Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar rekur sögu ágreinings innan Alþýðusambands Íslands síðustu fjögur ár, greinir frá sinni hlið mála og setur ágreininginn í pólitískt og sögulegt samhengi. Þetta er önnur grein af fjórum.

Auglýsing

Í síð­ustu grein fjall­aði ég um með­höndlun ASÍ á stefnu­mót­un­ar­vinnu í skatt­kerf­is­málum og á vinnu við laga­breyt­ingar vegna launa­þjófn­að­ar. Eins og ég rakti þá voru vinnu­brögðin í þessum málum óvið­un­andi, og afurð­irnar því miður eftir því. 

Langal­var­leg­asta dæmið um það hvernig ASÍ undir stjórn nýs for­seta hefur snið­gengið ekki aðeins Efl­ing­ar­fé­laga og full­trúa þeirra heldur einnig lýð­ræð­is­leg og heið­ar­leg vinnu­brögð hlýtur þó að vera vinnan við svo­kall­aða „Græn­bók um kjara­samn­inga og vinnu­mark­aðs­mál“. Græn­bók þessi var heiti sem rík­is­stjórnin bjó til utan um til­raunir sínar til að end­ur­lífga Salek-verk­efnið í tengslum við und­ir­ritun Lífs­kjara­samn­ing­ana árið 2019. Salek-verk­efn­ið, sem var stærsta hug­sjón Gylfa Arn­björns­sonar og átti að skrifa nafn hans með gylltu letri á spjöld Íslands­sög­unn­ar, gengur út á að afnema sjálf­stæðan samn­ings­rétt stétt­ar­fé­laga og taka af þeim verk­falls­vopnið um leið og ákvörðun launa verður alfarið mið­stýrð í gegnum nefnd sér­fræð­inga. Nýlegt dæmi þar sem má sjá feg­urð Salek-hug­mynda­fræð­innar í fram­kvæmd var þegar norska rík­is­stjórnin bann­aði fyr­ir­hug­aðar verk­falls­að­gerðir verka­fólks í olíu­iðn­aði í júlí 2022, en þetta er dæmi um þær heim­ildir sem íslenska rík­is­stjórnin myndi öðl­ast með inn­leið­ingu „nor­ræns vinnu­mark­aðs­mód­els“ eins og það er kall­að. Samn­inga­við­ræður og kjara­bar­átta í þeirri mynd sem við þekkjum myndi heyra sög­unni til. Sú atburða­rás sem leiddi til þess að rík­is­stjórnin taldi sig hafa heim­ild til að setja inn ákvæði um vinnu við svo­kall­aða Græn­bók í yfir­lýs­ingu sína vegna Lífs­kjara­samn­inga hefur aldrei verið skýrð fyrir mér þrátt fyrir fjölda fyr­ir­spurna. Út frá þeim frá­sögnum og gögnum sem fyrir liggja er ekki hægt að álykta annað en að Alþýðu­sam­bandið hafi á laun gert sam­komu­lag við rík­is­stjórn­ina um að fall­ast á end­ur­lífgun Salek-verk­efn­is­ins sem skil­yrði þess að rík­is­stjórnin styddi við samn­ing­ana með marg­um­ræddum aðgerða­pakka sín­um.

Ég er ekki að segja frá þess­ari atburða­rás í fyrsta sinn í þess­ari grein, heldur rakti ég hana í ítar­legri kynn­ingu sem ég hélt fyrir trún­að­ar­ráð Efl­ingar í mars 2021 og fór auk þess í við­tal á Sprengisandi þar sem þetta var rætt. Ég vil þó taka skýrt fram að áður en ég fór og ræddi um þess atburði í fjöl­miðlum þá hafði ég marg­ít­rekað reynt að fá fram svör á vett­vangi ASÍ. Hvað eftir annað spurði ég spurn­inga á fundum Mið­stjórnar Alþýðu­sam­bands­ins og leit­aði skýr­inga á því hvernig það mætti vera að ASÍ teldi sig geta skikkað Efl­ing­ar­fé­laga til stuðn­ings við Græn­bók­ina, verk­efni sem þeir höfðu aldrei verið spurðir um. Erfitt er að skilja sið­ferðið eða rök­hugs­un­ina í því að talað væri um að Efl­ing­ar­fé­lagar eða full­trúar þeirra hefðu gefið „lof­orð“ um að taka þátt í slíku, þegar þeir höfðu aldrei gefið slíkt lof­orð hvað þá fengið minnstu kynn­ingu eða upp­lýs­ingar um þetta verk­efni þegar Lífs­kjara­samn­ing­arnir voru und­ir­rit­að­ir. Jafn­framt sætir furðu það mikla vald sem þáver­andi aðal­hag­fræð­ingi Alþýðu­sam­bands­ins, Henný Hinz, var veitt í þessu máli. Henný átti að sjá um að tryggja fylgi­spekt sam­bands­ins við lof­orðið um Græn­bók­ar­vinn­una, en hún náði þó ekki að ljúka því verk­efni. Rúmu ári eftir und­ir­ritun Lífs­kjara­samn­ing­anna var hún ráðin til starfa hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, að því er virð­ist til að vinna að áfram­hald­andi fram­gangi Salek-verk­efn­is­ins, og er hún í dag nán­asti ráð­gjafi Katrínar Jak­obs­dóttur um vinnu­mark­aðs­mál. Með ráðn­ingu hennar í for­sæt­is­ráðu­neytið áttu sér stað eins konar stóla­skipti milli hennar og Höllu Gunn­ars­dóttur sem fór úr ráðu­neyt­inu til að taka við stöðu fram­kvæmda­stjóra ASÍ við hlið Drífu Snæ­dal. Er það ágætis dæmi um „hringekj­una“ milli starfa hjá félaga­sam­tök­um, ráðu­neytum og rík­is­stofn­unum sem með­limir fag­mennt­un­ar- og sér­fræð­inga­stétt­ar­innar hafa aðgang að á sinni frama­braut og þar sem verka­lýðs­hreyf­ingin er oft einn við­komu­stað­ur­inn. Ég ræði nánar um hringekj­una í næstu grein.

Skýrslur Gylfa í fullu gildi

Fleira var furðu­legt í sam­bandi við með­höndlun ASÍ á Græn­bók­ar­mál­inu. Má þar nefna þegar Drífa Snæ­dal lagði til í tölvu­pósti til for­setateymis ASÍ þann 17. nóv­em­ber 2020 að hún myndi senda inn til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, sem svar við beiðni ráðu­neyt­is­ins um afstöðu hreyf­ing­ar­innar til Salek og Græn­bók­ar­vinnu, skýrslur og gögn um efnið sem unnin voru í tíð Gylfa Arn­björns­son­ar. Lét Drífa þessi gögn fylgja með í tölvu­póst­in­um, algjör­lega eins og þau komu af kúnni. Það að Drífa hafi látið sér koma það til hugar árið 2020, aðspurð um hug íslensku verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar til Salek, að senda for­sæt­is­ráðu­neyt­inu margra ára gamla afstöðu Gylfa Arn­björns­sonar segir allt sem segja þarf um þá full­komnu sam­fellu sem ríkir milli valda­tíða Gylfa og Drífu og þá algjöru und­ir­gefni Alþýðu­sam­bands­ins við Salek-hug­mynda­fræð­ina sem aldrei hefur tek­ist að binda endi á.

Auglýsing
Þegar Græn­bók­ar-­lest rík­is­stjórn­ar­innar brun­aði sem hraðast, eða í nóv­em­ber 2020, gerð­ist það að Henný Hinz, nú með hatt starfs­manns for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, sendi ein­stökum for­mönnum aðild­ar­fé­laga ASÍ skoð­ana­könnun á við­horfum til Salek-væð­ingar vinnu­mark­að­ar­ins. Engin umræða eða kynn­ing á því að þetta stæði til hafði farið fram á vett­vangi ASÍ, og þar af leið­andi hafði engin til­raun verið gerð til þess að móta sam­eig­in­lega afstöðu innan sam­bands­ins. Engu að síður hvatti Drífa Snæ­dal sér­stak­lega til þess á fundi mið­stjórnar ASÍ að ein­stakir for­menn svör­uðu könnun for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins hver fyrir sig, og að ráðu­neyt­inu yrðu þannig gefið mik­il­vægt púður og for­skot í við­leitni sinni til að toga verka­lýðs­hreyf­ing­una upp á Salek-vagn­inn. Áhuga­leysi Alþýðu­sam­bands­ins frammi fyrir því verk­efni að móta sjálft nýja stefnu og áherslur gagn­vart stærstu grund­vall­ar­spurn­ingum um skipu­lag vinnumark­að­ar­ins hefði ekki getað komið skýrar í ljós. Líkt og svo oft voru það Efl­ing, VR og Vil­hjálmur Birg­is­son sem héldu uppi gagn­rýni – en önnur félög og for­menn sem aðhyllt­ust hina gömlu tíma í verka­lýðs­hreyf­ing­unni létu sér vel líka.

Í deil­unum um Græn­bók­ina kristöll­uð­ust skýrt mörg þau atriði sem ein­kenna vinnu­brögð íslensku verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Þessum vinnu­brögðum hefur ekki verið breytt á síð­ustu 4-5 árum heldur hafa þau, ef eitt­hvað er, fest sig í sessi í tíð Drífu Snæ­dal. Eitt ein­kennið er und­ir­gefni við boð­vald fag­mennt­un­ar- og sér­fræð­inga­stétt­ar­inn­ar, sem er gefin heim­ild til að höndla að eigin vild með nán­ast hvaða stefnu­mót­un­ar­at­riði sem er, óháð vilja eða afstöðu félags­fólks í hreyf­ing­unni og full­trúa þeirra. Störf efna­hags- og skatta­nefnd­ar­innar sem ég sagði frá í síð­ustu grein end­ur­speglar sama vanda. Annað ein­kennið er ótrú­leg klíku- og útskúf­un­ar­menn­ingu sem þrífst á meðal kjör­inna full­trúa innan ASÍ. Það síð­ar­nefnda sást vel í því þegar Hall­dóra Sveins­dótt­ir, einn helsti fjand­maður Efl­ingar á vett­vangi hreyf­ing­ar­innar og ástríðu­full stuðn­ings­kona Salek, lét boða til leyni­fundar meðal for­manna aðildarfé­laga Starfs­greina­sam­bands­ins í lok jan­ú­ar­mán­aðar 2021. Á þennan fund var öllum for­mönnum SGS félag­anna boðið nema mér (sem á þeim tíma var einnig vara­for­maður Starfs­greina­sam­bands­ins), Vil­hjálmi Birg­is­syni og Aðal­steini Árna Bald­urs­syni for­manni Fram­sýnar á Húsa­vík. Til­gangur fund­ar­ins var að þétta rað­irnar í kringum óbreytt ástand í Alþýðu­sam­band­inu og Drífu Snædal, sem nýtur mik­illar hylli í þessum hópi frá þeim dögum þegar hún var fram­kvæmda­stjóri SGS, herða á útskúfun­inni gegn mér, Efl­ingu og Vil­hjálmi Birg­is­syni, og auð­vitað á end­anum að styðja við áfram­hald á leyni­legri inn­leið­ingu rík­is­stjórn­ar­innar í félagi við ASÍ á Salek-verk­efn­inu.

„Við erum ekki að fara að slá af okkar grunn­prinsipp­um“

Eitt af því sem gerir ást­fóstur Alþýðu­sam­bands­ins við Salek-hug­mynda­fræð­ina enn und­ar­legra en ella er að sam­tök atvinnu­rek­enda hafa æ minni áhuga á slíku sam­starfi. Í tíð Gylfa Arn­björns­sonar var mikil heið­ríkja í sam­skiptum atvinnu­rek­enda við hreyf­ing­una, en atvinnu­rek­endur voru auð­vitað hrifnir af bar­áttul­atri verka­lýðs­for­ystu og hug­mynda­fræði um að stétta­bar­átta borg­aði sig ekki. Eftir að Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son tók við sem fram­kvæmda­stjóri SA árið 2017 hefur þar hins vegar verið inn­leidd mikil óbil­girn­is- og harð­línu­stefna þar sem öll gömul heið­urs­manna­sam­komu­lög eru virt að vettugi, og hvert tæki­færið er nýtt til að láta reyna á rétt­indi sem áður var sátt um. Dæmi um þetta eru próf­mál frá síð­ustu miss­erum þar sem Icelanda­ir, með dyggum stuðn­ingi og ráð­gjöf SA, hefur ítrekað riðið á vaðið í að grafa undan áður tryggum grund­vall­ar­rétt­ind­um. Þannig tók Icelandair upp á því að segja flug­freyjum upp störfum í miðri kjara­deilu sum­arið 2020, sem gekk í aug­ljóst ber­högg við ákvæði laga nr. 80/1938 um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. Til­gangur þess­arar aðgerð­ar, sem SA studdi opin­ber­lega, var aug­ljós­lega ekki bara sá að kné­setja flug­freyjur heldur að opna á nýja laga­fram­kvæmd í kjara­deilum sem tæki gildi yfir allan vinnu­mark­að­inn. Þar er auð­vitað í bak­grunn­inum sár gremja SA yfir árangusríkum verk­falls­að­gerðum Efl­ing­ar­fé­laga, nokkuð sem gengur gegn öllum þeim hug­myndum um stétta­sam­vinnu og afnám verk­falls­að­gerða sem höfðu ráðið ára­tugum saman og atvinnu­rek­endur höfðu skilj­an­lega bundið miklar vonir við.

Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands­ins hafði fjallað um upp­sögn flug­freyj­anna og sam­þykkt ákvörðun um að sækja málið fyrir Félags­dómi af fullum þunga. Í við­tali í byrjun sept­em­ber 2020 sagði for­seti ASÍ að í þessu máli skipti það „öllu máli að verka­lýðs­hreyf­­ingin standi í lapp­­irnar og segi nei“ og full­yrti: „Við erum ekki að fara að slá af okkar grunn­prinsipp­um“ þrátt fyrir vís­anir Icelandair í ein­hvers­konar neyð­ar­á­stand í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins vegna kór­óna­veiru­krepp­unn­ar. Þessi afstaða for­set­ans var hins var orðin allt önnur aðeins tveimur vikum síð­ar. Í stað þess að fylgja máls­sókn­inni eft­ir, og fá stað­fest­ingu á því að upp­sagn­irnar væri ólög­leg­ar, ákvað ASÍ skyndi­lega í sam­ráði við Magnús Norð­dahl lög­fræð­ing sam­bands­ins að ganga til við­ræðna við SA og Icelandair um að fara allt aðra leið. Þar var svo sann­ar­lega „slegið af grunn­prinsipp­um“. Var þessi stefnu­breyt­ing gerð í kjöl­far þess að Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair hringdi í Drífu Snæ­dal. Bogi Nils fékk sínu fram­gengt hratt og örugg­lega og skil­aði það sér í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu SA, ASÍ, Flug­freyju­fé­lags­ins og Icelandair sem birt var 17. sept­em­ber 2020. Ég, sem á þessum tíma var 2. vara­for­seti ASÍ, fékk vit­neskju um smíði þess­arar yfir­lýs­ingar kvöldið áður en hún var svo borin undir mið­stjórn ASÍ. Var þess þannig gætt að upp­lýs­ingum um þessa stefnu­breyt­ingu væri haldið frá mér fram á síð­ustu stundu, á meðan for­seti ASÍ gaf for­mönnum ann­arra stétt­ar­fé­laga tæki­færi til að glöggva sig á mál­inu með því að senda þeim gögn og halda þeim upp­lýst­um.

Auglýsing
Með yfir­lýs­ingu sinni leysti ASÍ Icelandair og SA alfarið undan hótun um máls­sókn fyrir Félags­dómi. Í stað­inn lýstu Icelandair og SA því yfir að þau „við­brögð“ að segja upp flug­freyjum í miðri kjara­deilu væru „hörmuð“ þar sem þau væru „ekki í sam­ræmi við þær góðu sam­skipta­reglur sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins vilja við­hafa“. Með þess­ari yfir­lýs­ingu leyfði Alþýðu­sam­bandið brot­legu íslensku fyr­ir­tæki í banda­lagi við lands­sam­tök atvinnu­rek­enda að upp­nefna mik­il­væg­ustu laga­legu rétt­ar­vernd vinn­andi fólks í land­inu, lög sem sam­þykkt voru af Alþingi, „sam­skipta­regl­ur“. Auk þess fengu hinir brot­legu að ganga frá mál­inu full­kom­lega afleið­inga­laust. Reyndar er það ekki rétt að segja að málið hafi verið afleið­inga­laust, því Icelandair stóð á þessum tíma í mjög umtöl­uðu hluta­fjár­út­boði. Til­gangur fyr­ir­tæk­is­ins með að sækj­ast eftir þess­ari yfir­lýs­ingu var aug­ljós­lega sá að ryðja braut fyrir hiks­ta­lausa þátt­töku líf­eyr­is­sjóða í því útboði, sem einmitt varð raun­in. Þannig má segja að Alþýðu­sam­bandið hafi tryggt afleið­ingar fyrir hinn brot­lega í mál­inu - en þó ekki refs­ingu heldur umbun. Alþýðu­sam­bandið leysti ekki aðeins ger­endur undan öllum afleið­ingum af einu gróf­asta ásetn­ings­broti gegn íslenskum vinnu­rétti sem sést hefur á Íslandi ára­tugum saman heldur opn­aði sam­bandið dyrnar fyrir það að fyr­ir­tækið fengi sér­staka umbun með ríku­legum fjár­fest­ingum úr eft­ir­launa­sjóðum launa­fólks. Efl­ing hélt uppi gagn­rýnum spurn­ingum um þessa ákvörðun en við þeim feng­ust aldrei nein mál­efna­leg svör. Úr varð að stjórn Efl­ingar sam­þykki gagn­rýni og birti á vef félags­ins. Við það sat.

Unnið með rík­is­stjórn­inni að fryst­ingu launa­hækk­ana

Ég hef nú rakið nokkur dæmi um þau vinnu­brögð og hug­mynda­fræði­legu afstöðu sem Drífa Snæ­dal stóð vörð um á vett­vangi Alþýðu­sam­bands­ins, í krafti emb­ættis síns sem for­seti sam­bands­ins. Nefna mætti mörg önnur dæmi en ég læt eitt til við­bótar nægja, en það eru þau vinnu­brögð sem áttu sér stað af hálfu Alþýðu­sam­bands­ins í Covid19-krepp­unni. Í Covid19-krepp­unni sáu atvinnu­rek­endur sér leik á borði – eins og ávallt – til að skara eld að eigin köku á kostnað verka­fólks. Í hinu ógn­væn­lega ástandi sem skap­að­ist í öllu þjóð­fé­lag­inu vegna far­ald­urs­ins kom upp tals­vert óða­got og upp­nám, sér­stak­lega vegna hruns í ferða­þjón­ust­unni. Litu atvinnu­rek­endur á þetta sem tæki­færi til að reyna að koma sér hjá því að standa við launa­hækk­anir Lífs­kjara­samn­ings­ins. Áhlaupið sem gert var haustið 2020 af hálfu Sam­taka atvinnu­lífs­ins að efndum Lífs­kjara­samn­ings­ins var stór­kost­legt. Á und­an­gengnum mán­uðum höfðu einnig verið tals­verð skoð­ana­skipti og átök innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um það hvort og þá hvernig ætti að bregð­ast við Covid19-krepp­unni, með hlið­sjón af kjara­samn­ing­um. Afstaða mín og Efl­ingar í því máli var frá byrjun skýr: Það kom ekki til greina að gefa eftir svo mikið sem brot af þeim launa­hækk­unum sem um samd­ist í Lífs­kjara­samn­ingum og kost­uðu meðal ann­ars langar og strangar samn­inga­við­ræður og verk­falls­að­gerð­ir. 

Þá átt­uðu glöggir sig fljót­lega á því að aðgerðir stjórn­valda í kór­óna­veiru­krepp­unni myndu skila sér ríku­lega til bæði auð­vald­stétt­ar­innar og eigna­mik­illar milli­stétt­ar, líkt og til dæmis Þórður Snær Júl­í­us­son fjall­aði um í ítar­legum úttektum á vef Kjarn­ans og í fyr­ir­lestri fyrir trún­að­ar­ráð Efl­ingar í des­em­ber 2020. Aðgerðir Seðla­bank­ans sem leiddu til auk­innar útlána­getu bank­anna sem og ítrek­aðar vaxta­lækk­anir leiddu til fast­eigna­bólu og aukn­ingar á bæði ráð­stöf­un­ar­tekjum og eig­in­fjár­stöðu þeirra sem eiga verð­miklar fast­eign­ir. Örlátir rík­is­styrkir voru greiddir til fyr­ir­tækja, jafn­vel þeirra sem nýlega höfðu greitt út feikna­legar arð­greiðslur til eig­enda. Á sama tíma neydd­ust margir Efl­ing­ar­fé­lag­ar, sér­stak­lega sá stóri hópur sem starfar í umönn­un­ar­kerf­un­um, til að taka á sig stór­aukið vinnu­á­lag, smit­hættu og erf­ið­leika í vinnu sinni, svo ekki sé minnst á þann stóra hóp verka­fólks sem þurfti að kom­ast af á smán­ar­lega lágum atvinnu­leys­is­bót­um. Erfitt var að sjá hvaða rök væru fyrir því að Efl­ing­ar­fé­lagar og annað verka- og lág­launa­fólk tækju á sig kjara­skerð­ingar vegna kór­óna­veiru­far­ald­urs­ins á meðan hóp­arnir fyrir ofan þá í lífskjara­stig­anum höfðu aldrei haft það betra.

Seint í mars 2020 var hald­inn fundur í svo­kall­aðri samn­inga­nefnd ASÍ þar sem Drífa lýsti fyr­ir­liggj­andi áætlun um „fryst­ingu“ á launa­hækk­unum Lífs­kjara­samn­ings­ins sökum kór­óna­veiru-krepp­unn­ar. Fram kom að sér­fræð­ingar Alþýðu­sam­bands­ins hefðu tekið þátt í vinnu við að teikna upp þessa áætlun með full­trúum opin­beru stétt­ar­fé­lag­anna (BHM og BSR­B), rík­is­stjórn­inni og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins. Vinna við til­lögur um „fryst­ingu“ þeirra launa­hækk­ana sem Efl­ing­ar­fé­lagar fengu í gegn vorið 2019 með verk­falls­að­gerðum hafði þannig verið sett af stað af hálfu ASÍ og rædd við aðra aðila vinnu­mark­að­ar­ins án nokk­urs sam­ráðs við Efl­ingu. Ein­örð and­staða mín, Ragn­ars Þórs og Vil­hjálms Birg­is­sonar varð til þess að þessar hug­myndir um „fryst­ingu“ með stuðn­ingi ASÍ urðu aldrei að veru­leika. Ágangur Sam­taka atvinnu­lífs­ins hætti þó ekki og ágerð­ist mjög haustið 2020 þegar kom að end­ur­skoðun Lífs­kjara­samninganna. Þá sýndi stjórn Efl­ingar algjöra ein­ingu og sam­stöðu, kom saman með stuttum fyr­ir­vara þann 25. sept­em­ber 2020 og lýsti skýrri afstöðu sinni: að hafna öllum hug­myndum um fryst­ingu eða aðrar kjara­skerð­ing­ar. Að end­ingu fór það svo að hug­myndir ASÍ unnar í sam­vinnu við valda­stétt­ina um fryst­ingu urðu undir og allar hækk­anir Lífs­kjara­samn­ings­ins hafa haldið sér ósnert­ar, ekki bara hækk­anir um fyr­ir­framá­kveðnar krónu­tölur heldur einnig hækkun sam­kvæmt svoköll­uðum hag­vaxt­ar­auka sem kom til fram­kvæmdar þann 1. maí 2022. Það hefur verið áhuga­vert að fylgj­ast með ummælum for­seta ASÍ um þess atburði nú næstum tveimur árum síð­ar, þar sem hún hefur talað um að „standa í lapp­irnar“. Drífa ætl­aði sér ekki að standa í lapp­irnar og það hefði ekki verið gert nema vegna ítrek­aðra háværra mót­mæla ann­arra, ekki síst Efl­ing­ar­fé­laga, innan Alþýðu­sam­bands­ins gegn hug­myndum henn­ar.

Íhald og sér­fræð­ingar gegn umbreyt­inga­öflum

Hér hefur verið farið yfir nokkur af þeim stóru málum sem tek­ist var á um í sam­starfi Efl­ingar við Alþýðu­sam­band Íslands á síð­ustu fjórum árum. Eins og fram kemur þá sner­ist þessi ágrein­ingur ekki aðeins um afstöðu til mál­efna – því auð­vitað er skoð­ana­munur eðli­legur – heldur líka um vinnu­brögð, heið­ar­leika og gagn­sæi. Alþýðu­sam­bandið hefur fallið á of mörgum prófum um öll þessi atriði. Sú upp­lifun af Alþýðu­sam­band­inu sem hér hefur verið lýst er engan veg­inn bundin við mig eða aðra full­trúa Efl­ing­ar. Aðrir eru á sama máli og hafa tjáð sig opin­ber­lega í þá veru, sér í lagi Vil­hjálmur Birg­is­son og Ragnar Þór Ing­ólfs­son. Vorið 2020 sögðu þeir báðir af sér úr emb­ættum á vett­vangi ASÍ, Vil­hjálmur sem vara­for­seti og Ragnar Þór sem mið­stjórn­ar­mað­ur, vegna ósættis um vinnu­brögð varð­andi „fryst­ingu“ hækk­ana Lífs­kjara­samn­ings­ins sem rædd var hér að fram­an. Í mars 2022 skrif­aði Vil­hjálmur pistil þar sem hann gerði upp við tíma sinn sem vara­for­seti, og rakti þar atburði tengt því máli og fleira. Ragnar Þór skrif­aði um svipað leyti hrein­skiptna grein um „skugga­hliðar verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar“ þar sem hann ræddi m.a. um hóp­inn kringum Hall­dóru Sveins­dótt­ur, sem ræktar þá útskúf­un­ar­menn­ingu fjarri sviðs­ljós­inu sem und­an­tekn­ing­ar­laust er beitt gegn aðkomu­fólki í hreyf­ing­unni. Í fram­halds­-­grein skrif­aði Ragnar Þór um „hat­ramma valda­bar­áttu“ sem kraumar undir niðri, valda­bar­áttu „sem á rætur sínar að rekja til Salek hóps­ins“ eins og Ragnar Þór orð­aði það. Lýs­ingar Ragn­ars og Vil­hjálms eru sann­leik­anum sam­kvæm­ar.

Auglýsing
Breytingar í for­ystu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og ein­stakra félaga á árunum 2017-2018 leiddu ekki til nýrrar sóknar undir merkjum breyttrar hug­mynda­fræði hjá Alþýðu­sam­band­inu. Þvert á móti hefur ASÍ verið nán­ast óstarf­hæft vegna síbreikk­andi klofn­ings, þar sem for­seti ASÍ stóð öðru megin ásamt sér­fræð­inga­liði Gylfa Arn­björns­sonar og nokkrum íhalds­sömum en sauð­tryggum for­mönnum smærri stétt­ar­fé­laga og hinu megin umbreyt­inga­öfl­in: for­ysta Efl­ingar og VR og Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður VLFA, auk þeirra Aðal­steins Árna Bald­urs­sonar for­manns Fram­sýnar á Húsa­vík og Harðar Guð­brands­sonar for­manns Verka­lýðs­fé­lags Grinda­vík­ur. Upp­haf­leg and­staða okkar við hina stöðn­uðu og óvin­sælu verka­lýðs­hreyf­ingu undir stjórn Gylfa Arn­björns­sonar varð að stríði við for­hert Alþýðu­sam­band undir stjórn Drífu Snæ­dal. Ástæðan er ein­föld og er sú sama og lýst var í byrjun greina­flokks­ins: Sam­bandið kaus að laga sig ekki að stærstu breyt­ingum sem hafa átt sér stað í íslenskri verka­lýðs­hreyf­ingu ára­tugum saman heldur standa gegn þeim. Valda­klíka, sem átti að þekkja sinn vitj­un­ar­tíma og við­ur­kenna minni­hluta­stöðu sína, sat sem fast­ast. Hug­mynda­fræði um stétta­sam­vinnu sem búið var að hafna fann sér nýtt heiti og lifði áfram sníkju­lífi í starfi mennt­aðra sér­fræð­inga inni á skrif­stofum sam­bands­ins. Gömul vinnu­brögð sem kasta þurfti fyrir róða með nýju fólki stóðu óbreytt. 

Lýð­ræð­is­bylt­ingin sem lét á sér standa

Í bók sinni um sögu Alþýðu­sam­bands­ins sem út kom árið 2013 skrif­aði Sum­ar­liði R. Ísleifs­son sagn­fræð­ingur um hinar mis­heppn­uðu til­raunir til hall­ar­bylt­inga í Dags­brún á tíunda ára­tug­unum sem ég minnt­ist á í síð­ustu grein. Sum­ar­liði skrif­aði um tíma­bilið eftir það: „Al­mennt má segja að frá 1995 hafi lítið farið fyrir and­ófi innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, að minnsta kosti fram að „hruni“ 2008.“ Það er rétt hjá Sum­ar­liða að Hrunið mark­aði þátta­skil, sem eins og ég nefndi í síð­ustu grein hafði djúp áhrif á mig, Ragnar Þór og Vil­hjálm – en tals­vert minni, ef nokk­ur, á Alþýðu­sam­band Íslands. Sum­ar­liði nefnir þá til sög­unnar kosn­ing­una í VR árið 2009 þegar Krist­inn Örn Jóhann­es­son var kjör­inn for­mað­ur, en bætir við: „Ann­ars hafa ekki verið miklar umræður um það hvernig auka mætti lýð­ræði innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, sam­an­borið við þá umræðu sem hefur verið í sam­fé­lag­inu almennt eftir „hrun“. Það verk­efni bíður fram­tíð­ar­inn­ar.“ Bók Sum­ar­liða kom út eins og áður segir árið 2013. Nú níu árum síðar er ljóst að sú fram­tíð sem hann nefnir er runnin upp. Verk­efnið um lýð­ræð­i­svæð­ingu Alþýðu­sam­bands­ins og aðild­ar­fé­laga þess er haf­ið. Þetta gerð­ist ef til vill fyrr og óvæntar en Sum­ar­liði bjóst við árið 2013 en á móti má segja að það hafi gert hægar og treg­legar en margur hefði haldið árið 2018. Eins og hér hefur verið rakið þá hefur grimm and­staða Alþýðu­sam­bands­ins undir for­sæti Drífu Snæ­dal verið afger­andi þáttur í að tefja fram­gang þess verk­efn­is.

Ítalski bylt­ing­ar­mað­ur­inn Ant­onio Gramsci skrif­aði fræga til­vitn­un, sem má lesa í byrjun síð­ustu greinar, um það ástand þegar hið gamla er dautt en hinu nýja er meinað að fæð­ast. Þá fram­kall­ast hin marg­vís­leg­ustu sjúk­legu ein­kenni. Þeir ýmsu sjúk­leikar og raunar tryll­ingur sem fylgt hefur til­raunum mínum og Efl­ing­ar­fé­laga til að krefj­ast umbóta innan félags­ins okkar hafa vart fram hjá nokkru manns­barni á síð­ustu árum. Minna hefur farið fyrir umræðum um þessa bar­áttu milli hins gamla og nýja innan ASÍ. Það litla sem fram hefur komið frá fyrrum for­seta ASÍ hefur gengið út á að setja allan skoð­ana- og áherslumun í sem per­sónu­leg­astan og lág­kúru­leg­astan bún­ing. Ég deili ekki áhuga fyrrum for­set­ans á því að fella dóma um per­sónu­leika eða sam­skipta­hætti ann­arra ein­stak­linga í verka­lýðs­hreyf­ing­unni, en ég tel það hins vegar rétt­mætt að gagn­rýni á áherslur og vinnu­brögð komi fram opin­ber­lega þegar allar leiðir til að sætta ágrein­ing og miðla málum innan stofn­ana hreyf­ing­ar­innar hafa brugð­ist. Ég tel að félagsfólk í Efl­ingu og öðrum aðild­ar­fé­lögum Alþýðu­sam­bands­ins eigi rétt á því að fá sann­verð­uga mynd af atburð­um. Þessi og síð­asta grein eru hugs­aðar til þess. Í næstu greinum verður skyggnst dýpra, leit­ast við að greina sjúk­dóm­inn nánar og sjónum beint til fram­tíð­ar.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar