Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946

Finnur Birgisson skrifar um almannatryggingar og segir það lífseiga mýtu að núverandi kerfi hafi verið fundið upp í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar.

Auglýsing

Algengt er að sjá því haldið fram í umræðu um líf­eyr­is­mál, að þær tekju­teng­ing­ar/­skerð­ingar sem við búum við í almanna­trygg­inga­kerf­inu hafi verið fundnar upp í rík­is­stjórn­ar­tíð Jóhönnu Sig. og Stein­gríms J. 2009-2013. Þetta er ein af þeim líf­seigu mýtum sem urðu til upp úr hrun­inu sem hér varð fyrir 14 árum, og furðu mörg virð­ast hafa bjarg­fasta trú á því að þetta sé stað­reynd klöppuð í stein. - Því fer þó víðs fjarri að þessi tvö eigi höf­und­ar­rétt­inn að tekju­teng­ingu líf­eyris almanna­trygg­inga, hún var komin til sögu löngu fyrir þeirra tíð eins og nánar verður rakið í þess­ari grein.

„ ... án til­lits til stétta og efna­hags“

Einn stærsti áfang­inn í þróun almanna­trygg­inga á Íslandi var setn­ing nýrra laga árið 1946, í tíð nýsköp­un­ar­stjórnar Sjálf­stæð­is- Alþýðu- og Sós­í­alista­flokks þar sem Alþýðu­flokk­ur­inn fór með félags­mál­in. Kveðið hafði verið á um það í stjórn­ar­sátt­mála flokk­anna að komið skyldi á fót „svo full­komnu kerfi almanna­trygg­inga, sem nái til allrar þjóð­ar­innar án til­lits til stétta og efna­hags, að Ísland verði á því sviði í fremstu röð nágranna­þjóð­anna.[1]“ . Frum­varp að lög­unum var lagt fyrir Alþingi í des­em­ber 1945 og afgreitt 26. apríl 1946 sem lög um almanna­trygg­ingar nr. 50/1946.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með laga­frum­varp­inu kom fram að mark­miðið var að líf­eyr­is­greiðslur yrðu án til­lits til ann­arra tekna líf­eyr­is­taka, þ.e. ótekju­tengd­ar. En þar sem talið var að það væri of stórt skref að taka, var sett bráða­birgða­á­kvæði í lögin þess efnis að fullur líf­eyrir skyldi aðeins greiddur ef aðrar tekjur við­kom­andi væru lægri en líf­eyr­ir­inn. Væru þær hærri, þá skyldi hann skerð­ast um helm­ing þess sem umfram væri, og falla þ.a.l. niður þegar aðrar tekjur næðu þre­földum líf­eyr­in­um. - Bráða­birgða­á­kvæðið átti upp­haf­lega að gilda í fimm ár, en svo fór að það var fram­lengt nokkrum sinnum og var ekki fellt end­an­lega út fyrr en 1960. Þá hófst tíma­bil með ótekju­tengdum grunn-elli­líf­eyri sem stóð allt til 1992.

Króna móti krónu

Fram til 1971 var ekki um aðrar greiðslur að ræða en grunn-elli­líf­eyr­inn, sem lengst af svar­aði til um 20% af verka­manna­laun­um. 1. ágúst 1971 var bætt þar ofan á tekju­trygg­ingu til þeirra sem ekki næðu til­teknu lág­marki í heild­ar­tekj­um. Það þýddi þá sjálf­krafa að tekju­trygg­ingin skert­ist „króna móti krónu“ þar til hún féll niður þegar tekj­urnar náðu upp í þetta lág­mark, - þ.e. sami „effekt“ og síðar varð til á ný þegar tekin var upp „sér­stök fram­færsl­upp­bót“ í kjöl­far hruns­ins 2008.

1974 vék þessi „króna móti krónu“ skerð­ing tekju­trygg­ing­ar­innar fyrir nýrri reglu. Þá var tekið upp frí­tekju­mark 37.500 kr./ári og 50% skerð­ing­ar­hlut­fall vegna tekna þar umfram. Svip­aðar skerð­ing­ar­reglur héld­ust síðan gagn­vart tekju­trygg­ing­unni næstu ára­tugi, en stöðugt var þó verið að hringla með þær eftir efna­hags­á­standi og geð­þótta stjórn­valda hverju sinni. Ákvæði um frí­tekju­mörk, skerð­ing­ar­pró­sentu, áhrif mis­mun­andi tekju­flokka og tekna maka breytt­ust þannig í sífellu. Skerð­ing­ar­pró­senta tekju­­trygg­ing­ar­innar fór lægst í 38,35% árið 2008 en árið eftir var hún hækkuð aftur tíma­bundið í 45%.

Sem fyrr segir lauk tíma­bili hins ótekju­tengda grunn­líf­eyris 1992, en þá var tekin upp skerð­ing elli­líf­eyr­is­ins vegna atvinnu­tekna. Hún var þó til­tölu­lega „væg,“ þ.e. með fremur háu frí­tekju­marki og lágu skerð­ing­ar­hlut­falli (25%). 1996 breytt­ist útfærslan enn, þannig að fjár­magnstekjur gátu einnig skert grunn-elli­líf­eyr­inn. Greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum hafa hins­vegar ekki skert grunn-elli­líf­eyr­inn nema á ára­bil­inu 2009-2013 og var litið á það sem neyð­ar­ráð­stöfun vegna hruns­ins. Af sama til­efni var um það leyti einnig tekin upp „sér­stök fram­færslu­upp­bót“ til þeirra verst settu og með henni kom „króna móti krónu“ skerð­ingin aftur til sög­unn­ar.

Tekju­teng­ing um bak­dyrnar

Þótt grunn-elli­líf­eyr­inum væri lengst af hlíft að mestu við tekju­teng­ingum og skerð­ing­um, var farin önnur leið til að auka tekju­teng­ing­arnar í líf­eyr­is­kerf­inu jafnt og þétt. Það gerð­ist með því að hlutur elli­líf­eyr­is­ins í greiðslum til aldr­aðra dróst saman ár frá ári en hlutur tekju­tengdra greiðslu­flokka eins og tekju­trygg­ingar jókst á móti. Þannig juk­ust skerð­ing­arnar í kerf­inu stór­lega, þótt áfram mætti halda því fram að sjálfur „elli­líf­eyr­ir­inn“ væri lítt eða ekki tekju­tengd­ur.

Árið 2016, síð­asta árið sem tekju­trygg­ing var til sem sér­stakur flokkur hjá TR, gátu óskertar greiðslur TR til aldr­aðs í sam­búð numið um 210 þús. kr. á mán­uði fyrir skatt. Þar af var elli­líf­eyr­ir­inn aðeins um 40 þús. kr. en allt hitt var að fullu tekju­tengt, þ.e. tekju­trygg­ingin og sér­staka fram­færslu­upp­bót­in, sem meira að segja skert­ist um krónu móti krónu. 2013 hafði skerð­ing grunn-elli­líf­eyr­is­ins vegna greiðslna úr líf­eyr­is­sjóði, sem sett var á 2009, verið tekin til baka, en hann skert­ist þó áfram af atvinnu- og fjár­­­magnstekj­um.

2017 var skrefið til altækrar tekju­teng­ingar líf­eyr­is­ins frá TR síðan stigið til fulls. Þá voru fram­færslu­upp­bótin og tekju­trygg­ingin sam­ein­aðar elli­líf­eyr­inum (eða lagðar inn í hann), og hinn „nýi elli­líf­eyr­ir“ gerður alfarið tekju­tengd­ur. Það þýddi að þegar aðrar tekjur náðu vissu marki þurrk­að­ist hann út að fullu, og við­kom­andi fékk engan elli­líf­eyri frá hinu opin­bera leng­ur. Slíkt fyr­ir­komu­lag er eins­dæmi meðal þjóða sem við berum okkur saman við, því þar er það meg­in­regla að allir fá að minnsta kosti grunn­líf­eyri óháð öðrum tekj­um.

Og svo kom hrunið

  • En hverjar voru helstu aðgerðir Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur [2] og rík­is­stjórna hennar á árunum 2008 - 2013 gagn­vart elli­líf­eyri almanna­trygg­inga?
  • Eitt af fyrstu verkum JS sem félags- og trygg­inga­mála­ráð­herra var að afnema að fullu skerð­ingu bóta vegna tekna maka í apríl 2008.
  • JS bjó til með reglu­gerð „sér­staka fram­færslu­upp­bót“ síðla árs 2008. Við það hækk­uðu greiðslur til þeirra sem minnst höfðu um rúm 20%. Við­mið fyrir fram­færslu­upp­bót­ina hækk­uðu síðan hraðar en aðrar upp­hæðir hjá TR, eða um rúm 30% meðan annað hækk­aði um 18,5%.
  • Aðrar grunn­upp­hæðir kerf­is­ins voru látnar standa í stað frá 2009 til júní 2011, þ.e. að lög­bundnum hækk­unum var frestað í 11/2 ár.
  • Tekjur frá líf­eyr­is­sjóði voru árin 2009-2013 látnar skerða grunn-elli­líf­eyr­inn eins og aðrar tekjur (frí­tekju­mark 214.600, skerð­ing­ar­hlut­fall 25%).
  • Skerð­ing­ar­hlut­fall tekju­trygg­ing­ar­innar var hækkað úr 38,35% í 45% árin 2009-2014.
  • Frí­tekju­mark atvinnu­tekna, sem hafði 2008 verið hækkað úr 27.250 í 109.600 kr./mán., var lækkað í 40 þús. kr./mán. 2009. Það hækk­aði svo aftur í 109.600 kr. í júlí 2013.

Ráð­staf­anir rík­is­stjórnar JS eftir hrun mörk­uð­ust að sjálf­sögðu af þeim for­dæma­lausu aðstæðum sem við var að eiga og kröfð­ust mik­ils aðhalds í útgjöldum rík­is­sjóðs. Samt var stuðn­ingur almanna­trygg­inga við þá líf­eyr­is­taka sem minnst höfðu milli hand­anna auk­inn, en sparn­að­ur­inn þar í móti lát­inn koma fremur niður á þeim sem betur stóðu, með því að fresta lög­bundnum hækk­unum og auka skerð­ingar vegna tekna tíma­bund­ið.

Þessar auknu skerð­ingar gengu allar til baka eftir 2013/-'14. Hækk­uðu skerð­ing­ar­hlut­falli gagn­vart tekju­trygg­ingu var í upp­hafi ætlað að gilda til 2014 og það lækk­aði þá aftur niður í 38,35%. Skerð­ing elli­líf­eyr­is­ins vegna líf­eyr­is­sjóðs­tekna var afnumin af rík­is­stjórn­inni sem tók við árið 2013 en skerð­ing hans vegna ann­arra tekna, sem hófst 1992, hélst áfram. - Sér­staka fram­færslu­upp­bótin í þágu þeirra sem minnst höfðu hélst hins­vegar til og með 2016, og voru við­mið­un­ar­upp­hæðir hennar upp­færðar árlega eins og aðrar stærðir í kerf­inu.

Upp­stokk­unin 2016/-17

Af fram­an­sögðu má það vera ljóst, að full­yrð­ingar um að skerð­ingar í almanna­trygg­inga­kerf­inu megi einkum rekja til rík­is­stjórnar Jóhönnu og Stein­gríms J stand­ast enga skoð­un. Skerð­ing­arnar voru ekki fundnar upp af þeirri rík­is­stjórn, heldur hafa þær fylgt kerf­inu frá upp­hafi, og farið vax­andi með árun­um. Með laga­breyt­ingum 2016 varð síðan rót­tæk upp­stokkun á líf­eyr­is­kerfi almanna­trygg­inga, þannig að full­yrða má að núver­andi reglu­verk sé í grund­vall­ar­at­riðum nýtt og að litlu eða engu leyti grund­vallað á arf­leifð rík­is­stjórna Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur.

Höf­undur er arki­tekt á eft­ir­launum (f. 1946) og félagi í Sam­fylk­ing­unni.

Neð­an­máls­grein­ar:

[1] Skila­boð Finns Jóns­sonar félags­mála­ráð­herra 31. októ­ber 1944 til nefndar sem vann að end­ur­skoðun alþýðu­trygg­inga­lag­anna.

[2] Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir var félags­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn S og D sem fór frá í jan­úar 2009. Hún varð þá for­sæt­is­ráð­herra, fyrst í minni­hluta­stjórn til maí 2009 og svo í rík­is­stjórn S og V til apríl 2013.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar