Forsendubrestur í lífeyrismálum

Finnur Birgisson, arkitekt á eftirlaunum, skrifar um nýtt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra sem breytir samspili séreignarlífeyris og greiðslna almannatrygginga.

Auglýsing

Frum­varp fjár­mála­ráð­herra um breyt­ingar á ýmsum lögum vegna umsam­drar hækk­unar lág­marks­ið­gjalda til líf­eyr­is­sjóða hefur fengið væg­ast sagt óblíðar við­tökur hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Hún segir ráð­herr­ann sigla undir fölsku flaggi þar sem hann sé að lauma inn ýmsum breyt­ing­um, sem ekki hafi verið haft sam­ráð um og hreyf­ingin hafi aldrei skrifað upp á. Þar er nefnd hækkun greiðslu­skyldu­ald­urs úr 16 í 18 ár, að verð­bætur líf­eyr­is­greiðslna eigi aðeins að reikn­ast einu sinni á ári í stað mán­að­ar­lega eins og nú, og að gefin sé und­an­þága fyrir eina stétt, þ.e. sjó­menn.

Enn sem komið er hefur þó lítið verið fjallað um risa­stóra breyt­ingu sem felst í frum­varp­inu og varðar sér­eign­ar­líf­eyri og sam­spil hans við greiðslur almanna­trygg­inga. Úttekt sér­eign­ar­líf­eyris hefur í dag ekki áhrif til skerð­ingar á elli­líf­eyri almanna­trygg­inga á sama hátt og venju­legar greiðslur úr hefð­bundnum líf­eyr­is­sjóð­um. Hjá flestum hefur þessi sér­eign orðið til gegnum svo­nefndan við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að, þar sem laun­þeg­inn hefur lagt til 2 eða 4% af launum sínum og launa­greið­and­inn 2% á móti. 12% skyldu­ið­gjaldið hefur hins­vegar hjá flestum farið inn í svo­kall­aða sam­trygg­ingu.

Sam­trygg­ing eða sér­eign

En það hafa líka verið starf­andi líf­eyr­is­sjóðir eins og Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, sem hafa boðið sjóð­fé­lögum upp á að ráð­stafa frá 49 - 78% skyldu­ið­gjalds­ins í erf­an­lega sér­eign. Þá fer ekki nema rúm­lega fimmt­ungur til helm­ingur skyldu­ið­gjalds­ins í sam­trygg­ing­ar­hluta sjóðs­ins og rétt­indin sem félag­arnir öðl­ast þar verða þeim mun minni. Ástæður fólks til að velja þetta fyr­ir­komu­lag eru einkum tvær: Ann­ars vegar erf­an­leik­inn, - sá hluti sér­eign­ar­innar sem við­kom­andi end­ist ekki aldur til að nýta gengur til erf­ingja hans, - og hins­vegar sú stað­reynd að úttekt sér­eign­ar­líf­eyris hefur skv. núgild­andi lögum ekki áhrif til skerð­ingar á líf­eyr­is­greiðslum almanna­trygg­inga.

Auglýsing
Reyndar mun það vera svo, að þegar ákvæðin um að sér­eign­ar­líf­eyrir skerti ekki elli­líf­eyr­inn voru sett, þá var fyrst og fremst haft í huga að þau tækju til sér­eignar sem mynduð hefði verið með við­bót­ar­sparn­aði, - ofan á hinn lög­bundna skyldu­sparn­að. En almanna­trygg­ing­ar­lögin gera samt  engan grein­ar­mun á þess­háttar sér­eign og þeirri sér­eign sem mynduð hefur verið með hluta af skyldu­ið­gjald­inu eins og hjá Frjálsa. Það skapar því aug­ljóst ójafn­ræði þegar kemur að úttekt líf­eyr­is­ins, að greiðslur til þeirra sem hafa sett allt skyldu­ið­gjaldið í sam­trygg­ingu skerða greiðslur almanna­trygg­inga gróf­lega, meðan hin fá sinn líf­eyri að stórum hluta sem útgreiðslu sér­eignar sem ekki veldur skerð­ingum hjá TR. - Þarna getur munað mörgum tugum þús­unda í ráð­stöf­un­arfé á hverjum ein­asta mán­uði.

Fjár­mála­ráð­herra um kosti sér­eign­ar 

Í við­tali við LEB-­blaðið 2019 var Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra spurður út í þetta og hvort hann teldi ekki að þarna ætti meiri jöfn­uður að ríkja. Hann svar­aði: „Sér­eign­ar­kerfið er afar vel heppnað og hefur fyrir löngu farið fram úr vænt­ing­um. Hluti hvatans til að leggja í sér­eign er einmitt að hún leiðir ekki til skerð­ing­ar. Áhrifin af þessu eru þjóð­hags­lega mjög jákvæð. Það eru líka til staðar almenn frí­tekju­mörk sem ná til greiðslna úr sam­trygg­ing­unni, sem mætti frekar skoða að hækk­a.“

Í ljósi þess­ara ummæla BB hefði e.t.v. mátt ætla að hann myndi gera til­lögu um að ójafn­ræðið yrði jafnað upp á við, en það gengur þó ekki eftir í þessu nýja frum­varpi. Þar er nefni­lega gert ráð fyrir að „lek­inn“ verði stöðv­aður með þeim hætti, að kveðið verði skýrt á um að það verði ein­ungis við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aður og svo­nefnd „til­greind sér­eign“ sem ekki valdi skerð­ingum á elli­líf­eyri, en það geri hins­vegar sú sér­eign, sem mynduð hefur verið verið með hluta af skyldu­ið­gjöld­un­um. Það stendur því ekki til að koma jöfn­un­inni til leiðar með því að draga úr skerð­ing­unum hjá þeim sem sætt hafa meiri skerð­ing­um, heldur með því að auka þær hjá hinum sem hingað til hafa sloppið bet­ur.

Þessi breyt­ing myndi setja feitt strik í reikn­ing­inn hjá þeim sem árum sam­an, jafn­vel það sem af er þess­ari öld, hafa varið bróð­ur­parti skyldu­ið­gjalds­ins til að mynda sér­eign, í því trausti að þeir skil­málar sem gilt hafa myndu hald­ast. Ef af þessum breyt­ingum verður þýðir það tekju­skerð­ingu hjá þeim upp á tugi þús­unda í hverjum mán­uði, þegar að því kemur að taka út líf­eyr­inn. 

Dæmi: Hjá ein­stak­lingi á eft­ir­laun­um, sem fær sam­tals 300 þús. kr./mán. frá líf­eyr­is­sjóði og þar af 100 þús. kr./mán. sem úttekt á sér­eign, myndu greiðslur til hans frá TR lækka um  minnst 45.000 kr./mán. við breyt­ing­una - meira ef hann býr einn, því þá yrði lækk­unin 56.900 kr./mán. Lækkun ráð­stöf­un­ar­tekna þessa ein­stak­lings eftir skatt yrði 334.800 - 423.600 kr./ári.

Lög­legt og sið­legt?

Þetta vekur upp ýmsar stórar spurn­ing­ar. Er það lög­legt og sið­legt að breyta skil­mál­unum svona eft­irá með stór­felldum íþyngj­andi afleið­ingum fyrir þá sem fyrir verða? - Í frum­varp­inu er raunar gert ráð fyrir að þau sem hefja líf­eyr­i­s­töku fyrir 1. októ­ber 2021 sleppi við breyt­ing­una, en hjá þeim sem hefja líf­eyr­i­s­töku degi síðar á hún að skella á af fullum þunga.

Ef þetta verður sam­þykkt svona á Alþingi má því gera ráð fyrir tvennu: a) Að öll þau sem þetta snertir og eru orðin nógu göm­ul, drífi í því að hefja líf­eyr­i­s­töku fyrir 1. októ­ber þótt þau hafi ann­ars ekki ætlað sér það, og b) að þau sem ekki eiga þess kost að sleppa á þann hátt fram­hjá gildrunni muni láta á það reyna fyrir dóm­stólum hvort laga­setn­ing sem raskar gild­andi leik­reglum og for­sendum eft­irá með þessum hætti fær stað­ist.

Reyndar má hugsa sér að gera litla en samt veiga­mikla breyt­ingu á frum­varp­inu, sem myndi strax gera málið miklu skárra. Það er að miða skilin milli núver­andi kerfis og breytts kerfis ekki við það hvenær ein­stak­lingur byrjar að taka líf­eyri, heldur við það hvenær stofnað var til sér­eign­ar­inn­ar. Úttekt á sér­eign sem stofnað var til fyrir 1. okt. 2021 myndi þá ekki valda skerð­ingu hjá TR, en úttekt sama ein­stak­lings á sér­eign sem stofnað var til síðar myndi hins­vegar valda skerð­ingu skv. nýju reglu­verki. - Þessi hug­mynd er lögð hér fram til frjálsra afnota.

Höf­undur er arki­tekt á eft­ir­laun­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar