafa áhyggjur af þessu jafn­vægi í íslensku sam­fé­lagi. „Já, ég hef það. Þetta er alltaf spurn­ing um vilja okkar sem sam­fé­lags til að setja skýrar reglur og tala fyrir þeim og fylgja þeim eft­ir. Það dugir ekki bara að setja eft­ir­lits­stofn­anir til verka, það þarf líka að styðja við þær. Stjórn­völd þurfa að passa upp á að þessi eft­ir­lit hafi stuðn­ing stjórn­valda til þess að gera það sem til er ætl­ast. Það má ekki bara hleypa af stokk­unum ein­hverri eft­ir­lits­stofnun og síðan fara að tala gegn henni dag­inn eft­ir. Það auð­vitað gengur ekki. Að sama skapi er umræða um heil­brigði eft­ir­lits sem á sér stað vett­vangi stjórn­mála mjög mik­il­væg.“

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni á vef Stund­ar­innar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent