Forsendubrestur í lífeyrismálum

Finnur Birgisson, arkitekt á eftirlaunum, skrifar um nýtt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra sem breytir samspili séreignarlífeyris og greiðslna almannatrygginga.

Auglýsing

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna umsamdrar hækkunar lágmarksiðgjalda til lífeyrissjóða hefur fengið vægast sagt óblíðar viðtökur hjá verkalýðshreyfingunni. Hún segir ráðherrann sigla undir fölsku flaggi þar sem hann sé að lauma inn ýmsum breytingum, sem ekki hafi verið haft samráð um og hreyfingin hafi aldrei skrifað upp á. Þar er nefnd hækkun greiðsluskyldualdurs úr 16 í 18 ár, að verðbætur lífeyrisgreiðslna eigi aðeins að reiknast einu sinni á ári í stað mánaðarlega eins og nú, og að gefin sé undanþága fyrir eina stétt, þ.e. sjómenn.

Enn sem komið er hefur þó lítið verið fjallað um risastóra breytingu sem felst í frumvarpinu og varðar séreignarlífeyri og samspil hans við greiðslur almannatrygginga. Úttekt séreignarlífeyris hefur í dag ekki áhrif til skerðingar á ellilífeyri almannatrygginga á sama hátt og venjulegar greiðslur úr hefðbundnum lífeyrissjóðum. Hjá flestum hefur þessi séreign orðið til gegnum svonefndan viðbótarlífeyrissparnað, þar sem launþeginn hefur lagt til 2 eða 4% af launum sínum og launagreiðandinn 2% á móti. 12% skylduiðgjaldið hefur hinsvegar hjá flestum farið inn í svokallaða samtryggingu.

Samtrygging eða séreign

En það hafa líka verið starfandi lífeyrissjóðir eins og Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem hafa boðið sjóðfélögum upp á að ráðstafa frá 49 - 78% skylduiðgjaldsins í erfanlega séreign. Þá fer ekki nema rúmlega fimmtungur til helmingur skylduiðgjaldsins í samtryggingarhluta sjóðsins og réttindin sem félagarnir öðlast þar verða þeim mun minni. Ástæður fólks til að velja þetta fyrirkomulag eru einkum tvær: Annars vegar erfanleikinn, - sá hluti séreignarinnar sem viðkomandi endist ekki aldur til að nýta gengur til erfingja hans, - og hinsvegar sú staðreynd að úttekt séreignarlífeyris hefur skv. núgildandi lögum ekki áhrif til skerðingar á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga.

Auglýsing
Reyndar mun það vera svo, að þegar ákvæðin um að séreignarlífeyrir skerti ekki ellilífeyrinn voru sett, þá var fyrst og fremst haft í huga að þau tækju til séreignar sem mynduð hefði verið með viðbótarsparnaði, - ofan á hinn lögbundna skyldusparnað. En almannatryggingarlögin gera samt  engan greinarmun á þessháttar séreign og þeirri séreign sem mynduð hefur verið með hluta af skylduiðgjaldinu eins og hjá Frjálsa. Það skapar því augljóst ójafnræði þegar kemur að úttekt lífeyrisins, að greiðslur til þeirra sem hafa sett allt skylduiðgjaldið í samtryggingu skerða greiðslur almannatrygginga gróflega, meðan hin fá sinn lífeyri að stórum hluta sem útgreiðslu séreignar sem ekki veldur skerðingum hjá TR. - Þarna getur munað mörgum tugum þúsunda í ráðstöfunarfé á hverjum einasta mánuði.

Fjármálaráðherra um kosti séreignar 

Í viðtali við LEB-blaðið 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spurður út í þetta og hvort hann teldi ekki að þarna ætti meiri jöfnuður að ríkja. Hann svaraði: „Séreignarkerfið er afar vel heppnað og hefur fyrir löngu farið fram úr væntingum. Hluti hvatans til að leggja í séreign er einmitt að hún leiðir ekki til skerðingar. Áhrifin af þessu eru þjóðhagslega mjög jákvæð. Það eru líka til staðar almenn frítekjumörk sem ná til greiðslna úr samtryggingunni, sem mætti frekar skoða að hækka.“

Í ljósi þessara ummæla BB hefði e.t.v. mátt ætla að hann myndi gera tillögu um að ójafnræðið yrði jafnað upp á við, en það gengur þó ekki eftir í þessu nýja frumvarpi. Þar er nefnilega gert ráð fyrir að „lekinn“ verði stöðvaður með þeim hætti, að kveðið verði skýrt á um að það verði einungis viðbótarlífeyrissparnaður og svonefnd „tilgreind séreign“ sem ekki valdi skerðingum á ellilífeyri, en það geri hinsvegar sú séreign, sem mynduð hefur verið verið með hluta af skylduiðgjöldunum. Það stendur því ekki til að koma jöfnuninni til leiðar með því að draga úr skerðingunum hjá þeim sem sætt hafa meiri skerðingum, heldur með því að auka þær hjá hinum sem hingað til hafa sloppið betur.

Þessi breyting myndi setja feitt strik í reikninginn hjá þeim sem árum saman, jafnvel það sem af er þessari öld, hafa varið bróðurparti skylduiðgjaldsins til að mynda séreign, í því trausti að þeir skilmálar sem gilt hafa myndu haldast. Ef af þessum breytingum verður þýðir það tekjuskerðingu hjá þeim upp á tugi þúsunda í hverjum mánuði, þegar að því kemur að taka út lífeyrinn. 

Dæmi: Hjá einstaklingi á eftirlaunum, sem fær samtals 300 þús. kr./mán. frá lífeyrissjóði og þar af 100 þús. kr./mán. sem úttekt á séreign, myndu greiðslur til hans frá TR lækka um  minnst 45.000 kr./mán. við breytinguna - meira ef hann býr einn, því þá yrði lækkunin 56.900 kr./mán. Lækkun ráðstöfunartekna þessa einstaklings eftir skatt yrði 334.800 - 423.600 kr./ári.

Löglegt og siðlegt?

Þetta vekur upp ýmsar stórar spurningar. Er það löglegt og siðlegt að breyta skilmálunum svona eftirá með stórfelldum íþyngjandi afleiðingum fyrir þá sem fyrir verða? - Í frumvarpinu er raunar gert ráð fyrir að þau sem hefja lífeyristöku fyrir 1. október 2021 sleppi við breytinguna, en hjá þeim sem hefja lífeyristöku degi síðar á hún að skella á af fullum þunga.

Ef þetta verður samþykkt svona á Alþingi má því gera ráð fyrir tvennu: a) Að öll þau sem þetta snertir og eru orðin nógu gömul, drífi í því að hefja lífeyristöku fyrir 1. október þótt þau hafi annars ekki ætlað sér það, og b) að þau sem ekki eiga þess kost að sleppa á þann hátt framhjá gildrunni muni láta á það reyna fyrir dómstólum hvort lagasetning sem raskar gildandi leikreglum og forsendum eftirá með þessum hætti fær staðist.

Reyndar má hugsa sér að gera litla en samt veigamikla breytingu á frumvarpinu, sem myndi strax gera málið miklu skárra. Það er að miða skilin milli núverandi kerfis og breytts kerfis ekki við það hvenær einstaklingur byrjar að taka lífeyri, heldur við það hvenær stofnað var til séreignarinnar. Úttekt á séreign sem stofnað var til fyrir 1. okt. 2021 myndi þá ekki valda skerðingu hjá TR, en úttekt sama einstaklings á séreign sem stofnað var til síðar myndi hinsvegar valda skerðingu skv. nýju regluverki. - Þessi hugmynd er lögð hér fram til frjálsra afnota.

Höfundur er arkitekt á eftirlaunum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar