Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA

Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.

Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Auglýsing

„Eitt af því sem gerir ást­fóstur Alþýðu­sam­bands­ins við Salek-hug­mynda­fræð­ina enn und­ar­legra en ella er að sam­tök atvinnu­rek­enda hafa æ minni áhuga á slíku sam­starfi. Í tíð Gylfa Arn­björns­sonar var mikil heið­ríkja í sam­skiptum atvinnu­rek­enda við hreyf­ing­una, en atvinnu­rek­endur voru auð­vitað hrifnir af bar­áttul­atri verka­lýðs­for­ystu og hug­mynda­fræði um að stétta­bar­átta borg­aði sig ekki. Eftir að Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son tók við sem fram­kvæmda­stjóri SA árið 2017 hefur þar hins vegar verið inn­leidd mikil óbil­girn­is- og harð­línu­stefna þar sem öll gömul heið­urs­manna­sam­komu­lög eru virt að vettugi, og hvert tæki­færið er nýtt til að láta reyna á rétt­indi sem áður var sátt um.“

Þetta segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, í annarri grein af fjórum um átökin innan Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) sem hún birtir um þessar mundir á Kjarn­an­um. Sá Hall­dór Benja­mín sem hún nefnir er Þor­bergs­son og hefur verið fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) frá því síðla árs 2016. 

Sím­tal frá Boga Nils í Drífu breytti stefn­unni

Að sögn Sól­veigar Onnu er skýrasta dæmið um þessa stefnu, og þró­un, það þegar Icelandair Group, fyrr­ver­andi vinnu­staður Hall­dórs Benja­míns, ákvað að segja flug­freyjum upp störfum í miðri kjara­deilu sum­arið 2020 með hætti sem hún segir að hafi gengið í ber­högg við ákvæði laga um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. „Til­gangur þess­arar aðgerð­ar, sem SA studdi opin­ber­lega, var aug­ljós­lega ekki bara sá að kné­setja flug­freyjur heldur að opna á nýja laga­fram­kvæmd í kjara­deilum sem tæki gildi yfir allan vinnu­mark­að­inn. Þar er auð­vitað í bak­grunn­inum sár gremja SA yfir árangusríkum verk­falls­að­gerðum Efl­ing­ar­fé­laga, nokkuð sem gengur gegn öllum þeim hug­myndum um stétta­sam­vinnu og afnám verk­falls­að­gerða sem höfðu ráðið ára­tugum saman og atvinnu­rek­endur höfðu skilj­an­lega bundið miklar vonir við.“

Auglýsing
Miðstjórn ASÍ ákvað að sækja málið af fullum þunga fyrir Félags­dómi og þeirri afstöðu var fylgt eftir með  yfir­lýs­ingum frá Drífu Snædal, þáver­andi for­seta ASÍ, um að ekk­ert yrði slegið af grunn­prinsippum þrátt fyrir að Icelandair glímdi við neyð­ar­á­stand vegna kór­ónu­veiru­krepp­unn­ar. 

Sól­veig Anna segir að þessi afstaða Drífu hafi breyst tveimur vikum síð­ur. „Í stað þess að fylgja máls­sókn­inni eft­ir, og fá stað­fest­ingu á því að upp­sagn­irnar væri ólög­leg­ar, ákvað ASÍ skyndi­lega í sam­ráði við Magnús Norð­dahl lög­fræð­ing sam­bands­ins að ganga til við­ræðna við SA og Icelandair um að fara allt aðra leið. Þar var svo sann­ar­lega „slegið af grunn­prinsipp­um“. Var þessi stefnu­breyt­ing gerð í kjöl­far þess að Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair hringdi í Drífu Snæ­dal. Bogi Nils fékk sínu fram­gengt hratt og örugg­lega og skil­aði það sér í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu SA, ASÍ, Flug­freyju­fé­lags­ins og Icelandair sem birt var 17. sept­em­ber 2020.“

Umb­unað fyrir gróft ásetn­ings­brot

Með þess­ari yfir­lýs­ingu hafi ASÍ leyst Icelandair Group og SA alfarið undan hótun um mál­sókn fyrir Félags­dómi. „Í stað­inn lýstu Icelandair og SA því yfir að þau „við­brögð“ að segja upp flug­freyjum í miðri kjara­deilu væru „hörmuð“ þar sem þau væru „ekki í sam­ræmi við þær góðu sam­skipta­reglur sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins vilja við­hafa“. Með þess­ari yfir­lýs­ingu leyfði Alþýðu­sam­bandið brot­legu íslensku fyr­ir­tæki í banda­lagi við lands­sam­tök atvinnu­rek­enda að upp­nefna mik­il­væg­ustu laga­legu rétt­ar­vernd vinn­andi fólks í land­inu, lög sem sam­þykkt voru af Alþingi, „sam­skipta­regl­ur“.“

Þá hafi hinir brot­legu fengið að ganga frá mál­inu án afleið­inga. „Reyndar er það ekki rétt að segja að málið hafi verið afleið­inga­laust, því Icelandair stóð á þessum tíma í mjög umtöl­uðu hluta­fjár­út­boði. Til­gangur fyr­ir­tæk­is­ins með að sækj­ast eftir þess­ari yfir­lýs­ingu var aug­ljós­lega sá að ryðja braut fyrir hiks­ta­lausa þátt­töku líf­eyr­is­sjóða í því útboði, sem einmitt varð raun­in. Þannig má segja að Alþýðu­sam­bandið hafi tryggt afleið­ingar fyrir hinn brot­lega í mál­inu - en þó ekki refs­ingu heldur umbun.“

Því hafi ASÍ ekki ein­ungis leyst ger­endur undan öllum afleið­ingum af einu gróf­asta ásetn­ings­broti gegn íslenskum vinnu­rétti sem sést hefur á Íslandi ára­tugum saman heldur opn­aði sam­bandið dyrnar fyrir það að fyr­ir­tækið fengi sér­staka umbun með ríku­legum fjár­fest­ingum úr eft­ir­launa­sjóðum launa­fólks. „Efl­ing hélt uppi gagn­rýnum spurn­ingum um þessa ákvörðun en við þeim feng­ust aldrei nein mál­efna­leg svör. Úr varð að stjórn Efl­ingar sam­þykki gagn­rýni og birti á vef félags­ins. Við það sat.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent